Fréttablaðið - 16.04.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.04.2018, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —8 8 . T Ö L U B L A Ð 1 8 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 1 6 . A P R Í L 2 0 1 8 Vantar smurolíu í augun? Vertu viss með Svissnesk gervitár við augnþurrki Fást í öllum helstu apótekum öflugur liðstyrkur Fréttablaðið í dag SKOÐUN Guð- mundur Stein- grímsson skrifar um óþarfa stjórnmála- flokka. 16 HEILBRIGÐISMÁL  Sjúkratryggingar Íslands gætu sparað háar upphæðir ef stofnunin myndi semja um lið- skiptaaðgerðir við Klíníkina. Kostn- aður við aðgerðirnar á Klíníkinni er um ein milljón króna en Sjúkra- tryggingar greiða aðeins fyrir slíkar aðgerðir í Svíþjóð, sem kostar þrisvar sinnum meira. „Þetta snýst um lélega pólitík. Kostnaðurinn hjá okkur er rétt rúm milljón. Ég hefði haldið að það væri ákjósanlegt að gera þessar aðgerðir á hagkvæmari hátt fyrir hið opin- bera,“ segir Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar. „Skurðlæknar þurfa ákveðinn fjölda aðgerða á ári til að viðhalda þekkingu, því eru rök fyrir því að hafa þær á færri stöðum en fleiri,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, fulltrúi VG í velferðarnefnd. – sa / sjá síðu 4 Ódýrari aðgerðir í boði á Íslandi Það var þröngt setið við borðið á fundi utanríkismálanefndar í gærkvöld. Þar gerði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra grein fyrir afstöðu stjórnvalda til hernaðaraðgerða Banda- ríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi. Sú afstaða fer þvert gegn afstöðu Vinstri grænna, segir þingmaður flokksins í samtali við Fréttablaðið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI UTANRÍKISMÁL „Hernaðaraðgerðir koma ekki á friði. Pólitískar við- ræður og diplómatískar lausnir koma á friði,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Guðlaugur Þór Þórðarson ræddi málefni  Sýrlands á fundi utanríkismálanefndar í gærkvöldi og fór yfir viðbrögð íslenskra stjórn- valda vegna loftárása Bandaríkja- manna, Breta og Frakka um helgina. Rósa segir fundinn hafa verið mjög upplýsandi en hann hafi þó ekki breytt afstöðu sinni. „Ég er enn andsnúin þessum aðgerðum og hef ekkert breytt afstöðu minni þrátt fyrir fundinn,“ segir Rósa og bætir við: „Stefna VG verður að koma fram með skýrari hætti í utanríkisstefnu Íslands, það er mín skoðun og ég mun ekki hvika frá henni.“ Rósa seg- ist hafa fengið mikið af skilaboðum frá flokksfélögum og kjósendum vegna málsins. „Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi við þau sjónar- mið sem ég hef haldið á lofti.“ „Það væri miklu betri bragur á því að VG færi að viðurkenna að með ríkisstjórnarsetu sinni eru þau að styðja aðgerðir NATO. Það er langbest að segja það hreint út. Það skaðar utanríkisstefnu okkar að vera með einhverja hálfvelgju,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og nefndar- maður í utanríkismálanefnd. Hún segir yfirlýsingar forystu- fólks ríkisstjórnarinnar hafa verið misvísandi. „Það þekkja allir ólíka stefnu flokkanna í þessum efnum, en stjórnarsáttmálinn er skýr,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík- isráðherra aðspurður um samstöðu um málið innan ríkisstjórnarinnar og afstöðu til loftárásanna. Hann segir engan titring í ríkisstjórninni vegna málsins. – aá / sjá síðu 6 Stefna VG verði að koma skýrar fram Titringur er innan VG vegna yfirlýsingar ríkis- stjórnar um stuðning við aðgerðir í Sýrlandi. SPORT Manchester United færði grönnum í City titil á silfurfati eftir tap gegn West Brom. 18 TÍMAMÓT Lýðháskólinn á Flat- eyri hefur opnað fyrir umsóknir um nám. 26 LÍFIÐ BrewDog stefnir á að opna bar á Íslandi. 34 PLÚS 2 SÉRBLÖÐ l FÓLK l  FASTEIGNIR *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 1 6 -0 4 -2 0 1 8 0 5 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 7 6 -4 5 D 4 1 F 7 6 -4 4 9 8 1 F 7 6 -4 3 5 C 1 F 7 6 -4 2 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.