Fréttablaðið - 16.04.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.04.2018, Blaðsíða 12
Slakir United-menn færðu City enska titilinn Manchester City svaraði fyrir þrjú töp í röð með öruggum sigri á Tottenham á Wembley um helgina. Eftir tap Manchester United daginn eftir gegn West Brom varð ljóst að United gæti ekki náð City að stigum og fimmti meistaratitillinn var í höfn. City hefur fimm umferðir til að gera atlögu að marka- og stigameti deildarinnar. FÓTBOLTI Stuðningsmenn Man­ chester City þurftu ekki að lifa við svekkelsi lengi eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð og fallið úr leik í Meistaradeildinni í síðustu viku. Félaginu mistókst að tryggja sér enska meistaratitilinn á heimavelli gegn erkifjendunum á dögunum en það reyndist aðeins töf á því óum­ flýjanlega því City­menn eru meist­ arar aðeins viku síðar. Áttu þeir eflaust von á því að sigur gegn Swansea um næstu helgi yrði það sem myndi koma titlinum á Etihad­völlinn en ekki að United myndi misstíga sig gegn lélegasta liði deildarinnar á heimavelli eins og reyndist í gær. Sluppu við vafasamt met Manchester City fékk krefjandi verkefni upp í hendurnar strax eftir að hafa dottið út úr Meistaradeild Evrópu. Eftir að hafa aðeins tapað tveimur leikjum á átta mánuðum komu þrír tapleikir í röð. Tveir þeirra gegn Liverpool og einn gegn Manchester United. Andstæðingurinn var Tottenham sem hafði unnið síðustu tvo heima­ leiki gegn City og var það raun­ hæfur möguleiki að City myndi tapa fjórum í röð. Hefði það verið í fyrsta sinn á ferli Pep Guardiola sem lið undir hans stjórn tapar fjórum leikjum í röð. Allar efasemdir virtust kveðnar niður snemma leiks, mörk frá Gabriel Jesus og Ilkay Gundogan komu City í góða stöðu og fékk Leikmaður helgarinnar Wilfried Zaha skoraði tvívegis er Crystal Palace vann 3-2 sigur á erki- fjendum sínum í Brighton á heimavelli. Með sigrinum skaust Palace upp í 16. sæti en það sem mikilvægast er að þeir náðu sex stiga forskoti á Southampton sem er í fallsæti. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik og nýtti Zaha sér sofandahátt í vörn Brighton til að skora tvívegis. Er hann búinn að skora sjö mörk í vetur og leggja upp önnur fimm. Hefur hann komið að þriðjung (12/36) marka Palace í vetur. Rætt hefur verið um áhuga stærri liða á borð við Tottenham á Zaha en kantmaðurinn sem kom upp úr unglingaakedemíu Crystal Palace hugsar sig eflaust tvisvar um áður en hann yfirgefur uppeldis- félagið. Eftir misheppnaða tveggja ára dvöl hjá Man- chester United sneri Zaha aftur á Selhurst Park þar sem hann hefur fengið að þroskast og dafna sem einn af hættulegustu kantmönnum deildarinnar. Mikilvægi hans fyrir félagið er ótrúlegt en án hans hefur félagið ekki unnið leik í tæp tvö ár. Allt frá sigri á Sunderland í október 2016 hefur Crystal Palace ekki unnið leik sem hann kemur missir af, tölfræði sem sannar fullkomlega mikilvægi hans fyrir upp- eldisfélagið. Stóru málin eftir helgina í enska boltanum Stærstu úrslitin Nýliðar Huddersfield skoruðu sigurmark á 91. mínútu gegn Wat- ford sem gæti hafa innsiglað sæti liðsins í úrvalsdeildinni á næsta ári. Hvað kom á óvart? West Brom var svo gott sem dauða- dæmt í neðsta sæti deildarinnar á leiðinni á Old Traf- ford. Barðist liðið af krafti og vann flata United-menn. Var þetta fyrsti sigur liðsins í þrjá mánuði og annar sigurinn í deild- inni á síðustu átta mánuðum. Mestu vonbrigðin Dýrlingarnir berjast fyrir lífi sínu í deild- inni og komust 2-0 yfir en glutruðu for- skotinu niður. Hægt er að tala um að þeir hafi ekki haft heppnina með sér þegar dómarinn