Land & synir - 01.07.2002, Page 13

Land & synir - 01.07.2002, Page 13
klippir leikstjóri/framleiðandinn og fer svo í samsetningu og litaleiðréttingu í fínni svítu og flestar myndir fara í hljóðsetningu. Allt fer þetta eftir kostnaðaráætlunum, styrkjum, forsölum og annarri fjármögnun. “íslenski draumurinn” var tekinn upp á tvær DV vélar. Framleiðandinn tók á aðra og leikstjórinn á hina. Myndin var hugsuð með þessa tækni í huga og dæmið gekk upp. Það sem skipti mikilu máli var að hljóðið var tekið upp sér. Ef hljóðið er gott virðast áhorfendur kaupa frjálslega myndatöku. Þótt ég hafi fengið þjálfun sem “Total Filmmaker” þá er það meira en að segja það að stýra tveim vélurn (samtímis), hljóðupptöku, lýsingu og leikstýra og það allt einn sami maðurinn en þetta er sá raunveruleiki sem við búum við. Ekki er það þó einsleitt sem betur fer. Auðvelt er að stilla mynd og hljóð á auto og yfirleitt hægt að tryggja þokkaleg gæði. Næsta skref er að ákveða fókusdýpt, ljóshita, festa hljóðupptöku, tengja góða hljóðnema og þá fer að fæðast falleg mynd og gott hljóð. Með góðu handriti og fagmannlegri leikstjórn má svo búa til myndir á heimsmælikvarða. Sem betur fer virðast áhorfendur vera orðnir leiðir á sykursætum, innihaldslausum bíó- og heimildarmyndum. Það virðist uppi krafa um endurspeglun raunveruleikans, sögur og persónur sem hafa dýpt og þá hentar oft gróf tækni og mönnum leyfist ýmislegt sem fyrir nokkrum árum var algerlega bannað (handhelt, jumpklipp, út úr fókus, náttúruleg lýsing etc.). Það má líka velta vöngum yfir því hvort þessi kvikmyndagerð sé orðinn hreinn amatörismi, en styrkir til kvikmyndagerðar og kaupverð sjónvarpsstöðvanna ákvarða að miklu leyti hvaða svigrúm er í framleiðslunni. Mitt mat er þó að innihaldið skipti öllu máli og það er það sem oftast klikkar. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og fyrrverandiformaður Félags kvikmyndagerðarmanna. | Stafrænt í strokkunum [ EFTIR ÓLAF H. TORFASON |J rímur Hákonarson sýndi prýöilega meö nýlegri heimildaræmu sinni "Varði [| I _ Goes Europe" hve stafræna tæknin er þjált framlag og hvernig hún ■j auðveldar kvikmyndagerðarfólki að vera samstiga samtíma sínum og I bregða upp ferskri sýn á hversdagslífið. Hjá Grlmi er ekki á ferðínni "lævís linsa" J (candid camera) heldur ævintýri þar sem myndavélin er ekki á gægjum heldur I þátttakandi. I myndinní um Varða sem heldur í víking með Norrænu og gerist J strætaspilari í Noregi, Þýskalandi, Hollandi og Frakklandi eru ekki bara listileg I myndskeið og atriði heldur skilast líka flott hljóðrás og tónlist. Umhverfishljóðin eru j við það að kæfa tal sums staðar en það er ekki truflandi heldur skapar rétta I stemmningu. Þetta er heimild með sterkan heildarsvip enda Grímur reyndur j hreyfimyndahöfundur eins og áhorfendur Stuttmyndadaga í Reykjavík allar götur I frá 1994 þekkja mætavel. jj Náskyld frelsistilfinning formsins er í heimildamyndinni "Guðjón" sem Þorfinnur j Guðnason frumsýndi í vor og birtir hraðskreið brot úr tveimur árum í lífi Guðjóns J Bjarnasonar myndlistarmanns sem sundrar m.a. stálprófílum með dýnamíti og j stillir svo brotunum upp. Þetta er vegamynd, ferðast um listaheiminn og til útlanda J og tjáníngin verður sterkari en ella vegna frjálsræðisins sem stafræni I upptökumiðillinn leyfir. “ Á myndlistarbraut Listaháskóla íslands ráða nemendur nú hvaða miðil þeir nota j og hreyfimyndin er í hraðfara sókn, á útskriftarsýningunni í maí voru a.m.k. 11 J mislöng vídeóverk, sum hluti annarra verka, önnur hrein heimildaverk. Fjölmargt j var þarna áhugavert, en í raun er þetta kannski ekki beinlínis "kvikmyndagerð" [ heldur fremur efling þeirrar sveiflu sem greina hefur mátt undanfarin ár í átt að I aukinni félagslegri meðvitund og hugsun listafólks. Einfaldari tækni gerir J auðveldara að skima í kimana. l _________________ _ __________ LAND & SYNIR 13

x

Land & synir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.