Fréttablaðið - 20.04.2018, Blaðsíða 8
Ársfundur VIRK
Ársfundur VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs
verður haldinn þriðjudaginn 24. apríl
á Grand Hótel Reykjavík kl. 13.30-16.00.
DAGSKRÁ
• Virkar VIRK?
Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK
• Reynslusaga einstaklings sem lokið hefur
starfsendurhæfingu
• VIRK Atvinnutenging
Magnús Smári Snorrason, atvinnulífstengill VIRK
• Reynslusaga stjórnanda úr atvinnulífinu
• Hefðbundin ársfundarstörf samkvæmt skipulagskrá
Ársfundurinn er öllum opinn en meðlimir
fulltrúaráðs VIRK hafa einir atkvæðisrétt.
Skrá skal þátttöku á virk.is
Bandaríkin Dómari í St. Louis í
Missouri hafnaði í gær kröfu lög-
manns Eric Greitens, ríkisstjóra
Missouri, að fella niður ákæru sem
ríkisstjórinn á yfir höfði sér. Ríkis-
þing Missouri ákærði Greitens í
febrúar fyrir að hafa tekið ljósmynd
af nakinni konu án vitneskju hennar
og síðan hótað að birta hana opinber-
lega ef hún segði frá kynnum þeirra.
Ríkisstjórinn á yfir höfði sér fjög-
urra ára fangelsisdóm. Hann hefur
játað framhjáhald en kveðst saklaus
af öllum ásökunum. Þess í stað hefur
hann sagt að um „pólitískar norna-
veiðar“ sé að ræða. Hann sé ásóttur
fyrir einkalíf sitt sem tengist starfi
hans sem ríkisstjóri ekki á neinn hátt.
Þrýst hefur verið á Greitens að segja af
sér. Hafa bæði samflokksmenn hans,
Repúblikanar, og Demókratar farið
fram á afsögn.
Þegar konan sem Greitens á að
hafa myndað án samþykkis kom
fyrir þingnefnd sagði hún að Greitens
hefði líklegast tekið myndina þegar
hún lá bundin við rúmið, með bundið
fyrir augun, í kjallara ríkisstjórans.
Hún hefur einnig sagt Greitens hafa
þvingað sig til munnmaka. – þea
Ákæra yfir ríkisstjóra
Missouri ekki felld niður
Eric Greitens, ríkisstjóri Missouri, gæti verið á leið í fangelsi. Nordicphotos/AFp
kúBa Í fyrsta skipti í nærri sex ára-
tugi er Castro-fjölskyldan hvorki
með forsætisráðherra- né forseta-
stólinn á Kúbu. Raúl Castro, litli
bróðir Fidels, lét af embætti forseta
í gær og við af honum tók Miguel
Díaz-Canel.
Díaz-Canel hafði gegnt embætti
fyrsta varaforseta undanfarin fimm
ár. Hann er nærri þrjátíu árum
yngri en Raúl Castro, fæddur eftir
kommúnistabyltinguna og traustur
bandamaður fyrirrennara síns.
Á þeim sextíu árum sem Castro-
bræður stýrðu skútunni hefur
Kúba gjörbreyst. Þeir komu á eins
flokks kommúnistaríki, rétt undan
ströndum Flórída. „Beint fyrir
framan nefið á heimsvaldasinn-
unum,“ sagði Fidel Castro eitt sinn.
Og þrátt fyrir þrýsting frá Banda-
ríkjunum, og þrátt fyrir tíð tilræði
bandarísku leyniþjónustunnar
við Fidel Castro, er Kommúnista-
flokkurinn þar enn við völd.
Ljóst er þó að Raúl Castro mun
enn vera áhrifamikill á Kúbu. Hann
hyggst halda áfram sem aðalritari
Kommúnistaflokksins til 2021.
Skýrendum þykir líklegt að nýr for-
seti muni hafa samráð við Castro,
Castro muni jafnvel hafa síðasta
orðið þegar kemur að mikilvægum
ákvörðunum.
Will Grant, blaðamaður BBC á
Kúbu, lýsti því augnabliki þegar
Díaz-Canel og Castro stigu saman
inn í þingsal í gær. Sagði hann
augnablikið sýna kynslóðaskipti
sem myndu þó ekki fela í sér miklar
breytingar.
Þá sagði Grant að það hafi komið
á óvart að einn þingmannanna
605, sem allir eru úr Kommúnista-
flokknum, hafi greitt atkvæði gegn
Díaz-Canel. Forsetinn nýi hafi þó
tryggt sér eina atkvæðið sem skipti
máli, nefnilega atkvæði Raúls
Castro.
