Land & synir - 01.07.2002, Síða 9

Land & synir - 01.07.2002, Síða 9
i/mmwim Það er engum blööum um það að fletta að stafræn upptökutækni hefur opnað kvikmyndagerðarmönnum ýmsar dyr sem áður stóðu lokaðar vegna fjármagnsskorts. Slatti af leiknum myndum, gerðar á þennan hátt, hefur séð dagsins Ijós og margar fleiri munu vera á leiðinni, auk þess sem heimildarmyndum í fullri lengd hefur einnig fjölgað mikið. L&S þótti því full ástæða til að skoða það sem hefur verið að gerast í þessum efnum og hvernig líklegt er að stafrænar myndir þróist á næstunni. Við fengum kvikmyndagerðarmennina Ara Kristinsson, Böðvar Bjarka Pétursson og Þóri Snæ Sigurjónsson til að velta vöngum um þessi mál og þá sérstaklega út frá gerð ódýrra stafrænna bíómynda. VIDTAL: ÁSGRÍMUR SVERRISSON L&S: Hver eru ykkar viðhorf gagnvart þessum ódýru bíómyndum sem gerðar eru með stafrænni tækni? ARI: I sjálfu sér tel ég engan mun á stafrænum myndum og öðrum. Þær þarf að nálgast með sama hætti og önnur verk. Varðandi þessar ódýru myndir sem hafa verið að birtast að undanförnu þá finnst mér ágætt að fólk æfi sig. En það þýðir ekki að þú sért fljótari að skrifa handritið eða getir eingöngu notað óvana leikara. Sumir virð- ast telja að ekki þurfi að gera neitt annað en útvega sér stafræna tökuvél og þá gæti við- komandi gert margar góðar myndir. Þegar svo kemur í ljós að allir geta eitthvað tekið upp þá lifa þær myndir sem eru um eitthvað sérstakt og fólk hefur einhvern áhuga að sjá. Þetta er því millibilsástand að mínu mati, einhverskonar bylgja sem mun brátt ná einhverskonar jafn- vægi. Annað sem er áberandi er skortur á fag- legum vinnubrögðum varðandi mynd- vinnsluna. Þegar tekið er upp á filmu er almennt vitað að það er ákveðin munur á 8mm, 16mm og 35mm filmu t.d. hvað varðar linsur. Hinsvegar virðast menn síður gera sér grein fyrir þessu þegar kemur að stafrænum upp- tökum, það er eins og margir setji allt stafrænt undir einn hatt. Hinsvegar er t.d. reginmunur á því hvort tekið er upp á vélar með kvarttommu kubb eða trekvarttommu kubb, myndflöturinn í þeim síðarnefnda er níu sinnum stærri. Það er því mikill munur, alveg eins og 16mm og 35mm. Annað vandamál er að framleiðendur vélanna eru stöðugt að reyna að minnka kubbana en auka upplausnina, þannig að hægt er að nota mjög ódýrar Iinsur. Þetta er hag- kvæmt fyrir þá því kostnaður minnkar, verðið lækkar og fleiri kaupa. Gallinn er hinsvegar myndirnar úr þessum vélum verða flatari og ljótari því fókusdýptin verður óendanleg. Eitt að því sem fólk gerir með myndavél er að leggja áherslu á hvað það vill hafa í fókus. Eins og ljós og skuggar er notaðir til að búa til mynd þá er fókusdýpt notuð á sama hátt. En til að geta spilað á fókus þarftu að hafa fínar linsur og slíkar linsur eru dýrar. L&S: En hvað með efnisinnihald þessara mynda? Sjáið þið einhverja sameiginlega þætti með þeim? BJARKI: Já, ég er ekki frá því að það séu einhver sameiginleg einkenni sem menn megi finna. Ætli einkenni þessara mynda séu ekki fýrst og fremst þau að tekið er upp mjög mikið efni og þær eru gjarnan ekki alveg eins fastar í forminu. Auðvitað höfum við upplifað þetta í kvikmynda- sögunni áður. Þegar 16mm kom inn á sínum tíma, um og fýrir 1960, varð sambærileg bylting og margir gátu farið að búa til myndir. ARI: Það er að mörgu leyti mjög gott að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af myndavélinni. Maður sér t.d. oft á skóla- myndum að munurinn á 16mm og vídeói er að 16mm er stundum stíft af því að öll orkan hefur farið í að að stilla upp myndavélinni, mæla fókusinn og allt það meðan leikararnir eru svo frosnir fyrir framan myndavélina. Þegar tæknin er það þung að þú ræður ekki við hana er gott að hafa aðra valmöguleika en það breytir ekki því að menn þurfa samt að kunna að leikstýra og leika. Hinsvegar virðist sá hugsunarháttur áberandi að ef menn moki bara inn hljóti eitthvað gott að koma útúr því. ÞÓRIR SNÆR: Stafræna formatið hentar hins- vegar ekki öllum verkum. Ef við t.d berum saman Villiljós og Gemsa, þá finnst mér að Villiljós hefði aldrei gengið upp sem stafræn bíómynd en Gemsar gengur að mörgu leyti betur upp út af þessu formi. BJARKI: Það er sannarlega bylting fólgin í þessu stafræna dóti, en sú bylting er aðallega fólgin í hinum enda framleiðslunnar, þ.e.a.s. í dreifingunni. Það sem mér finnst mest spennandi varðandi þessar stafrænu myndir er hvort hægt sé að sýna myndirnar á stafrænu formi. Ég reyndi þetta með Gæsapartí en mistókst. Þetta er hinsvegar að koma. Svo er önnur bylting og enn stærri væntanleg bráð- um, stafrænt sjónvarp, sem þýðir gjörbyltingu á allri dreifingu myndefnis. En varðandi Gæsapartí þá hugsaði ég ekkert öðruvísi þegar ég var að taka en ef ég hefði verið að gera hana á filmu. Hinsvegar hefði það orðið mjög erfitt því myndin var tekin upp á mjög stuttum tíma. ÞÓRIR SNÆR: Talandi um dreifmgu, þá kom upp sú spurning hvort við hefðum átt að blása Gemsa upp á filmu eða ekki. Sumir segja að það hefði ekki breytt neinu að sýna hana bara stafrænt. Mér finnst þetta samt vera spurning um trúverðugleika. Sé myndin sýnd á filmu taka menn hana frekar alvarlega vegna þess að enn vantar alla staðla fýrir sýningu stafræns efnis í kvikmyndahúsum. (framhald á nœstu síðu) I I I I I I 1 I 1 I 1 I 1 1 BJARKI: “Það er sannarlega bylting fólgin í þessu stafræna dóti, en sú bylting er aðallega fólgin í hinum enda framleiðslunnar, þ.e.a.s. í dreifingunni. Það sem mérfinnst mest spennandi varðandi þessar stafrænu myndir er hvort hægt sé að sýna myndirnar á stafrænu formi. Ég reyndi þetta með Gæsapartí en mistókst. Þetta er hinsvegar að koma.” LAND & SYNIR 9

x

Land & synir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.