Tíminn - 13.02.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.02.1983, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1983. ■ Gabrícl Garcia Marquez, rit- höfundur úr Kólombíu, hefur verið mikið í sviðsljósinu hér að undanförnu. Þrjár bóka hans hafa komið út á íslensku á síðustu árum, hann hlaut sém kunnugt er Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í fyrra, og stjórn- málaafskipti hans hafa verið umdeild, einkum kynni hans af Fídel Castro, einræðisherra á Kúbu. Hér fer á eftir, í lauslegri þýðingu, viðtal sem bandaríska blaðakonan Claudia Dreifus átti við Marquez fyrir tímaritið Playboy og nýlega er komið á prent. Rétt er að vekja athygli á því að viðtalið var tekið síðastlið- ið vor, eða áður en tilkynnt var að Marquez ætti í vændum Nó- belsverðiaunin. Einnig skal tekið fram að viðtalið er allmikið stytt. Viðtalið hefst á því að Dreifus og Marquez ræða vandræði hans við að fá landvistarleylí í Bandaríkjunum, en það fær hann ekki nema með semingi og til skamms tíma í senn. Marquez segir: „Þetta byrjaði allt saman árið 1961 þegar ég vann fyrir kúbanska fréttastofu í New York. Ég stjórnaði henni ekki einu sinni. Síðan þá hefur mér og konu minni verið sagt að við værum „óæskileg- ir aðilar" í Bandaríkjunum. Ég fékk ekki að koma þangað fyrr en 1971 þegar Columbia háskólinn veitti mér heiðurs- doktorsnafnbót og eftir það hef ég fengið að koma í stuttar heimsóknir, en á sífellt yfir höfði mér að vegabréfsárit- unin verði afturkölluð. Þetta fyllir mig óöryggiskennd. Enginn getur fylgst með i menningunni nú til dags nema koma oft og iðulega til Bandaríkjanna.“ Þrátt fyrir þessi vandræði sem þú átt í við Utanríkisráðuneytið, þá virðist sem þér sé vel við bandarísku þjóðina. „Já, bandaríska þjóðin er ein þeirra sem ég dáist mest að í veröldinni. Ég sögðu við sjálfa sig: „Aha, Garcia Marquez er nýkominn frá Angóla og nú er hann búinn að tala tímunum saman við Castro. Þeir hljóta að vera að tala um eitthvað mjög merkilegt.“ Og þegar ég var loksins á leið upp í flugvélina komu þeir á eftir mér og spurðu: „UM hvað voruð þið að tala?“ Ég svaraði: „Ég held ég svari þessu ekki. Ef ég segi ykkur sannleikann, þá munuð þið aldrei trúa mér.“ - Hvernig er að vera persónulegur vinur Fídels Castro? „Það er erfitt, það liggur á augum uppi, því vináttunni eru ýmsar skorður settar. Fídel á fáa nána vini, sem er ekki nema eðlilegt miðað við þá stöðu sem hann gegnir. Einhvern tíma var hann spurður - í minni áheyrn - hvort hann fyndi ekki fyrir einsemd valdsins. Hann sagði nei, en ég veit ekki hvort þeir sem hafa vald finna sjálfir hversu einir þeir eru.“ - Það er sagt að þú sendir Castro jafnan eintök af bókum þínum áður en þær eru gefnar út. Áður en útgefandi fær þær, meira að segja. Er þetta satt? „Ja, þetta er satt hvað varðar nýjustu bók mín, Frásögn um margboðað morð.“ - Þótti honum bókin góð? „Fídel? Já! Ástæðan fyrir því að ég sendi honum handrit er sú að hann er frábær lesandi og hefur ótrúlega einbeit- ingarhæfileika. Honum er það leikur einn að finna smæstu mótsagnir í bókum, og Frásögn um margboðað morð er byggð upp á afar vandasaman hátt. Ef einhvers staðar hefði verið villa í uppbyggingunni hefði það verið mjög alvarlegt mál, og þess vegna sendi ég Fídcl handritið. Ég treysti honum til að finna villur, ef einhverjar væru.