Fréttablaðið - 20.04.2018, Blaðsíða 6
Glæsilegur bæklingur fylgir blaðinu í dag
Kláraðu
verkið í Vogunum
HEILBRIGÐISMÁL Mögulegt er að auka
lífslíkur einstaklinga sem greinast með
algengustu tegund lungnakrabba-
meins til muna með því að beita nýrri
meðferð sem byggir á hefðbundinni
krabbameinslyfjameðferð og nýju,
ónæmishvetjandi lyfi.
Þetta er meginniðurstaða nýrrar og
umfangsmikillar rannsóknar þar sem
ávinningur lyfsins Keytruda fyrir ein-
staklinga með 4. stigs kirtilmyndandi
lungnakrabbamein var kannaður í
víðara samhengi en gert hefur verið
áður.
„Þessar niðurstöður kalla á nýja
staðla í meðferð við kirtilmyndandi
lungnakrabbameini,“ sagði Leena
Ghandi, fyrsti höfundur rannsóknar-
innar, þegar hún kynnti niðurstöð-
urnar á ársþingi Bandarísku krabba-
meinssamtakanna (AACR) í Chicago
fyrr í vikunni.
Í kringum 85 prósent allra lungna-
krabbameina sem greinast eru af
þessari tegund. Krabbamein í lungum
dregur tæplega 1,7 milljónir manna til
dauða árlega.
Rannsókn Ghandi, sem birt var í
læknaritinu The New England Journal
of Medicine fyrr í vikunni, var tvíblind
rannsókn með samanburðarhópi sem
fékk lyfleysu. Rannsóknin fór fram í
16 löndum og tók til 616 einstaklinga
með 4. stigs krabbamein í lungum.
Ríflega helmingur þátttakenda fékk
hefðbundna lyfjameðferð auk 200
mg af Keytruda á þriggja vikna fresti.
Samanburðarhópurinn fékk hefð-
bundna lyfjameðferð en lyfleysu í
staðinn fyrir lyfið.
Lífslíkur fyrri hópsins ári eftir upp-
haf meðferðarinnar voru 69,2 prósent
á móti 49,4 prósentum hjá saman-
burðarhópnum. Þessar niðurstöður
hafa vakið mikla athygli og undirstrika
þær miklu vonir sem bundnar eru við
ónæmishvetjandi lyfjameðferðir við
krabbameini.
„Það er verið að færa þessa ónæmis-
hvetjandi meðferð framar og framar
í línuna, og þetta er þróun sem átt
hefur sér stað á allra síðustu árum,“
segir Örvar Gunnarsson, sérfræðingur
í krabbameinslækningum á Land-
spítala.
Keytruda hefur verið í notkun á
Landspítala, líkt og víðar, undanfarin
misseri og gefið góða raun, en þá fyrir
afmarkaðan hóp einstaklinga með
kirtilmyndandi lungnakrabbamein.
Þessi nýja rannsókn breytir því.
„Núna kemur í ljós að þetta [lyf]
virkar fyrir alla sjúklinga með þessa
tegund krabbameins.“
Ónæmishvetjandi meðferðir við
krabbameini hafa verið í þróun
undan farin ár. Í grunninn byggjast
þær á að koma í veg fyrir eiginleika
krabbameinsfrumunnar til að dulbú-
ast fyrir árásarfrumum ónæmis-
kerfisins, sem eiga undir venjulegum
kringumstæðum að ráðast gegn stökk-
breyttum frumum. Hingað til hafa sex
lyf verið samþykkt sem virkja ónæmis-
frumur sjúklinga á þennan máta, þar
á meðal Keytruda. Segja má að þessar
nýju aðferðir hafi valdið hugarfars-
breytingu í krabbameinslækningum,
og það á tiltölulega stuttum tíma.
