Land & synir - 01.07.2002, Page 16

Land & synir - 01.07.2002, Page 16
Tinna Eunnlangsdóttir formaður BÍL afhendir Tómasi Inga Olrich menntamáiaráðherra skýrslu Aflvaka á samkomu á Listasafni Reykjavíkur þann 26. jóní s.l. Menntamálaráðherrajákvœður gagnvart nýjum hugmyndum um leikið efni ísjónvarpi Forsvarsmenn hagsmunafélaga kvik- myndagerðarmanna og Bandalags íslenskra listamanna eru vongóðir um að stjórnvöld bregðist jákvætt við þeim tillögum sem fram koma í nýrri skýrslu um leikið efni í íslensku sjónvarpi. Skýrslan var unnin af Sigurði Valgeirssyni, fýrrum dag- skrárstjóra Sjónvarpsins, fyrir Aflvaka að tilhlutan BlL, Kvikmyndasjóðs og kvik- myndafélaganna. Skýrslan var kynnt opin- berlega þann 26. júní að viðstöddum Tómasi Inga Olrich menntamálaráðherra, sem hafði áður kynnt sér efni hennar og var á honum að skilja að fengur væri að henni og þeim hugmyndum sem þar koma fram. I skýrslunni eru færð rök fyrir því að stofna ætti sjóð sem úthlutaði styrkjum til gerðar leikins efnis fyrir sjónvarp. Hug- myndin er að sjálfstæðir framleiðendur sækji um í sjóðinn með þátttöku sjón- varpsstöðvanna. Bent er á að fáist 300 milljóna króna árlegt framlag í sjóðinn frá stjórnvöldum geti það skilað um hálfum milljarði samtals í veltu vegna þessa málaflokks með þátttöku erlendra fjárfesta og innlendra. Störfum í greininni gæti fjölgað um 117 við þetta. Ljóst er að nái þessar tillögur fram að ganga mun það gerbylta því starfsumhverfi sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn búa við, auk þess sem þjóðin myndi fá aðgang að stórauknu leiknu innlendu sjónvarpsefni. Á bls. 6 og 7 er birt ítarleg samantekt á efni skýrslunnar sem og dærni úr henni um hverskonar efni hægt væri að framleiða fýrir þetta fé og hvaðan það gæti komið. L&S mun á næstu mánuðum íjalla ítarlegar um efni skýrslunnar, birta viðbrögð málsaðila við henni og vera vettvangur umræðna og vangaveltna um þær leiðir sem mögulegt væri að feta til að ná þessum markmiðum. Björn Br Björnsson formaður FK afhendir Böðvari Bjarka Péturssyni framleiðenda Orekans fjárstuðning frá Fétagi kvikmyndagerðarmanna. Drekinn studdur Stjórn Félags kvikmyndagerðarmanna samþykkti. einróma eftirfarandi ályktun vegna heimildar- myndarinnar í skóm drekans. "Félag kvikmyndagerðarmanna lýsiryfir stuðningi við framleiðenda heimildarmyndarinnar í skóm drekans. Það er með ólíkindum að hægt sé að stöðva sýningu myndarinnar með þvf að leggja fram einnar miljón króna tryggingu. Þessi lága upphæð er í engu samræmi við þá fjárhagslegu hagsmuni sem i húfi eru. Það er mikilvægt fyrir starfsumhvefi kvikmyndagerðarmanna að fá fram efnislegan dóm þar sem skorið verður úr því hvort umrædd mynd brjóti gegn friðhelgi einkalífs. Því vill Félag kvikmyndagerðarmanna styðja framleiðanda myndarinnar í málaferlunum enda er það skoðun stjórnar félagsins að heimildarmyndin í skóm drekans brjóti ekki gegn friðhelgi einkalifs þáttakenda í fegurðarsamkeppninni Ungfrú ísland.is." eet'/i' f'ai/Hi'í/ff VERKEFNI [ UNDIRBÚNINGI, TÖKUM OG EFTIRVINNSLU. SENDIÐ UPPLÝSINGAR Á asisv@simnet.is (nýskráð verkefni með hástöfum). B í Ó M Y N D I R : HAFIÐ: Fjölskyldudrama í sjávarplássi úti á landi; barátta um gömul og ný gildi. Handrit: Baltasar Kormákur og Ólafur Haukur Símonarson. Leikstjóri: Baltasar Kormákur. Fram- leiðendun Baltasar Kormákur (Sögn ehf.), Jean-Francois Fonlupt (Emotion Pictures, Paris) og Egil 0degárd (Filmhuset AS, Oslo). STAÐA: í eftirvinnslu, frumsýning áætluð í haust. THEWAGER (Veðmálið); Tveir kvikmyndaframleiðendur í Hollywood, annar ungur og upprennandi framleiðandi óháðra mynda, hinn reyndur jaxl hjá einu kvikmyndaveranna, veðja um hvort sá fyrrnefndi geti gert bíómynd á þremur dögum. Leikstjórn og handrit: Sigurbjörn Aðalsteinsson. Framleiðend- ur: Kristín Gísladóttir og íslenska kvikmyndasamsteypan. STAÐA: I eftírvinnslu, frumsýning óákveðin. 