“ - í þrjú ár vannst þú að bók um Kúbu, frásögn ekki skáldsögu. Nú heyrum við að þú hafir ákveðið að gefa bókina ekki út. Hvers vegna? „Það er Iöng saga. Ég hef unnið að þessari bók í mörg ár, en í hvert sinn sem ég kem til Kúbu rek ég mig á að efnið frá síðustu heimsókn er orðið úrelt. Hlutirnir gerast mjög hratt á Kúbu. Loks ákvað ég að hætta við ÉG SKRIFA TIL ÞESS AB FÓLK ELSKI MIG! Brot úr ítarlegu viðtali við Gabríel García Márquez skil bara ekki hvernig þjóð sem tekst svo margt svo vel, getur gengið jafn illa að velja sér hæfa forseta. En ég tek eftir því að þú hefur enn ekki spurt mig þeirrar spurningarsem flestir blaðamenn byrja á.“ - Hver er hún? „Hvort ég sé kommúnisti." Vitanlega er ég ekki kommúnisti“ - Ókei. Ertu kommúnisti? „Vitanlega ekki. Ég er það ekki og hef aldrei veriðþað. Éghef raunar aldrei tilheyrt neinum stjórnmálaflokki. Ég verð stundum var við það, ekki síst í Bandaríkjunum, að menn reyna að skilja að skrif mín og stjórnmálaafskipti - eins og um óskylda hluti væri að ræða. Ég held að svo sé ekki. Málið er það að ég er frá latnesku Ameríku og er andvígur nýlendustefnu, scm leiðir til þess að ég fer í taugarnar á ýmsum hópum í Bandaríkjunum. Þeir segja því að ég sé óvinur Bandaríkjanna. En það eina sem ég hef áhuga á er að leiðrétta ýmislegt sem misfarist hefur í Ameríku, og þá meina ég Ameríku sem heild. Ég lít á Ameríku sem eina heild og það fer í taugamar á mér að Bandaríkjamenn skuli kalla sig eina Ameríkana.“ - Árið 1961 fórstu i langt rútuferðalag um suðurríki Bandaríkjanna var það ekki? Þá varstu blankur blaðamaður. „Já. Ég var nýfarinn að lesa Faulkner og dáðist mikið að honum, og þess vegna fór ég í' ferðina frá New York til landamæra Mexíkó. Ég fór í rútu af því ég vildi sjá landið frá þessum lélegu og rykugu vegum sem Faulkner lýsir - og líka af því ég var blankur.“ - Hvernig leist þér á svæðið? „Mér fannst það mjög svipað heimabæ mínum, Aracataca í Kólombíu. Aracat- aca hafði verið reist kringum bananaekr- ur United Fruit og það var bandarískt svipmót yfir því. Og í Suðurríkjunum hans Faulkners sá ég fólk sem líktist mikið fólkinu heima. Þar voru sömu andstæðurnar milli fátæktar og feikilegra auðæfa. í rauninni má segja að Faulkner hafi líka verið rithöfundur Karabíska hafsins vegna þess að þetta svæði hefur alltaf haft mikil og djúp áhrif á Karabíska hafið.“ - Mig langar að minnast á einn bestu vina þinna, Fídel Castro. Þið eruð mjög góðir vinir, er það ekki? „Við erum góðir vinir, jú. Vinátta okkar byggist á menningarlegum áhuga- málum. Fídel er mikill menningaráhuga- maður. Þegar við hittumst tölum við mikið um bókmenntir. Fídel erstórkost- legur lesandi. Okkar vinátta hófst reynd- ar eftir að hann las Hundrað ára einsemd sem hann hreifst mjög af.“ - Castro sagði einu sinni að „Garcia Marqucz væri áhrifamesti maður lat- nesku Ameríku". Er það rétt mat? „Þetta hljómar nú ekki eins og Fídel, en ef hann hefur sagt þetta er ég viss um að hann hefur verið að tala um bók- menntaleg áhrif en ekki pólitísk." - Áttu við að þið ræðið alls ekki um pólitík? „Tja, það væri erfitt að komast hjá því. En satt að segja tölum við ekki svo ýkja mikið um pólitík. Það trúa því fáir en vinátta okkar er næstum eingöngu byggð á sameiginlegum áhuga á bók- menntum. Það er sjaldan sem samræður okkar snerta örlög jarðarinnar. Oftast ræðum við um góðar bækur sem við höfum lesið. Alltaf þegar ég fer til Kúbu þá tek ég með mér búnka af bókum og yfirleitt fæ ég hann í hendur aðstoðar manns Fídels og fer svo að