Fréttablaðið - 16.04.2018, Blaðsíða 7
GÓÐUR VINNUFÉLAGI
Volkswagen Caddy
www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt:
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ
Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi er Volkswagen Caddy.
Hann er áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum
- hefðbundinni lengd og lengri gerð (Maxi).
Caddy má fá með fjórhjóladrifi sem eykur enn við öryggi
og aksturseiginleika bílsins. Fjórhjóladrifinn Caddy hentar
einstaklega vel við íslenskar aðstæður og eykur til muna
notkunarmöguleika Caddy, hvort heldur er í snjó, hálku
eða erfiðu færi.
Volkswagen Caddy kostar frá
2.590.000 kr.
(2.072.000 kr. án vsk)EIGUM NOK
KRA
4x4
TIL AFHEND
INGAR
STRAX FÆST FJÓRHJÓLADRIFINN
Við látum framtíðina rætast.
Opinn fundur
Niðurstöður eftirlits og umhverfisvökt-
unar á Grundartanga.
Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um niðurstöður eftir
lits og umhverfisvöktunar á Grundartanga þriðjudaginn 17. apríl að hótel
Glym, Hvalfjarðarsveit klukkan 15:30.
Í starfsleyfum tiltekinna stærri fyrirtækja er kveðið á um að boða skuli til
opins kynningarfundar um umhverfisvöktun og losun af völdum starfsem
innar.
Dagskrá fundarins
» Björgvin Helgason fundarstjóri setur fundinn.
» Guðbjörg Stella Árnadóttir frá Umhverfisstofnun kynnir eftirlit
Umhverfisstofnunar.
» Halla Einarsdóttir frá Umhverfisstofnun kynnir niðurstöður eftirlits
og mælinga á losun iðjuveranna 2017.
» Eva Yngvadóttir frá Eflu verkfræðistofu fjallar um niðurstöður um
hverfisvöktunarinnar.
» Steinunn Dögg Steinsen frá Norðuráli flytur erindi.
» Sigurjón Svavarsson frá Elkem Ísland flytur erindi.
» Umræður að loknum framsögum.
BANDARÍKIN Óhætt er að segja að
spennustigið sé hátt í bandarískum
stjórnmálum þessa dagana, en þess
er nú beðið með ofvæni að bók
James Comey, fyrrverandi forstjóra
bandarísku alríkislögreglunnar FBI,
komi í bókahillurnar á morgun.
Bókin, A Higher
L oy a l t y, byg g i r
á s a m s k i p t u m
Comeys og Trumps.
Bandaríkjaforseti
hefur undanfarna
daga farið mikinn
á Twitter og ausið
f ú k y r ð u m y f i r
Comey. Líklega
hefur sitjandi for
seti í Bandaríkj
unum aldrei geng
ið svo hart gegn
einstaklingum á
opinberum vett
vangi.
Eins og frægt
er orðið ákvað
Trump að reka Comey vegna
rannsóknar alríkislögreglunnar á
afskiptum rússneskra yfirvalda af
bandarísku forsetakosningunum.
Á meðal þess sem Comey greinir
frá í bók sinni er þráhyggja Trumps
gagnvart óstaðfestum heimildum
alríkislögreglunnar um að Trump
hafi verið myndaður af rússneskum
yfirvöldum er hann hitti vændis
konur í Moskvu.
Í bókinni líkir Comey forsetatíð
Trumps við skógareld og segir marg
oft að Trump hagi sér í raun eins og
mafíósi sem sé sífellt að óska eftir
hollustu frá starfsmönnum sínum.
Á fundi Comeys og Trumps í Hvíta
húsinu, stuttu áður en Comey var
rekinn, óskaði Trump eftir því að
Comey lýsti yfir hollustu við sig.
Bók Comeys hefur þegar slegið í
gegn og hefur útgefandinn, Flatiron
Books, lýst því yfir að
fyrsta upplag hennar
verði 850 þúsund ein
tök.
Comey fór í sitt
fyrsta sjónvarpsvið
tal eftir uppsögnina
á sjónvarpsstöðinni
ABC í gær. Þar var hann
spurður út í viðbrögð
Trumps við rannsókn
inni á hlut Rússlands í
forsetakosningunum. For
setinn hefur ávallt þvertekið fyrir að
hafa þegið stuðning frá yfirvöldum
í Moskvu.
„Mögulega er þetta bara þver
móðska,“ sagði Comey. „En mögu
lega var þetta eitthvað flóknara sem
útskýrir tvírætt orðalag um Pútín og
sífelldar afsakanir í hans garð.“
Repúblikanaflokkurinn hefur
staðið fyrir heiftarlegum áróðri
gegn Comey á síðustu vikum. Hann
er sagður hafa spillt rannsókninni
á tölvupóstþjóni Hillary Clinton og
lekið trúnaðarupplýsingum.
„Forsetinn er siðlaus og blindur
gagnvart sannleikanum og stofn
analegum gildum,“ ritar Comey í
bók sinni. „Forysta hans byggir fyrst
og fremst á hans eigin sjálfsmynd og
hollustu annarra.“
kjartanh@frettabladid.is
Trump trylltur
vegna bókar
James Comey
Bók fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögregl-
unnar, FBI, kemur út á morgun. Bandaríkjaforseti og
Repúblikanaflokkurinn hafa staðið í umfangsmikilli
ófrægingarherferð gegn forstjóranum fyrrverandi.
Bók Comeys kemur út
á morgun.
James Comey,
fyrrverandi for
stjóri FBI
BANDARÍKIN Stjórnendur Facebook
segja að fyrirtækið hafi á síðustu
árum greidd 20 milljónir Bandaríkja
dala, sem nemur tæplega tveimur
milljörðum íslenskra króna, í örygg
isgæslu fyrir forstjórann og stofnand
ann Mark Zuckerberg.
Gripið var til þessara ráðstafana
vegna hótana í garð Zuckerbergs. Þá
greiddi Facebook fyrir öryggiskerfi á
heimili hans í Kaliforníu og lífvörð
sem fylgir hinum 33 ára gamla millj
arðamæringi hvert skref.
„Við þurfum að haga öryggismál
um okkar með þessum hætti vegna
þess mikilvæga hlutverks sem hr.
Zuckerberg gegnir hjá Facebook,“
sagði í yfirlýsingu Facebook til
bandaríska verðbréfaeftirlitsins.
Þar segir einnig að árslaun Zucker
bergs séu enn einn Bandaríkjadalur,
98 krónur. Auðæfi hans liggja fyrst og
fremst í verðbréfaeign í Facebook, en
hlutur hans er metinn á um 70 millj
arða Bandaríkjadala. – khn
Tveir milljarðar í öryggisgæslu forstjóra
Mark Zuckerberg, stofnandi Face
book. NORDICPHOTOS/GETTY
98 kr.
eru árslaun Marks
Zuckerberg hjá Facebook.
1
6
-0
4
-2
0
1
8
0
5
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
7
6
-7
2
4
4
1
F
7
6
-7
1
0
8
1
F
7
6
-6
F
C
C
1
F
7
6
-6
E
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K