Land & synir - 01.07.2002, Blaðsíða 12

Land & synir - 01.07.2002, Blaðsíða 12
Hinn altæki kvikmyndagerðarmaður Hákon Már Oddsson skrifar um hlutskipti einyrkjans í kvikmynda- og dagskrárgerð og hvernig stafræn upptökutækni hefur gerbylt aðstæðum þeirra sem þurfa að vinna með litið fé Stafræn (digital) upptaka og vinnsla hefur riðið sér til rúms við kvikmyndagerð undanfarin tíu ár. Hér verður fjallað um svokallaðan „prosumer" heim en það orð er myndað úr „professional“ og „consumer“. Þegar ég var í kvikmyndaskóla var mikil áhersla lögð á að nemendur gætu bjargað sér sjálfir og yfirunnið allar tæknilegar hindranir á leið sinni til sköpunar. Var þetta nauðsynlegt bæði vegna skorts á fjármagni (low budget) og til að halda fullu sjálfstæði (independent filmmaking). Uppúr þessu brölti varð til hug- myndin um hinn altæka kvikmyndagerðar- mann, „The Total Filmmaker“, sem gat tekið upp mynd og hljóð, skrifað handrit og leikstýrt, klippt og klárað mynd sína. Fyrir um 10 árum skrifaði fréttastjóri Stöðvar 2 hneykslisgrein í Moggann um að fimm Sjónvarpsstarfsmenn hefðu verið á tökustað vegna viðtals. Þá var ekki óalgengt að í útitökuliði væri umsjónarmaður, tökumaður, hljóðmaður, smínka, skrifta og pródusent. Við þennan hóp gat bæst aðstoðamaður og propsari. í gegnum tíðina hefur verið skipting próduksjónum eftir efni og umfangi. Talað er um ENG (Electronic News Gathering) sem samanstendur af tökumanni, fréttaspyrli og oftast aðstoðarmanni (hljóðmanni). Næsta þrep er svo EFP (Electronic Field Production), þá bætist við hljóðmaður, ljósamaður, pródusent og fleiri eftir aðstæðum. Við bíómyndir vinna svo tugir, jafnvel hundruðir manna eftir aðstæðum og stærð myndanna. Að yfirvinna þröskulda tækninnar Alla tíð hafa kvikmyndagerðamenn reynt að yfirvinna þröskulda tækninnar og klífa kostn- aðarmúra til að geta sagt sínar sögur. Á tímum filmuræmunnar var hægt að taka upp á 8mm, sem er reyndar ennþá gert, sérstaklega í tón- listarmyndböndum. Það sem hefur hins vegar valdið erfiðleikum í vídeóinu er hversu léleg gæði eru á hliðrænum (analog) “consumer” tækjum. Fyrsta nothæfa “prosumer” formatið var Hi8 video. Ef vel var lýst og efnið klippt strax á betu eða tommu þá slapp það í sjónvarpsútsendingu. Með tilkomu MiniDV stafrænnar upptöku varð gerbylting. Loksins var komið ódýrt format sem var bæði brúkanlegt fyrir sjónvarp og hægt að færa yfir á 35mm filmu. Án þess að fara um of í tæknilega umfjöllun þá er besta “prosumer” upptökutæknin DVcam sem inniber tímakóda og balanserað hljóð. Samkvæmt tæknitöflum þykja gæðin skörinni betri en SP Betacam sem er enn útsendinga- standard t.d. hjá RÚV. Gæði upptökunnar snúast því fyrst og fremst um kunnáttu þess sem stjórnar upptökunni en ekki svo mikið um hversu kostnaðarsöm tækin eru. Gæði linsu og hljóðnema hafa þó alltaf sitt að segja en hægt er að nota ódýr tæki til að skila mjög góðum gæðum. Þetta snýst ekki um dýr tæki Síðast þegar ég kom við í Köben hitti ég Karl Óskarsson kvikmyndatökumann sem hefur myndað auglýsingar um allan heim. Sagðist hann annaðhvort skjóta á 35mm filmu eða nota Hi8 (fyrir tíma DV) allt eftir því hvort verið var að vinna á location eða í stúdíói og hvaða stemmning ætti að vera. Sjálfstæðir framleið- endur byrjuðu snemma að nota ég að fullyrða að flestar heimildar- og sjónvarpsmyndir sem gerðar eru utan sjón- varpsstöðvanna séu teknar á DV sem og slatti af innanhússframleiðslu stöðvanna. Oft eru DV vélar notaðar sem önnur og þriðja vél. Fyrir nokkrum árum (’98) vann ég við að gera þætti um viðkvæm mál og var sérlega heppilegt að geta farið eitt eða tvö saman að taka viðtöl þar sem viðmælendur játuðu fram- hjáhöld, töluðu um sálræn vandamál og aðra persónulega hluti. Það er mér minnisstætt þeg- ar varadagskrárstjóri IDD kallaði út ganginn á 3. hæðinni á Laugaveginum: „ Var ég ekki búin að banna þér að nota DV vélina?“. Líldega var um að ræða einhverja starfsvernd fyrir tækni- menn sjónvarpsins eða almenna andstöðu við nýjungar. Það var svo með Dogmamyndunum sem alger DV bylgja reið yfir. Úr því að ekki ómerkilegri menn en Lars Von Trier tóku heilu myndirnar með DV (skilst það hafi verið upp undir 100 vélar við danssenurnar með Björku í “Myrkradansaranum”) þá varð ekki aftur snúið. Búið er að margsanna að gerð mynda snýst ekki um tækni og dýr tæki heldur fremur um góð handrit og fagmannlega vinnu. Krafa um endurspeglun raunveruleikans Þróunin hefur verið sú að flestir fram- leiðendur hafa komið sér upp lágmarks- tæknibúnaði sem samanstendur af DV upptökuvél, þokkalegum hljóð- nema og DV klippi- græjum. Allan \ ^ væntanlega til að minnka kostnað við upptökur. Gott ef ein- hverjar af lýðveldisafmælis- mmyndunum voru ekki skotnar að hluta á Hi8 og hin marg- umtalaða heimildarmynd “Þjóð í hlekkjum hugar- farsins” var skotin á Super VHS fyrir um tíu árum. í dag þori 12 LAND & SYNIR pakka er hægt að fá fýrir milli 500 þús. og milljón króna. Oft er gott að bæta við filterboxi, þráð- lausum hljóðnemum, Ijós- um og öðrum aukabúnaði og endalaust má bæta við ldippiforritin af effektum og fídusum, allt eftir því hverjar þarfir framleiðenda eru. Þegar kemur svo að nýjum verkefnum þá er spurningin um budget, er hægt að borga töku- og hljóðmanni? Oft grunn-

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.