1.0: Framtíðartryllir um tölvuvírusa sem herja á byggingu fulla af furðufuglum. Handrit og leikstjórn: Jeff Renfrowe og Marteinn Þórsson. Framleiðendur: ZentAmerica Entertainment (US), Zentropa (Danmörk) og íslenska kvikmynda- samsteypan. STAÐA: ( undirbúningi, upptökur hefjast síðla sumars í Kanada. THE THIRD NAME: Spennumynd um ungan og öran mann sem heldur skipsáhöfn og farþegum í gíslingu við höfn lítils sjávarpláss og krefst þess að fá að hitta meinta unnustu sína. Stúlkan vill hinsvegar ekkert við manninn kannast. Handrit og leikstjórn: Einar Þór Gunnlaugsson. Framleiðandi: Einar Þór ásamt lan Bang. STAÐA: í eftirvinnslu. Frumsýning í haust. Nói albinói: STAÐA: í eftirvinnslu. Frumsýning jól 2002. Fálkar: STAÐA: í eftirvinnslu. Frumsýning óákveðin. 1. apríl: STADA: [ eftirvinnslu. Frumsýning óákveðin. Maður eins og ég: STAÐA: f eftirvinnslu: Frumsýning íágúst. SJÓNVARPSMYNDIR: OPINBERUN HANNESAR: Opinber starfsmaður lendir í vandræðum þegar tölvunni hans með viðkvæmum upplýsingum er stolið. Handrit: Davíð Oddsson og Hrafn Gunnlaugsson. Leikstjóri og framleiðandi: Hrafn Gunnlaugsson. STAÐA: Tökur hefjast í september. AND BJÖRK0F C0URSE...: Eftir samnefndu leikriti Þorvaldar Þorsteinssonar um fólk á sjálfshjálparnámskeiði. Handrit: Þorvaldur Þorsteinsson og Lárus Ýmir Óskarsson. Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskarsson. Framleiðandi: Sjónvarpið. STAÐA: í eftirvinnslu. HEIMILDARMYNDIR: HREIN & BEIN (vinnuheiti): 2x25 mín. mynd um þau tilfinn- ingalegu og félagslegu vandamál sem ungt fólk stendur frammi fyrir á íslandi (dag þegar það reynir að taka ákvörðun um að opinbera samkynhneygð sína. Framleiðandi: Krumma kvikmyndir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir fyrir Stöð 2. Umsjón: Þorvaldur Kristinsson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir. STAÐA: ( eftirvinnslu, á dagskrá í sumar eða haust. AFLEGGJARAR: Þorsteinn Joð fer sem fyrr ótroðnar slóðir í þessari nýju þáttaröð og lætursérekki nægja aðtaka íslenska afleggjara: óvenjulegur, skrýtinn og skondinn. Framleiðandi: Stöð 2. Umsjón: Þorsteinn J. Vilhjálmsson. STAÐA: (vinnslu, á dagskrá í sumar. VEIÐIKLÆR: 2 x 52 mín. þættir um hefðbundnar veiðar íslendinga, þe. fugla- og hreindýraveiðar. Stjórn og framleiðsla: Dúi Landmark fyrir Landmark kvikmyndagerð. STAÐA: (eftirvinnslu, verða sýndir á Seasons sjónvarps- stöðinni í Frakklandi ((eigu Canal+) og á Sýn. SÆLUGAUKUR [ SU0RI: 1 x 26 mín. þáttur um hrossagaukinn, sérkenni hans og lífshlaup. Stjórn og framleiðsla: Dúi Landmark fyrir Landmark kvikmyndagerð, í samvinnu við Emmson Film og Eliotcom (Frakklandi. STAÐA: í undirbúningi, tökur hefjast í lok apríl. Verður sýnd á RÚV og Seasons í Frakklandi. VÍKINGAR - DNA SLÓÐIN RAKIN: 3x28 mín. þættir fyrir sjónvarp. Fylgst er með framvindu alþjóðlegs verkefnis þar sem rekja á ferðir norrænna manna frá meginlandi til Grænlands og Norður-Ameríku á árabilinu 800-1500. Meðal annars á að kanna með DNA-athugunum hvort norrænir menn hafi flust frá Grænlandi til Kanada og blandast þar inúítum. Þar koma m.a. við sögu "hvítir inúítar" sem búa á Victoria eyju i Nunavut. Handritsgerð: Ari Trausti Guðmundsson og Valdimar Leifsson. Stjórn:Valdimar Leifsson. Framleiðandi: Lífsmynd ehf. STAÐA: Tökur hófust í Kanada í apríl. Þættirnir verða sýndir á RÚV 2003. Rúnturinn: STAÐA: (eftirvinnslu. Tuttugu bit: STAÐA: í eftirvinnslu. Heita vatnið: STAÐA: í eftirvinnslu. Á nyrstu nöf: STAÐA: Eftirvinnslu að Ijúka. Frosiö heimsveldi: STAÐA: í eftirvinnslu. STUTTMYNDIR: ÁNTITILS. Stuttmynd. Handrit og leikstjórn: Lars Emil Árnason. Framleiðandi. Júlíus Kemp fyrir Kvikmyndafélag íslands. STAÐA: í eftirvinnslu. Frumsýning óákveðin. KARAMELLUMYNDIN: Um mann sem býr til sprengjur úr karamellum. Handrit og leikstjórn: Gunnar B. Guðmundsson. Framleiðandi Óskar Þór Axelsson fyrir Þeir tveir ehf. STAÐA: ( undirbúningi, tökuríjúlí.

x

Land & synir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.