„Ónæmisfræðilega nálgunin hefur
gjörsamlega breytt nálgun okkar
að krabbameinsmeðferðinni,“ segir
Örvar. „Ef þú horfir aðeins örfá ár aftur
í tímann vorum við þá að gera allt aðra
hluti en í dag.“
Örvar ítrekar að Ísland sé ekki
eftirbátur annarra í innleiðingu nýrra
lyfja og meðferða. Keytruda er þegar í
notkun hér á landi og eftir samþykki
bandarísku og evrópsku lyfjastofnan-
anna verður hægt að taka þessa nýju
meðferð upp hér.
Um leið bendir Örvar á að þessi
árangur muni aldrei nást fyrir alla
sjúklinga. Krabbameinsmeðferðir
verði með tímanum sífellt einstakl-
ingsmiðaðri. Ekki megi vekja of miklar
væntingar, því ein tiltekin meðferð
hentar aldrei öllum sjúklingum.
Roy Herbst, prófessor við Yale-
háskóla og einn virtasti krabbameins-
sérfræðingur Bandaríkjanna, undir-
strikaði þetta á fundi AACR í vikunni.
Hann hvatti vísindamenn til að stuðla
að enn meiri framþróun með því að
leita að lífsmörkum og ábendingum
svo hægt verði að þróa meðferðir fyrir
fleiri sjúklinga.
„Þrátt fyrir þessar einstöku niður-
stöður, og þær eru sannarlega einstak-
ar […] þá verðum við að halda áfram
að þróa vísindin og við verðum ávallt
að leita nýrra leiða,“ sagði Herbst.
kjartanh@frettabladid.is
Nýjar niðurstöður lofa góðu í
baráttunni gegn lungnakrabba
Miklar vonir eru bundnar við frekari árangur í að virkja ónæmisfrumur í baráttunni við krabbamein. Ný
rannsókn sýnir fram á það hvernig ný tegund lyfja eykur lífslíkur sjúklinga þegar þau eru notuð samhliða
hefðbundnum krabbameinslyfjum. Krabbamein í lungum dregur um 1,7 milljónir manna til dauða árlega.
Miklar vonir eru bundnar við ný ónæmishvetjandi lyf. Fréttablaðið/Getty
Ef þú horfir aðeins
örfá ár aftur í
tímann vorum við þá að gera
allt aðra hluti en
í dag.
Örvar Gunnars-
son, sérfræðingur
í krabbameins-
lækningum
TæknI Facebook hefur fært ábyrgð á
notendum sínum utan Bandaríkjanna
frá alþjóðlegum höfuðstöðvum sínum
á Írlandi og til höfuðstöðvanna í Kali-
forníu. Með þessu kemst Facebook
hjá því að fylgja nýrri löggjöf Evrópu-
sambandsins um öryggi persónulegra
upplýsinga. Guardian greindi frá þessu
í gær.
Löggjöfin ber heitið General Data
Protection Regulation (GDPR) og
tekur gildi þann 25. maí næstkom-
andi. Ef Facebook hefði gerst brotlegt
við hina nýju löggjöf gæti það þýtt
sekt upp á fjögur prósent af veltu
fyrirtækisins sem samsvarar um
160 milljörðum króna.
Talsmaður Facebook sagði við
Reuters í gær að fyrirtækið myndi
vernda upplýsingar allra
notenda á sama hátt,
hvort sem notandinn
hefði samþykkt notendaskilmála í
Bandaríkjunum eða á Írlandi.
Breytingin hafi eingöngu verið
gerð vegna þess að Evrópulög-
gjöfin fer fram á sérstakt orða-
lag í notendaskilmálanum en
ekki sú bandaríska.
Athyglisvert er að skoða ummæli
Marks Zuckerberg framkvæmdastjóra
frá því fyrr í mánuðinum í ljósi þessara
tíðinda.
Þegar Reuters spurði hvort hann
gæti lofað því að GDPR-löggjöfinni
yrði fylgt sagði Zuckerberg að Facebo-
ok myndi fylgja „anda löggjafarinnar“
á heimsvísu. Zuckerberg gaf svo álíka
loðið svar þegar bandarískir þing-
menn spurðu hann spjörunum úr.
