Fréttablaðið - 20.04.2018, Blaðsíða 12
2 0 . a p r í l 2 0 1 8 F Ö S T U D a G U r12 S p o r T ∙ F r É T T a B l a ð i ð
sport
Spá Fréttablaðsins fyrir pepsi-deild karla 2018 ítarlegri grein má lesa á Fréttablaðið.is
pepSi
DeilDin
2018
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Grindavík
9. Víkingur R.
10. ÍBV
11. Fylkir
12. Keflavík
Fréttablaðið spáir því að Grindavík
hafni í 8. sæti Pepsi-deildar karla.
Grindvíkingar komu liða mest á
óvart í fyrra og enduðu í 5. sæti.
Andri Rúnar Bjarnason átti magnað
tímabil og jafnaði markametið.
Hann er nú horfinn á braut og skilur
eftir sig stórt skarð í framlínu gulra.
Grindavík ætti þó að gera nóg til að
forðast fallbaráttuna.
Grindavík
hafnar í 8. sæti
nýju andlitin
Fylgstu með þessum
aron Jóhannsson þreytir frumraun
sína í Pepsi-deildinni í sumar. Hefur
leikið vel með Haukum í Inkasso-
deildinni undanfarin ár. Getur hann
tekið stökkið upp í efstu deild?
Jóhann Helgi Hannesson Þór
Aron Jóhannsson Haukar
Tölfræði frá
síðasta sumri
Kristijan Jajalo kom til Grindavíkur
um mitt sumar 2016 og hefur
verið frábær í marki gulra síðan
þá. Jajalo, sem lék fjölmarga
leiki fyrir yngri landslið Bos-
níu, er ekki sá hæsti í loftinu
en með góð viðbrögð, mikla
spyrnutækni og fljótur að
koma boltanum í leik.
lykilmaðurinn í sumar
Kristijan Jajalo
enKUnnaSpJalDið VöRnin HHHHH ❘ sóKnin HHHHH ❘ ÞJálFARinn HHHHH ❘ BReiddin HHHHH ❘ liðsstyRKinGin HHHHH ❘
GenGið SíðUSTU Sex TímaBil 2017 5. sæti ❘ 2016 2. sæti (B-deild) ❘ 2015 5. sæti (B-deild) ❘ 2014 5. sæti (B-deild) ❘ 2013 4. sæti (B-deild) ❘ 2012 12. sæti ❘
4 stigum bjargaði
Grindavík í upp-
bótartíma.
61 prósent af mörk-
um Grindavíkur
skoraði Andri
Rúnar.
Sumarþrenna hjá Helenu er Haukar komust yfir
Öruggt hjá deildarmeisturunum Helena Sverrisdóttir var með þrefalda tvennu, 18 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar, þegar Haukar unnu Val,
85-68, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Domino’s deildar kvenna í gær. Deildarmeistararnir voru sterkari aðilinn í leiknum og náðu mest 22 stiga for-
skoti. Valur þarf að leika mun betur í öðrum leik liðanna sem fer fram á Hlíðarenda á morgun til að eiga möguleika í Hauka. FRéttABlAðið/VAlli
Haukar - Valur 85-68
Haukar: Whitney Frazier 26/10 fráköst/6
stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir 18/12
fráköst/12 stoðsendingar, Þóra Kristín
Jónsdóttir 12, Sigrún Björg Ólafsdóttir 10,
Anna Lóa Óskarsdóttir 9, Rósa Björk Péturs-
dóttir 7, Magdalena Gísladóttir 2, Fanney
Ragnarsdóttir 1.
Valur: Aalyah Whiteside 25/14 fráköst,
Guðbjörg Sverrisdóttir 15/10 fráköst, Dag-
björt Samúelsdóttir 12, Hallveig Jónsdóttir
9, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 4, Ragnheiður
Benónísdóttir 2, Bergþóra H. Tómasdóttir 1.
Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Hauka.
Nýjast
domino’s-deild kvenna, úrslit
Fram - Valur 28-22
Fram: Karen Knútsdóttir 8, Ragnheiður
Júlíusdóttir 7/1, Þórey Rósa Stefáns-
dóttir 4, Steinunn Björnsdóttir 3, Sigurbjörg
Jóhannsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir
2, Hulda Dagsdóttir 1, Elísabet Gunnars-
dóttir 1.
Valur: Diana Satkauskaité 6, Ásdís Þóra
Ágústsdóttir 3/3, Gerður Arinbjarnar 3, Dí-
ana Dögg Magnúsdóttir 2, Vigdís Birna Þor-
steinsdóttir 2, Morgan Marie Þorkelsdóttir
2, Kristín Guðmundsdóttir 1, Anna Úrsúla
Guðmundsdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir
1, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1.
Staðan í einvígi liðanna er 1-1.
Olís-deild kvenna, úrslit
KÖrFUBolTi KR fer norður á Sauðár-
krók og mætir Tindastól í fyrsta leik
liðanna í úrslitum Domino’s-deildar
karla í dag en tæp þrjú ár eru síðan
KR tryggði sér titilinn í Síkinu,
heimavelli Tindastóls. Vinna þarf
þrjá leiki til að tryggja sér Íslands-
meistaratitilinn en Stólarnir eru
með heimavallarréttinn og þarf KR
því alltaf að vinna einn leik í Síkinu
til að verja meistaratitilinn.
