Land & synir - 01.07.2002, Qupperneq 15

Land & synir - 01.07.2002, Qupperneq 15
Tyrkjaránið: Klassísk glíma SjónvarpiÖ frumsýndi í maí “Tyrkjaránið”, heimildamynd í þremur45 mín. þáttum eftir Þorstein Helgason sagnfrœðing. Verkið sætir vissum tíðindum ísögu heimildamyndagerðar hérlendis. ífyrsta lagi erfjallað um einti dramatískasta atburð íslandssögunnar og í öðru lagi er verkið óvenju traustlega viðað, níu ár erufráþví að undirbúningur hófst og innihaldið er einkar margþætt. ÓLAFUR H. TORFASON spjallaði við Þorstein um gerð verksins. Umfangið Tyrkjaránsþættirnir voru í undirbúningi í hartnær áratug. Þeir eru í sýningu samtals 2 klst. og 15 mín en unnir úr um 80 klukkustunda upp- tökum hérlendis og erlendis og koma fram í þeim 23 viðmælendur og sögumenn. Efni var tekið upp í tíu löndum utan íslands og kannaðar heimildir og myndir á 26 söfnum. I framhaldsvinnu í samstarfi við erlenda samframleiðendur var litið í efnisöflun til Irlands, Hollands og Færeyja. Seylan ehf. sem framleiddi þættina náði samstarfi við fram- leiðslufyrirtæki í Hollandi og á Irlandi um styttri gerð verksins sem sýnt verður hjá hollensku sjónvarpsstöðinni AVRO og gelísku sjónvarpsstöðinni TG4 á írlandi. Á ensku nefnist það “Atlantic Jihad” og verður rúmlega 50 mín. Aðferð I heimildamynd af þessu tagi þarf að vera fræðsla og spenna en líka fræði, segir höfundurinn Þorsteinn Helgason sagnfræðing- ur og aðjúnkt við Kennarháskóla íslands. Hann er reyndur í faginu, hefur bæði verið lausráðinn og fastráðinn í dagskrárvinnu í RÚV og stundað þýðingar, þularstörf og heimildamyndagerð fyrir stofnunina frá 1979. Ég hef verið með Tyrkjaránið sem rannsóknarverkefni fyrir doktorsritgerð í sagnfræði allan tímann sem farið hefur í þættina. Að því er viss styrkur en líka margir óvissuþættir. Ég vissi t.d. af Rúbens- málverkinu í Flórens, sem notað er mikið í myndinni, og styttunni í Livorno á Italíu sem sýnir Mára í böndum. Þessa styttu sá sr. Ólafur Egilsson nýja á 17. öld og lýsir af hrifningu í reisubók sinni og þessa styttu mynduðum við um tæplega 400 árum síðar og færðum upp á skjáinn. Við ákváðum strax í upphafi að gera nýja úttekt, binda okkur ekki við áður útgefið efni, vildum ekki vera of vissir um hlutina. Bók Steinunnar Jóhannesdóttur um Guðríði Símonardóttur hjálpaði okkur samt mikið. En vegna þessa leituðum við svona víða fanga. Það skapar eftirvæntingu og spennu.” L&S: Fyrir hvers konar áhorfendur eru þættirnir hugsaðir? I svona þáttagerð verður að hugsa um hinn breiða hóp, ekki bara um skólafólk eða fræðimenn. Þetta er klassísk glíma. Mörgum sagn- fræðingum finnst fyrir neðan allar hellur að miða við breiðan hóp, út úr því komi bara þynnka sem engum gagnist. Við reyndum hins vegar að gefa hvergi afslátt á efni og meðferð þrátt fýrir þá afstöðu að miða við hinn breiða hóp. Við reynum að koma til móts við þá sem vilja ítarefni með miklum fróðleik á vef RÚV um myndina og aðdraganda hennar (Sjá ruv.is eða http://servefir.ruv.is/heimildamynd). Reynsla L&S: Hvað lærðuð þið af reynsiunni? Það þarf að leggja áherslu á að hafa nógu snemma uppi á rétta fólkinu, hvort sem það á að gefa upplýsingar, veita leyfi eða vera í samvinnu. Við eyddum miklum tíma í fólk sem nýttist okkur ekki, hafði ekki rétta þekkingu, umboð eða vald. Við komumst hins vegar í dýrmæt sambönd á fyrsta alþjóðlega þinginu sem haldið var um sögubundnar heimilda- myndir fyrir sjónvarp, “World Congress of History Producers” í Boston í október 2001. Þar kynntust sagnfræðingar og sjónvarps- og kvik- myndafólk og þar komumst við í samband við Hollendingana og Irana sem urðu samframleiðendur að verkefninu á erlendri grund. Nafn verkefnis sem á að reyna að selja eða fá samframleiðendur að skiptir líka miklu máli. I upphafi notuðum við framandi og ónothæfan titil, “The Turkish Raid in Iceland”. Þarna eru tvö hugtök sem krefjast of mikilla skýringa og vekja ekki forvitni. Það verður loks að skipuleggja vel áður en lagt er upp í ferðalög til heim- ildamyndatöku. Miklar bréfaskriftir voru oft undanfari þess að fá leyfi til að mynda á söfnum og dugði þó ekki alls staðar til þegar á staðinn var komið, gleymst hafði að láta héraðshöfðingjann vita og annað eftir því. Stundum þarf að borga, jafnvel á al- mannafæri, fyrir að mynda á Karlsbrúnni í Prag þarf að greiða ákveðið gjald ef maður notar þrífót, eins og inni á safni. Sumir svara seint og illa eða loðið. Ég ráðlegg öllum að verða sér fyrirfram úti um öll tilskilin leyfi. En það hjálpar okkur Islendingum hve við erum fáir og smáir, fyrir upptökur erlendis býst fólk við 20-30 manna liði en andar léttar þegar við mætum svo tveir eða þrír. Tyrkjaránið. 2002. 3 x 45 mín. Höfundur og stjórnandi: Þorsteinn Helgason. Kvikmyndataka og klipping: Guðmundur Bjartmarsson. Tónlist: Sverrir Guðjónsson. Framleiðandi: Hjálmtýr Heiðdal fyrir Seyluna ehf. Verkið var fjármagnaðaf Menningarsjóði útvarpsstöðva, Kvikmyndasjóði íslands og Sjónvarpinu. Fortíðin endursköpuð m.a. með hjálp tölvutækninnar. LAND & SYNIR 15

x

Land & synir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.