Lukasz Olejnik gagnaöryggis-
fræðingur sagði við Guardian í gær að
það væri síður en svo einfalt að færa
upplýsingar eins og hálfs milljarðs
notenda á milli landa. Aðgerðin væri
áhyggjuefni.
„Þetta er mikil og fordæmalaus
breyting. Breytingin leiðir af sér minni
kröfur um öryggi persónulegra upplýs-
inga og minni réttindi notenda,“ sagði
Olejnik við Reuters. – þea
Facebook flýr evrópska löggjöf um gagnaöryggi
Mark Zuckerberg,
forstjóri Facebook.
BRETLand Elísabet önnur Bret-
landsdrottning bað í gær leiðtoga
breska samveldisins um að gera
Karl Bretaprins að þjóðhöfðingja
samveldisins eftir hennar dag.
Sagði hún það einlæga ósk sína
þegar hún setti fund þjóðarleið-
toga samveldisríkjanna í Lund-
únum.
Leiðtogasætið sem um ræðir er
ekki arfgengt líkt og breska krúnan.
Því þarf sérstaklega að samþykkja
nýjan leiðtoga samveldisins. BBC
greindi frá því í gær að búist væri
við því að þjóðarleiðtogarnir 53
samþykki að Karl taki við af Elísa-
betu í dag þótt vangaveltur hafi
verið uppi um hvort heppilegra
væri að önnur ríki samveldisins
en Bretland fengju að spreyta sig.
Samkvæmt James Landale,
fréttaskýranda BBC, er þó ekki
búist við því að samþykkt verði að
leiðtogi samveldisins verði alltaf
konungur eða drottning Bretlands.
Einungis verði samþykkt að Karl
taki næst við sætinu.
„Ég óska þess að samveldið haldi
áfram að stuðla að stöðugleika og
góðri framtíð komandi kynslóða.
Ég óska þess að samveldið ákveði
einn daginn að prinsinn af Wales
taki við þessu mikilvæga starfi sem
faðir minn kom á árið 1949,“ sagði
Elísabet drottning. – þea
Vill að Karl leiði breska samveldið
Karl bretaprins verður trúlega leiðtogi breska samveldisins.. Nordicphotos/aFp
BandaRíkIn Stór hluti Repúblikana
í bæði fulltrúa- og öldungadeild
bandaríska þingsins er ekki tilbúinn
til þess að lýsa yfir stuðningi við
komandi forsetaframboð Donalds
Trump, sitjandi forseta og sam-
flokksmanns þeirra. CNN greindi
frá í gær en Trump mun sækjast eftir
endurkjöri árið 2020.
Viðtöl CNN við tugi þingmanna
Repúblikana leiddu í ljós að stór
hluti þeirra var ekki tilbúinn til að
lýsa yfir stuðningi. Það þótti blaða-
mönnum CNN óvenjulegt þar sem
slíkur stuðningur við sitjandi for-
seta er nærri sjálfgefinn. Þá hafi
næstum enginn lýst eindregnum
stuðningi við Trump í viðtölunum.
Þrátt fyrir að Trump hafi nú þegar
lýst því yfir að hann muni sækjast
eftir endurkjöri voru ýmsir þing-
mannanna óvissir um að sú væri
raunin. Þannig sagði Bill Huiz-
enga, fulltrúadeildarþingmaður
frá Mich igan, að hann þyrfti fyrst
að vita hvort Trump sæktist eftir
endurkjöri til að hann gæti svarað
spurningu CNN. – þea
Samflokksmenn
vilja ekki styðja
Donald Trump
donald trump, forseti bandaríkj-
anna. Nordicphotos/aFp
Óvenjulegt þykir að
þingmenn séu ekki reiðu-
búnir til þess að lýsa yfir
stuðningi við endurkjör
sitjandi forseta.
2 0 . a p R í L 2 0 1 8 F Ö S T U d a G U R6 F R é T T I R ∙ F R é T T a B L a Ð I Ð
2
0
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:4
4
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
8
2
-7
8
C
C
1
F
8
2
-7
7
9
0
1
F
8
2
-7
6
5
4
1
F
8
2
-7
5
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
1
9
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K