missti af kláru rauðu spjaldi á Marcus Alonso í fyrri hálfleik. Tíminn er naumur en þeir þurfa að vinna upp fimm stiga forskot Swansea í fimm umferðum. Raheem Sterling enn einn leikinn fjölda færa til að klára einvígið en rangar ákvarðanir komu honum í koll eins og í fyrri leikjunum. Christian Eriksen minnkaði muninn en Raheem Sterling bætti við marki fyrir gestina um mið­ bik seinni hálfleiks og gerði út um leikinn og kom um leið í veg fyrir að City myndi tapa fjórum leikjum í röð. Metið stendur því enn hjá Guardiola sem hefur aldrei tapað fjórum leikum í röð. Önnur met í augsýn Nú er ljóst að Manchester City vinnur tvöfalt á öðru tímabili Guardiola með félagið. Enski deildar bikarinn er Enska úrvalsdeildin Staðan Úrslit 34. umferðar 2017-18 Southampton - Chelsea 2-3 1-0 Dusan Tadic (21), 2-0 Jan Bednarek (60.), 2-1 Olivier Giroud (70.), 2-2 Eden Hazard (75.), 2-3 Olivier Giroud (78.). Burnley - Leicester 2-1 1-0 Chris Wood (6.), 2-0 Kevin Long (9.), 2-1 Jamie Vardy (72.) Crystal Palace - Brighton 3-2 1-0 Wilfried Zaha (5.), 2-0 James Tomkins (14.), 2-1 Glenn Murray (18.), 3-1 Wilfried Zaha (24.), 3-2 Jose Izquierdo (34.). Huddersfield - Watford 1-0 1-0 Tom Ince (91.) Swansea - Everton 1-1 0-1 Kyle Naughton (43. sjálfsmark), 1-1 Jordan Ayew (71.). Liverpool - Bournem. 3-0 1-0 Sadio Mane (7.), 2-0 Mohamed Salah (69.), 3-0 Roberto Firminho (90.) Tottenham - Man City 1-3 0-1 Gabriel Jesus (22.), 0-2 Ilkay Gundogan (25.), 1-2 Christian Eriksen (42.), 1-3 Raheem Sterling (72.) Manchester City er enskur meistari eftir tap Manchester United um helgina.. Newcastle - Arsenal 2-1 0-1 Alexandre Lacazette (14.), 1-1 Ayoze Perez (29.), 2-1 Matt Ritchie (68.). Man. Utd - West Brom 0-1 0-1 Jay Rodriguez (73.) FÉLAG L U J T MÖRK S Man City 33 28 3 2 93-25 87 Man Utd 33 22 5 6 63-26 71 Liverpool 34 20 10 4 78-35 70 Tottenham 12 20 7 6 65-30 67 Chelsea 33 18 9 6 57-33 60 Arsenal 33 16 6 11 62-45 54 Burnley 33 14 10 9 33-29 52 Leicester 33 11 10 12 49-47 43 Everton 34 11 9 14 39-54 42 Newcastle 33 11 8 14 35-42 41 Bournem. 34 9 11 14 41-56 38 Watford 34 10 7 17 42-60 37 Brighton 33 8 11 14 31-46 35 Huddersf. 34 9 8 17 27-54 35 West Ham 32 8 10 14 40-58 34 Crystal P. 34 8 10 16 36-54 34 Swansea 33 8 9 16 27-46 33 Southam. 33 5 13 15 33-53 28 Stoke 33 6 9 18 30-63 27 West Brom 34 4 12 18 27-52 24 Okkar menn Íslendingar í efstu tveimur deildunum í Englandi Everton Gylfi Þór Sigurðsson Missti af tækifærinu til að snúa aftur á gamla heima- völlinn vegna meiðsla. Cardiff City Aron Einar Gunnarsson Lék 90 mínútur í mikil- vægum sigri Cardiff. Fjórði leikurinn sem hann fær 90. mínútur í röð. Reading Jón Daði Böðvarsson Krækti í vítaspyrnu og fékk 90 mínútur í jafntefli gegn Sunderland en komst ekki á blað. Aston VIlla Birkir Bjarnason Tók ekki þátt í leik liðsins vegna meiðsla í baki. Bristol City Hörður B. Magnússon Sneri aftur í hópinn eftir smávægileg meiðsli. Kom ekki við sögu í tapi gegn Middlesbrough. Leroy Sane, Gabriel Jesus og Kyle Walker, sem fagna hér marki Jesus, unnu fyrsta meistaratitil sinn um helgina en ungur kjarni Manchester City er líklegur til alls næstu árin undir stjórn hins spænska Pep Guardiola. NORDICPHOTOS/GETTY Burnley Jóhann Berg Guðmundss. Sneri aftur í byrjunar- liðið eftir meiðsli. Lagði upp markið sem reyndist sigurmark leiksins. 1 6 . A P R Í L 2 0 1 8 M Á N U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -0 4 -2 0 1 8 0 5 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 7 6 -4 5 D 4 1 F 7 6 -4 4 9 8 1 F 7 6 -4 3 5 C 1 F 7 6 -4 2 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.