Land & synir - 01.07.2002, Page 11

Land & synir - 01.07.2002, Page 11
 L&S: Hvernig viljið þið sjá þessa tegund kvikmyndagerðar þróast í nánustu framtíð? BJARKI: Það þarf nauðsynlega að stórauka framleiðslu á íslenskum myndum. DV myndirnar gætu hugsanlega gert okkur kleiít að framleiða meira, fá meiri breidd og gera fleiri tilraunir. ARI: Ég held að mynd sem er tekin upp með ódýrri tækni þurfi miklu betra handrit en mynd sem getur falið sig á bak við eitthvað annað. Sá tími er því miður liðinn að hægt sé að gera ódýrar myndir eins og t.d. Dalalíf, sem gerð var algerlega án styrkja, ná inn 85.000 áhorfendum og standa eftir með stórgróða. Ég held samt að það sé alveg hægt að framleiða myndir sem beint er fyrst og fremst að heimamarkaði. Hægt er að sjá fyrir sér að hér væru gerðar myndir sem kostuðu svona 30-40 milljónir, allir fengju borgað fýrir sína vinnu, framleiðslufýrirtækið fengi einnig greitt sitt. Svona verkefni þyrfti um 20 milljónir í styrk frá Kvikmyndasjóði, þá væri komin raunverulegur grundvöllur fyrir þá sem vildu taka áhættu á að ná einhverjum áhorfendum á Islandi. 30.000 áhorfendur gæfu þá svona 15 milljónir eftir að búið er að greiða auglýsingar og annan dreif- ingarkostnað. Mynd sem 30.000 Islendingar sjá er í raun mjög góður díll fyrir 20 milljónir króna. En þegar menn eru komnir með myndir sem kosta yfir hundrað milljónir, þá eru bara komnir allt aðrir hagsmunir í spilið. ÞÓRIR: Ég er alveg sammála Ara með að Kvik- myndasjóður komi þessu í einhvern farveg en ég vildi líka sjá Sjónvarpið gera eitthvað eins og t.d. sjónvarpsseríur og annað leikið efni. Það vantar tilfmnanlega vettvang til að vinna fyrir sjónvarp. ARI: Að vinna fagmannlega á DV vélar opnar alveg óendanlega möguleika varðandi sjón- varpsefni. Og þá efni sem er ekki tekið í stúdíói því að búnaðurinn er það léttur að hægt er að taka hvar sem er, nýta sér hreyfanleika þessara tækja, losna við að smíða leikmyndir en hafa samt ágætis áferð á myndunum. Þarna opnast líka möguleikar fyrir menn til að að þjálfa sig upp, því kvikmyndagerð er ekkert annað en þjálfun. Þessu má líkja við að ef þú ætlar að verða meistari á skautum en ferð bara á skauta á 10 ára fresti dettur þú alltaf á rassinn. BJARKI: Sem forstöðumaður Kvikmyndasafns Islands stúderaði ég íslenska kvikmyndagerð vítt og breitt á sínum tíma. Gríðarlegt hökt einkennir flest íslensk framleiðslufyrirtæki. Ekkert þeirra virðist búa við jafnan og öruggan rekstur. Reglan virðist sú að menn búa til mynd á um 3ja til 4ra ára fresti, alveg sama hvort þeir slá í gegn eða ekki, það er ekkert samhengi þar á milli. Manni finnst auðvitað grátlegt hversu langan tíma tekur að byggja upp einhvern kúltúr í greininni og hvað við neyðumst til að draga stórar ályktanir af örfáum myndum. Þessvegna væri mjög æskilegt ef í gangi væri tiltölulega öflug framleiðsla af ódýrum myndum. Þar með er ég alls eldcert að segja að við eigum ekki líka að gera dýrari myndir. Ég held að ef við settum markið örlítið hærra ykjust líkurnar á góðri uppskeru. Þessvegna finnst mér mikilvægt að auka framleiðsluna en það þarf að gera með raunhæfum hætti, eins og t.d. að styrkja vel ódýrar myndir sem fyrst og fremst er beint á innanlandsmarkað. Mér finnst mjög dónalegt að sjá hvað við leggjumst upp á erlendar þjóðir varðandi fjármagn. Kvikmyndasjóður úthlutar ár eftir ár 5 -7 myndum sem allar eiga að fá pening úr einhverjum erlendum sjóðum og það er alltaf verið að lækka innlenda hlutfallið og ætlast til að útlendingarnir komi með meira. ÞÓRIR SNÆR: Já ég er sammála því að þessu þarf að koma í einhvern farveg. Þetta “lotterísástand” á Kvikmyndasjóði er mikill galli, það er engin leið að vita frá ári til árs hvað er í gangi. Ég held að þetta stefnuleysi hafi bitnað mjög á áhorfendum síðustu 10 árin, með þeim afleiðingum að bíókynslóðin núna, fólk frá ca. 15-25 ára, er mjög fráhverf íslenskum myndum því hún hefur í rauninni ekki fengið neitt íslenskt bíó við sitt hæfi. Gemsum var beint að þessum hóp en við rákumst þar á mjög neikvæð viðhorf gagnvart íslenskum myndum. ARI: Þetta sýnir hversu gríðarlega mikilvægt er að leggja áherslu á að venja krakkana við íslenskar myndir. Tökum leikhúsið sem dæmi. Ég fór ungur að sjá Kardimommubæinn í Þjóðleikhúsinu og skemmti mér konunglega. Síðan hef ég alltaf haft mjög jákvæðar til- finningar gagnvart Þjóðleikhúsinu. Ef fýrsta íslenska myndin sem þú sérð sem barn eða unglingur er alveg drepleiðinleg þá eru allar líkur á að þú takir langan sveig framhjá íslenskum myndum í framtíðinni. Við verðum að rækta þetta frá upphafi, sinna börnunum og unglingunum líka. ÞÓRIR SNÆR: Maður vonar bara að Kvikmyndasjóður og Sjónvarpið fari að vinna á faglegri hátt, þannig að afstaða verði tekin til verkefna út frá þáttum eins og hverjir koma að þeim, hverjir eru möguleikar verkefnisins hérna eða hvernig séns á myndin á erlendum mark- aði. Það verður að vera í gangi “díalógur” á milli mín sem framleiðanda og Kvikmynda- sjóðs, á faglegum grundvelli. Ekki bara eins og nú þegar maður leggur fram umsókn og fær kannski ekkert svar, engar vísbendingar um viðhorf til þess sem maður er að gera. BJARKI: Ég held að þetta sé algjört höfuðatriði. Sjóðurinn þarf að vera fýrirtækjavænni. Maður eins og Þórir Snær er t.d. afar verðmætur fyrir íslenska kvikmyndageirann. Ungur maður sem einbeitir sér að framleiðslu og er að vinna með leikstjórum og handritshöfundum á ýmsum aldri. Það er algjört skilyrði ef Kvikmynda- sjóður vill gera mikið gagn að hann styðji við menn sem vinna faglega og hafa sýnt metnað í starfi. ARI: Það þarf að bera virðingu fyrir framleiðslu og þekkingu, því að ekki allir geta gert bíómyndir. Við þurfum líka að forðast að styðja endalaust við fýrirtæki sem eru ekki að skila árangri. Ég get tekið dæmi af Norsk Film sem fyrir nokkrum árum var að framleiða mikið af vondum mynd- um. Þeirra viðhorf var að þeir væru með fullt af fólki í vinnu til að halda fyrirtækinu gangandi og þyrftu bara að framleiða hvort sem handritin eru góð eða ekki. Mörg fýrirtæki og stofnanir hafa tilhneigingu til að breytast í svona ófreskjur sem bara éta peninga. Þá er betra að þau deyji. Það þarf að vera einhver stefna en það þarf líka að fýlgjast mjög markvisst með árangrinum. Það er ekki nóg að hafa track-record, það verður að vera gott track-record og það þarf að bregðast við ef hlutirnir eru ekki að ganga. Og byggja þetta á fólki með reynslu. Ekki gleypa við yfirlýsingum frá einhverjum græningjum sem koma inn og segjast geta gert þetta 10 sinnum ódýrar heldur en aðrir og miklu betur þar að auki. Á ncestu mdnuðum eru vœntanlegar eftirtaldar stafrænar DV-myndir: Veðmdlið, 1. apríl, Þriðja nafnið, Maður eins og ég og Konunglegt bros. Fleiri munu og sjdlfsagt d leiðinni. 1 I I I I s I I ÞORIRSNÆR: Sú spurning kom upp hvort við hefðum átt að blása Gemsa upp á filmu eða ekki. Sumir segja að það hefði ekki breytt neinu að sýna hana bara stafrænt. Mér finnst þetta samt vera spurning um trúverðugleika. Sé myndin sýnd á filmu taka menn hana frekar alvarlega vegna þess að enn vantar alla staðla fyrir sýningu stafræns efnis í kvikmyndahúsum.” LAND & SYNIR 11

x

Land & synir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.