Í embættistökuræðu sinni sagð-
ist Díaz-Canel hafa umboð til þess
að tryggja að kúbverska byltingin
héldi áfram.
Utanríkisstefna Kúbu yrði
óbreytt og allar ákvarðanir um
„nauðsynlegar breytingar“ yrðu
kúbversku þjóðarinnar.
„Það er ekkert pláss á Kúbu fyrir
þá sem vilja endurlífga kapítal-
ismann,“ sagði Díaz-Canel sem
eyddi að auki drjúgum hluta ræðu
sinnar í að lofa fyrirrennara sinn.
Þegar forsetinn nýi sagði Kúbu
þarfnast Castros risu þingmenn á
fætur og klöppuðu.
Á borði Díaz-Canel eru mál á
borð við algjört hrun hagkerfis
Venesúela, eins helsta banda-
manns Kúbu, sem og samskiptin
við hinar eyjarnar á Karíbahafi
og svo Bandaríki Donalds Trump.
Bandaríkjaforseti innleiddi í fyrra
takmarkanir á ferðalögum og við-
skiptum við Kúbu eftir að Barack
Obama, forveri hans í starfi, hafði
slakað á þeim takmörkunum þegar
hann bjó í Hvíta húsinu.
Stjórnmálaferill Díaz-Canel nær
aftur á þrítugsaldurinn. Þá tók
hann þátt í ungliðastarfi Kommún-
istaflokksins í Santa Clara. Hann
varð svo ritari hreyfingarinnar 33
ára gamall áður en hann varð hér-
aðsstjóri Villa Clara.
Í umfjöllun BBC segir að þar hafi
hann sýnt að hann væri opnari,
frjálslyndari en Castro-bræður.
Hann hafi til að mynda leyft rokk-
tónleika, sem bannaðir hefðu verið
annars staðar, og þá sé samfélag
hinsegin fólks þar sýnilegra en víða
á Kúbu.
Díaz-Canel varð svo hluti
framkvæmdaráðs, eða Polit-
buro, Kommúnistaflokksins árið
2003. Árið 2009 varð hann svo ráð-
herra framhaldsmenntunar og, eins
og áður segir, fyrsti varaforseti árið
2013.
En þótt Díaz-Canel þyki frjáls-
lyndari en Castro-bræður er búist
við því að þær breytingar sem ráðist
verður í verði hægfara. Díaz-Canel
sé handvalinn arftaki Castros,
sem muni sjálfur áfram hafa bein
afskipti af stefnu ríkisstjórnarinnar.
thorgnyr@frettabladid.is
Nýr forseti segir byltinguna halda áfram
Valdatíð Castro-bræðra á enda. Nýr forseti tekinn við. Sá lofar því að byltingin haldi áfram og segir ekkert pláss fyrir kapítalista í þessu
eins flokks kommúnistaríki. Castro-bræður voru við völd á Kúbu í nærri sex áratugi. Raúl mun þó áfram vera aðalritari flokksins.
Frjálslyndisumbætur
Raúls Castro
Valdatíð Raúls var mun styttri
en Fidels. Sat í forsetastólnum í
tíu ár samanborið við rúmt 31 ár
stóra bróður. Á þessum tíu árum
þykir Raúl Castro þó hafa opnað
Kúbu, horfið á braut frá alræðis-
stefnu fyrri tíma. BBC tók saman
helstu skref hans í þá átt.
Árið 2008 innleiddi hann nýja
stefnu í landbúnaðarmálum. Hét
hann því að bændur fengju millj-
ónir hektara til að reka starfsemi,
óháða hinu opinbera.
Árið 2010 slakaði Castro á reglu-
gerðum um fyrirtækjarekstur.
Þannig heimilaði hann Kúb-
verjum að stofna lítil fyrirtæki.
Árið 2011 leyfði hann svo Kúb-
verjum að kaupa og selja eigin
heimili.
Árið 2013 var þráðlausri net-
tengingu komið á á nokkrum
blettum. Þannig varð veraldar-
vefurinn aðgengilegri Kúbverjum.
Þeir díaz-canel og castro fögnuðu saman í þingsal í gær eftir að þingmenn samþykktu valdaskiptin. Nordicphotos/AFp
Það er ekkert pláss á
Kúbu fyrir þá sem
vilja endurlífga kapítal
ismann.
Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu
2 0 . a p r í l 2 0 1 8 F Ö S T U d a G U r8 F r é T T i r ∙ F r é T T a B l a ð i ð
2
0
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:4
4
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
8
2
-7
3
D
C
1
F
8
2
-7
2
A
0
1
F
8
2
-7
1
6
4
1
F
8
2
-7
0
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
1
9
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K