Fréttablaðið - 20.04.2018, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —9 2 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 2 0 . a p r Í l 2 0 1 8
Veldu um að sækja eða fá sent frá
Nettó Mjódd eða Nettó Granda*
*Gildir innan höfuðborgarsvæðisins
Ódýrt
299 kr.pk.
Rana pasta, 250 g, 9 tegundir
Fréttablaðið í dag
skoðun Þórlindur Kjartansson
skrifar um styttingu framhalds-
skóla. 11
sport Úrslitaeinvígi Tindastóls
og KR hefst í kvöld. 12
Menning Landsbókasafn Íslands
– Háskólabókasafn fagnar 200
ára afmæli sínu með sögu-
sýningu. 20
lÍFið Foreldrasamtök gegn
áfengisauglýsingum gagnrýna
KSÍ harðlega. 26
plús 2 sérblöð l Fólk
l suMardekk
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
Sindri Þór Stefánsson, fanginn sem
strauk úr fangelsinu að Sogni og
flúði land aðfaranótt þriðjudags,
fullyrðir að sér hafi verið haldið í
fangelsi án dóms og laga og segist
ætla að sanna það. Sindri hefur sent
Fréttablaðinu yfirlýsingu þar sem
hann útskýrir sína hlið málsins og
segist ætla að koma heim fljótlega.
Sindri vísar til þess að gæsluvarð-
haldsúrskurður yfir honum hafi
ekki verið í gildi þegar hann lagði
á flótta frá Sogni. Hann var leiddur
fyrir dómara síðastliðinn þriðju-
dag, daginn sem úrskurðurinn féll
úr gildi, en dómari tók sér sólar-
hrings frest til að ákveða sig. Sindri
segist í kjölfarið hafa verið upp-
lýstur um að í raun væri hann frjáls
ferða sinna, en að hann yrði hand-
tekinn ef hann yfirgæfi fangelsið án
skýringa.
„[…]en undir þeirri hótun að lög-
reglan myndi handtaka mig ef ég
yfirgæfi fangelsið án skýringa. Ég
var neyddur til að undirrita pappír
sem á stóð að ég væri frjáls ferða
minna en ef ég færi mundi ég gista
í fangaklefa þar til framlenging á
gæsluvarðhaldi væri samþykkt,“
segir Sindri, sem sætir haldi vegna
gruns um aðild að þjófnaði á um
600 tölvum úr þremur gagnaverum
í Reykjanesbæ.
„Ég mundi aldrei reyna að flýja
fangelsi ef ég væri löglega sviptur
frelsi mínu af ákvörðun dómara,
það er staðreynd,“ bætir hann við.
Þá segist hann hafa verið í gæslu-
varðhaldi, í tvo og hálfan mánuð, að
ósekju og án sönnunargagna. Hann
ætlar að kæra málið til Mannrétt-
indadómstóls Evrópu. „Mér hefur
ekki verið birt eitt einasta sönnun-
argagn og mér var ógnað og hótað
lengri einangrun meðan einangrun
átti sér stað. Mér var margoft sagt
að ég fengi að ganga út ef ég myndi
staðsetja svokallað þýfi sem ég er
grunaður um að hafa stolið. Ég var
látinn dúsa í einangrun, sem refs-
ing, því þeir fundu ekki þetta þýfi.
Án sönnunar.“
Sindri tekur fram að hann harmi
það að hafa valdið ástvinum sínum
hugarangri og viðurkennir að það
hafi verið röng ákvörðun að flýja.
Hvað sem því líður þurfi hann og
muni takast á við þá stöðu sem
hann sé í.
„Unnið er að því að semja við
lögregluna á Íslandi um að ég fái að
koma heim án þess að vera handtek-
inn erlendis. Einnig að þetta skjal fái
að koma upp á yfirborðið sem sýnir
og styður það sem ég segi um að ég
hafi verið frjáls ferða minna. Ég get
verið á flótta eins lengi og ég vil, ég
er kominn í samband við hóp fólks
sem gefur mér þak yfir höfuðið, far-
artæki, þess vegna fölsuð skilríki ef
ég vil og peninga til að lifa. Það væri
ekkert mál ef ég myndi vilja það, en
ég vil heldur og ætla að takast á við
þetta heima á Íslandi svo ég kem
fljótlega.“
Ítarlega umfjöllun og yfirlýsing-
una í heild er að finna á vef Frétta-
blaðsins, frettabladid.is. – sks
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“
Sindri Þór Stefánsson,
sem strauk úr fangelsinu
að Sogni og flúði land
aðfaranótt þriðjudags,
sendi Fréttablaðinu yfir-
lýsingu, þar sem hann
útskýrir sína hlið máls.
Halldór
Viðskipti Útgerðarfélagið Brim
þarf að gera tilboð til yfirtöku á HB
Granda eftir að félagið keypti 34,1%
eignarhlut í félaginu upp á tæp-
lega 21,7 milljarða. Ef af yfirtökunni
verður er verðmiðinn um það bil 65
milljarðar króna. Lög kveða skýrt á
um að hafi hluthafi samanlagt eign-
ast 30 prósent atkvæðisréttar í félagi
sem er skráð í Kauphöllinni skal sá
hinn sami gera öðrum hluthöfum
félagsins tilboð um að kaupa hluti
þeirra. Fjármálaeftirlitið hefur málið
til skoðunar. „Okkur langar ekki til að
gera þetta tilboð, en það er skylda.
Okkar von er að núverandi hlut-
hafar verði áfram í félaginu,“ segir
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri
og eigandi Brims. – ósk / sjá síðu 4
Stærsta yfirtaka
frá hruni í
kortunum
Leiða má líkur að því að það hafi verið einhvers konar fiskur í kvöldmatinn hjá þessum herramanni sem kastaði í gríð og erg á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði þegar ljósmyndara Fréttablaðs-
ins bar að garði í gær. Ekki liggur fyrir hver afli veiðimannsins var. Trúlega var þó um fyrstu veiðiferð sumarsins að ræða hjá kappanum, enda sumardagurinn fyrsti í gær. Fréttablaðið/Valli 2
0
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:4
4
F
B
0
4
0
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
8
2
-4
C
5
C
1
F
8
2
-4
B
2
0
1
F
8
2
-4
9
E
4
1
F
8
2
-4
8
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
0
s
_
1
9
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K