Sagan er með KR í liði. KR-ingar
eru Íslandsmeistarar síðustu fjög-
urra ára og hafa unnið síðustu átta
úrslitaeinvígi sem liðið hefur komist
í. KR getur unnið tíunda meistara-
titil sinn eftir að úrslitakeppnin var
tekin upp og um leið orðið fyrsta
liðið sem vinnur titilinn fimm ár í
röð eftir innleiðingu úrslitakeppn-
innar 1984.
Þetta verður þriðja tilraun Stól-
anna til að klófesta þann stóra en
Tindastóll varð bikarmeistari í
fyrsta sinn fyrr á tímabilinu eftir
stórsigur á KR í Laugardalshöll.
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari
Snæfells og álitsgjafi Fréttablaðsins,
á von á því að fyrsti leikur einvígis-
ins eigi eftir að segja heilmikið um
komandi rimmu.
„Stólarnir verða að verja heima-
völlinn. Ef KR tekst að vinna í Síkinu
ná þeir völdunum í þessu einvígi.
Það vill ekkert lið fara í DHL-höll-
ina 1-2 undir eins og Haukarnir
voru í. Ekki á móti KR, þeir þrífast
á þessum aðstæðum og þegar þeir
finna lyktina af sigri með sitt fólk
með sér eru þeir stórhættulegir.“
Töluverðar breytingar hafa verið
á KR-hópnum á milli leikja en þeir
bættu við Helga Má Magnússyni
og Marcus Walker, fyrrverandi KR-
ingum.
„Það er ansi langt síðan bæði
lið hafa verið svona vel mönnuð í
úrslitarimmunni og það er mikil
breidd hjá hvorum tveggja. Það getur
unnið með eða á móti KR að vera í
þessum hrókeringum. Tindastóll er
með betur mótað lið, en KR sem er
að breyta til er ennþá að pússa sig til
og að finna taktinn,“ segir Ingi.
„Manni finnst eins og Walker
komi inn í þetta til að eltast við
þessa góðu bakverði sem Stólarnir
eru með og hann kemur til með að
nýtast vel. Hann, rétt eins og Helgi,
þekkir kúltúrinn í KR og skilur hvað
félagið snýst um. Það sýnir tilfinn-
ingar hans til félagsins að hann er
með merkið húðflúrað á sig. Hann
er mikill öðlingur og góður inni í
klefa.“
Ingi fer einnig fögrum orðum um
Helga. „Það var talað um að hann
gæti farið að rugla í leikkerfi KR-
inga en hann kom bara einfaldlega
inn í þetta. Þeir eru báðir toppmenn
og góðir í klefa, Helgi er sennilega sá
besti á landinu í klefanum.“
Ingi telur að einvígið verði áhuga-
vert þar sem tveir klókir þjálfarar
setji leikina upp.
„Þetta verður mikil skák, tveir
mjög góðir þjálfarar og það verður
fróðlegt að sjá hvernig þeir setja
leikinn upp og hvar þeir reyna að
ráðast hvor á lið annars,“ sagði Ingi
sem býst við ólíkum leikjum.
„Þetta hafa verið mjög ólíkir leikir
hingað til. Í bikarnum áttu Stólarnir
fullkominn dag og það gekk allt upp
en það er ólíklegt að þeir hitti á það
aftur. Það má búast við því að þessir
leikir spilist öðruvísi, verði meiri
spenna og jafnræði. Fyrsti leikurinn
getur skipt öllu máli.“
Ingi telur að meðbyrinn sé með
Tindastóli.
„Reynslan í bikarnum, rétt eins og
að hafa farið í úrslitin fyrir fjórum
árum hjálpar þeim. Ef þeir hafa
einhvern tíma tök á því að verða
meistarar þá er það núna. Þetta er
stóra tækifæri Tindastóls, þeir hafa
verið að spila mjög vel en það skyldi
enginn afskrifa KR.“
Gullið tækifæri Stólanna
Úrslitaeinvígi Domino’s-deildar karla hefst í Síkinu í kvöld þegar Tindastóll tekur á móti KR. Sagan er KR
hliðholl en þeir geta unnið fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð. Stólarnir unnu KR-inga í bikarúrslitum.
8
einvígi um Íslandsmeistara-
titilinn hefur Kr unnið í röð.
Haukur Páll sigurðsson lyftir
Meistarabikarnum. FRéttABlAðið/VAlli
Valur meistari
meistaranna
FóTBolTi Valur vann 2-1 sigur á ÍBV
í Meistarakeppni KSÍ í gær. Þetta er
þriðja árið í röð sem Valsmenn vinna
þennan árlega leik Íslands- og bikar-
meistaranna.
Öll mörkin í leiknum í gær komu
í fyrri hálfleik. Patrick Pedersen kom
Val yfir á 29. mínútu og 10 mínútum
síðar skoraði Bjarni Ólafur Eiríksson
annað mark Íslandsmeistaranna. Kaj
Leo í Bartalsstovu minnkaði muninn
í 2-1 tveimur mínútum fyrir hálfleik
en nær komust bikarmeistararnir
ekki. – iþs
2
0
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:4
4
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
8
2
-5
B
2
C
1
F
8
2
-5
9
F
0
1
F
8
2
-5
8
B
4
1
F
8
2
-5
7
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
0
s
_
1
9
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K