Land & synir - 01.07.2002, Síða 10

Land & synir - 01.07.2002, Síða 10
L&S: Er það af hinu gáða að til sé vettvangur þar sem gerðar eru myndir aðeins fyrir íslenskan markað? ARI: Já, því ef einhver mynd heppnast vel þá er ekkert sem segir að þú getir ekki dreift henni erlendis. Ef áhugi er fyrir hendi er engin vandi að blása hana upp eftir á. Það er hinsvegar gott að geta sparað þessar ca. íjórar milljónir sem kostar að blása upp þegar þú ert með lítið af peningum og íslenskir áhorfendur láta á sér standa. Þá situr þú allavega ekki uppi með þann kostnað. BJARKI: Stafrænar myndir sem ekki eru settar á filmu hafa mjög litla dreifingarmöguleika á erlendum kvikmynda- hátíðum sem er einn mikilvægur þáttur í að selja bíómyndir. En auðvitað hafa þær aðgengi að sjónvarpsstöðvum. ARI: Já, en í sumum tilfellum snýst málið ekki endilega um dreifingu myndarinnar, þú ert að reyna að selja leikstjórann og fjármagna næstu mynd hans. Þegar þú ert með ungan leikstjóra þá hjálpar að hann hafi eitthvað track-record, að myndin hafi verið sýnd á einhverjum hátíðum. Framleiðandinn verður að gera print til að myndin komist á hátíðir. Þá er kannski ekki málið að printið verði sýnt í bíói um allan heim heldur er það til að sýna að leikstjórinn hafi gert eina mynd sem skilgreind er sem bíómynd og að hún hafi verið sýnd alþjóðlega. ÞÓRIR: Já, það er mjög gott að geta sent print til hugsanlegra samstarfsaðila erlendis, eins og í tilfelli Mikaels Torfasonar sem ég er nú að vinna með að verkefni sem verður gert í samvinnu við danska aðila. ARI: Það er ágætt að sigta einhvern út sem eklcert hefur gert og leyfa honum að leika sér. Hinsvegar er miklu betra að búa til leikstjóra á DV eins og er að gerast með Mikael í Gemsum. Maður tekur einmitt eftir því að hann nær betri tökum á hlutunum eftir því sem líður á tökutímann, sem er eðlilegt en í þessu tilfelli er verið að gera mjög ódýra mynd. Að þjálfa fólk upp á 35mm jaðrar hinsvegar við brjálsemi. L&S: Hefur það ekki engu að síður tíðkast með íslenska kvikmyndagerðarmenn ígegnum tíðina að þjálfa þá upp á 35mm? ARI: Jú, það hefur alltaf verið rosalega stórt stöklc, það hefur ekki verið neinn vettvangur í sjónvarpi, þess vegna hafa menn þurft að hoppa í 35mm. ÞÓRIR SNÆR: Ég held að Mikki hefði aldrei gert 35mm bíómynd á þessum tíma þar sem hann hafði enga reynslu. ARI: Já, að láta manneskju sem aldrei hefur gert bíómynd eða annað leikið efni gera 90 mínútna mynd á 35mm er auðvitað bara della því sú manneskja sligast undan þunga tækninnar. Slíkar upptökur þýða mikið skipulag og erfitt er að skipta um skoðun á setti án þess að það kosti mikla peninga. ÞÓRIR SNÆR: Þessvegna er DV mikill kostur. Við eyddum um það bil ári í að klippa Gemsa og þegar okkur vantaði senu þá var bara farið út og tekið án þess að það kostaði einhvern helling. BJARKI: Mig langar að grípa upp þetta með hvort við eigum að gera myndir fyrir Islendinga. Ég er þeirrar skoðunar. Ég held að við höfum verið alltof upptekin af að gera myndir fyrir breiðan hóp fjárfesta heima og erlendis. Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt fýrir íslenska kvik- myndagerðarmenn að fara að einbeita sér að íslenskum markaði. Það sama gildir um kvikmyndagerðina og framleiðslu á reyktum laxi. Þú verður að ná fótfestu á heimamarkaði áður en þú ferð út. Auðvitað eru dæmi sem afsanna þetta á marga vegu og mörg dæmi um menn sem hafa orðið frægir úti og síðan viðurkenndir heima, en ég held að við eigum að líta á þetta svolítið svona. ARI: Það er tvennt í þessu. Þegar Aflvaki gerði skýrsluna um stöðu íslenskrar kvilcmyndagerðar kom fram sú kenning að fýrirtæki sem væru að fara í útflutning þyrftu áður að hafa góða stöðu á heimamarkaði. Þetta á hinsvegar ekki við íslenskar kvikmyndir nema að takmörkuðu leyti vegna þess að að íslenslcum myndum er beint að öllum á heimamarkaði en að minnihlutahóp erlendis, hóp sem hefur áhuga á öðruvísi myndum, þannig að þetta er alls ekki sami markhópurinn. Hinsvegar þegar íslensk kvikmyndagerð náði bestu sambandi við áhorfendur hér heima var mjög gott að geta gert ódýrar myndir, fá fullt af- fólki, tug- þúsundir manna og heyra stemmninguna í salnum. Það er afar milcilvægt að ná slíku sambandi við áhorfendur á heimamarkaði. ÞÓRIR: Ég vildi gjarnan sá einhverja markvissa stefnu hjá Kvikmyndasjóði varðandi stafrænar myndir og nýja leikstjóra, í stað þess að senda bara alla í “lotteríið” einu sinni á ári. Þessar reglur sem Kvikmyndasjóður er að vinna eftir eru orðnar yfir tuttugu ára gamlar. ARI: Já, það á að gera byrjendum kleift að gera myndir á DV með þokkalegu budgeti og tiltölulega góðum styrk, þannig að þetta fólk geti ekki afsakað slöpp handrit eða slappar myndir útaf of litlum peningum. Þannig öðlast þetta fólk möguleika á að fjármagna stærri myndir erlendis. Það er útí hött að ætla að gera alþjóðlega mynd með manni sem hefur aldrei leikstýrt kvikmynd. Hvað segja erlendur fram- leiðendur við slíku? “Jú, þetta er ágætis handrit, en af hverju fáum við ekki fagmann til að leikstýra þessu?” Gallinn við DV er að mönn- um hættir til að verða kærulausari með allt. “Hey, við tókum 50 tökur, þetta hlýtur að vera í einhverjum af tökunum.” Svo skoða menn allar 50 tökurnar og þær eru allar eins, sama villan síendurtekin. Hið jákvæða er semsagt að miklu fleiri geta gert myndir en hið neikvæða er að fagmennska minnkar. Það þarf hinsvegar engu minni fagkunnáttu varðandi DV, en þar vita fleiri hvar ON takkinn er og þess vegna minnkar almennt fagmennska og kunnátta. Hún þarf þó ekkert að gera það og auðvitað lærir þetta fólk, en það virðist vera minni agi í heildina. BJARKI: Ég held að ef við förum yfir þessar DV myndir sem hafa verið gerðar hérna, að þá er kannski hægt að toga þær upp í fimm og flestir leikstjóranna hafa skólast í filmuumhverfi. ARI: Þær eru mjög misvel unnar. I Reykjavík Guesthouse er t.d. mjög öguð vinna. Þar er hvert einasta skot hugsað og almennt stunduð mjög öguð vinnubrögð. Sagan hefði hinsvegar hentað betur í stuttmynd. ÞÓRIR: Við fórum í Gemsa án þess að vera með styrki eða neitt. I raun- inni var tökuliðið allt óreynt sem ég hefði aldrei viljað ef ég hefði haft peninga. Það er svo hægt að deila um það hvort það bitni á myndinni eða ekki. BJARKI: Ég held að við verðum að passa okkur á að draga ekki einhverjar stórar ályktanir af þessum fáu myndum. Það sem mér finnst hinsvegar merkilegast varðandi DV - og má nánast kalla sprengingu - eru heimildarmyndirnar. Þar erum við að upplifa frumsýningu um það bil einu sinni í mánuði og á tiltölulega frambærilegum heimildarmyndum. ;;j I I I I I I 1 I 0 § I I 1 1 I I ARI: “Hið jákvæða er að miklu fleiri geta gert myndir en hið neikvæða er að fagmennska minnkar. Það þarf hinsvegar engu minni fagkunnáttu varðandi DV, en þar vita fleiri hvar ON takkinn er og þess vegna minnkar almennt fagmennska og kunnátta. Hún þarf þó ekkert að gera það og auðvitað lærir þetta fólk, en það virðist vera minni agi í heildina.” »| 1 i 1 I 1 i I I I 1 1 I 1 1 1 1 1 10 LAN D & SYNIR

x

Land & synir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.