Fréttablaðið - 20.04.2018, Blaðsíða 22
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
VÖNDUÐ JEPPADEKK
Á FRÁBÆRU VERÐI
STÆRÐ 315/70R17
49.600,- kr.
STÆRÐ 285/70R17
46.900,- kr.
ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900
WWW.ARCTICTRUCKS.IS
ÞÚ FÆRÐ JEPPADEKKIN HJÁ OKKUR!
Ég hef alltaf haft gaman af bílum og þekkti flestar bílategundir þegar ég var fjögurra ára. Á
unglingsárunum þótti mér hall-
ærislegt þegar strákar létu á sér bera
á flottum köggum og lagði mig fram
um að horfa ekki á bílana, og seinna
varð ég hagsýnni í hugsun og gerði
þá einu kröfu að bílar kæmu mér
frá A til B,“ segir Sólveig Klara Kára-
dóttir sem einn föstudag 2014 fann
skyndilega sterka löngun í sportbíl.
„Ég hafði verið að bræða þetta
með mér og átti peninga í sjóði sem
ég hafði hugsað mér að nota í nýtt
eldhús og bað. Því ákvað ég að láta
eftir mér að kaupa sportbíl og lang-
aði að keyra norður á alvöru kagga
og koma sonum mínum á óvart,“
segir Klara sem sendi strax póst á
bílasölur og náði að skoða tvo bíla,
Mustanginn og Charger.
„Þetta var síðla dags svo ekki
varð af kaupunum en stuttu síðar
kom eigandi Mustangsins norður
og ég fékk að taka í hann aftur. Ég
gjörsamlega kolféll fyrir bílnum og
borgaði hann út á staðnum,“ segir
Klara sem þá var á leið á kvöldvakt.
„Við skrifuðum því undir samning-
inn í setustofu geðdeildar Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri,“
segir hún og skellir upp úr.
Nýtur þess að vera til
Klara segist flestum kunn fyrir að
vera nægjusöm og nýtin og því
hafi kaupin á Mustangnum komið
mörgum spánskt fyrir sjónir.
„Lengst af gat ég ekki keypt mér
neitt fínt án þess að fá samviskubit.
Svo fór ég að endurskoða hvað
skipti mig máli í lífinu og leyfa mér
að njóta þess að vera til. Sambýlis-
maður minn á þeim tíma sem ég
keypti Mustanginn hjálpaði mér
mikið við að leyfa mér hluti og
njóta þess. Ég
fékk því nýtt við-
horf og nýja sýn,“
segir Klara sem
fyrst eftir kaupin
fór oft út í glugga til
að stara á kaggann sinn.
„Ég gat vart trúað því að þetta væri
bíllinn minn og fann fiðring innra
með mér í hvert sinn.“
Klara notar Mustanginn sem
sparibíl á sumrin.
„Það er ólýsanlegt frelsi að keyra
um göturnar með blæjuna niðri.
Eitt sumarkvöldið skrapp ég á
Húsavík og þá hafði verið 17 stiga
hiti á Akureyri. Á heiðinni fann ég
hvernig hitastigið lækkaði og mér
var orðið ansi kalt á puttunum
þegar hitinn var kominn í sex stig
en ég tímdi ekki að stoppa og setja
blæjuna upp fyrr en ég var komin
niður,“ segir Klara sem var áður í
hestamennsku.
„Þegar ég hætti í hestunum fékk
ég mér öðruvísi hestöfl og upplif-
unin er svipuð, að þeysast um með
vind í vanga. Ég elska að fara í bíltúr
með vini mína en það eru ekki
allir sem fíla sig vel í blæjubíl með
græjurnar í botni nema fjögurra ára
nafna mín sem spyr mömmu sína
tíðum hvenær Klara komi aftur
með brúmm brúmm bílinn.“
Þessa dagana er Klara að
velta fyrir sér einkanúmeri á
Mustanginn og vissulega kemur
Brúmm til greina.
„Ég var kölluð Solla þegar ég
var lítil og ætti kannski að fá mér
númerið Mustang Solla til heiðurs
Mustang Sally, en það var auðvitað
fyrsta lagið sem var sett á í bílnum.
Númerið má þó bara vera sex stafir,
svo ég yrði að stytta það í M Solla,“
segir hún og hlær við.
Dreymir evrópskt „road trip“
Mustang Klöru er nýsprautaður
og bíður þess að fá á sig svartar
20 tommu felgur, „shaker“ með
loftinntaki á húddið, „scoop“ og
svartar rendur á hliðarnar, svuntu
að framan og vindskeið að aftan.
„Liturinn er blár eins og íslensk
heiðríkja,“ segir Klara og er alsæl
með útkomuna. „Mig langaði að
hafa bílinn einstakan á litinn þegar
komið var ryð í hann. Ég talaði því
við Brynjar Smára Þorgeirsson í
Bílalökkun Kópsson, sem er mikill
Mustang-maður og hafði sjálfur
hannað litinn Mexico Blue sem
hann leyfði mér að nota á bílinn,“
segir Klara
um bílinn
sem er með 301 hestafls og
4,6 lítra vél. Ef bíllinn verður
tilbúinn 5. maí fer hann á sýningu
í Brimborg þar sem hægt verður að
skoða hann í návígi.
„Mig dreymir um að fara á
bílnum í „road trip“ um Evrópu
en næst er draumurinn að fara á
Mustang-viku í Flórída í haust,
áður en ég fer í útskrift sonar míns
úr kvikmyndaskóla í Los Angeles.
Hinn sonur minn, sem er mikill
bílakall, segir um móður sína að
hún lifi ekki í venjulegum boxum,
verandi dáleiðandi, búfræðingur,
geðhjúkrunarfræðingur og eigandi
að þessum flotta bíl, og hafa sótt
námskeið í súludansi og jiu-jitsu-
glímu,“ segir Klara sem notar
dáleiðslu í starfi sínu sem hjúkr-
unarfræðingur en líka þess utan.
„Ég nota dáleiðslu mest við flug-
hræðslu og flestir sem komið hafa
til mín eru farnir að fljúga, en líka
við svefnvanda, streitu og til þess að
bæta frammistöðu,“ upplýsir Klara
en hægt er að hafa samband við
hana á netfanginu daleidsla.klara@
gmail.com.
Mustang Solla
Geðhjúkrunarfræðingurinn Sólveig Klara
Káradóttir lét draum um Mustang rætast.
Sólveig Klara Káradóttir.
Mustang Klöru er GT
2007, 301 hestafl
og 4,6 lítrar.
MYNDIR/
ERNIR
6 KYNNINGARBLAÐ 2 0 . A p R í L 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RSuMARDEKK
2
0
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:4
4
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
8
2
-6
E
E
C
1
F
8
2
-6
D
B
0
1
F
8
2
-6
C
7
4
1
F
8
2
-6
B
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
1
9
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K