reka mín erindi. Seinna, þegar við Fídel fáum tækifæri til að tala saman í alvöru, þá er hann búinn að lesa allar bækurnar og við höfum þúsund hluti að tala um. Ég man að einu sinni skildi ég eftir handa honum bókina Dracula eftir Bram Stoker sem er undursamleg bók, þó menntamenn telji hana ómerkilega. Jæja, ég fékk Fídel bókina um klukkan tvö um nótt en þá átti hann eftir að lesa fullt af mikilvægum skýrslum og plöggum. Svo hittumst við daginn eftir og þá sagði hann: „Gabríel, nú hefurðu gert mér grikk! Ég hef ekki sofið eina einustu mínútu!" Þá hafði hann legið yfir Dracula alla nóttina og fram á morgun. Þessa hlið persónuleika hans þekkja fáir, en kringum hana hefur vinátta okkar þróast. Það er rangt sem haldið er fram að við sitjum á samsæristali um pólitík. Fídel álítur að rithöfundar eigi að skrifa bækur og láta samsærin öðrum eftir.“ - Það er álitið að þið berið saman bækur ykkar um pólitík. „Meira að segja í mínu eigin heima- landi eru ýmsir sem halda að ég sé í pólitísku makki með Castro. En nú skal ég segja þér eina sögu sem er dæmigerð fyrir vináttu okkar Fídels. Árið 1976 eða ’77 fór ég til Angóla að skrifa greinar sem seinna birtust í Washington Post. Á leiðinni heim kom ég við á Kúbu. { Havana voru nokkrir blaðamenn sem vildu taka viðtal við mig en flugvélin mín átti að fara klukkan sjö um kvöldið svo ég sagði þeim að koma klukkan fjögur. Nú, hálftíma fyrr birtist Fídel að ræða við mig, og þegar blaðamennirnir komu var þeim sagt að ég gæti ekki hitt þá þvi ég væri að spjalla við Fídel. í svona tíu mínútur sagði ég honum frá því sem ég hafði upplifað í Angóla, og meðal annars að þar væri matarskortur. Þá spurði hann mig hvort ég væri svangur og þaðan leiddust samræðurnar út á brautir sjávarrétta; í marga klukkutíma sátum við og hjöluðum um sjávarrétti, það er ekkert sem Fídel veit ekki um sjávarrétti; Þegar ég þurfti svo að fara út á flugvöll, þá kom Fídel með mér og við slóruðum lengi í flugvallarbygging- unni og héldum áfram að tala um sjávarrétti. Flugvélinni seinkaði af þess- um sökum." „Jú, þetta er sósíalismi“ - Ekki hljómar þetta beinlínis eins og sósíalismi. „Jú, þetta er sósíalismi. Alla vega, blaðamennirnir höfðu elt okkur og þeir bókina í bili og bíða þar til um hægðist." Of harkaleg bók um Kúbu? - Þú sagðir einu sinni blaðamanni að þú værir hættur við bókina vegna þess að hún væri of gagnrýnin um Kúbu. „Sjáðu til. Það sem ég skrifaði var mjög harkaleg og mjög heiðarleg bók. Það væri hægur vandi fyrir menn að taka hluta hennar úr samhengi og sýna fram að þeir væru gegn Kúbu. En þetta var samt ekki ástæðan fyrir því að ég hætti við að gefa bókina út. Eitthvað verður til þess að ég gef hana á endanum út - kannski ef Bandaríkin leggi niður hafn - bann gegn Kúbu.“ - Annar háttsettur vinur þinn er Frakklandsforseti, Francois Mitterand. Er það rétt að þú sért eins konar óopinber ráðgjafi hans um málefni latnesku Ameríku? „Sagðirðu ráðgjafi? Nei. Mitterand þarf engin ráð um málefni latnesku Ameríku. Stundum þarfnast hann upp- lýsinga. Þá tölum við saman.“ Þá tekur við langur kafli í viðtalinu þar sem Dreifus og Marquez ræða vandamál Mið-Ameríku og afskipti Bandaríkjanna af ríkjunum þar.Marquez kveðst nú vera sannfærður um að Jimmy Carter hafi verið einlægur í viðleitni sinni að auka mannréttindi í þessum heimshluta og stefna hans hafi leitt til slökunar á harðstjórn ýmissa ríkja. Hins vegar hafi mjög syrt í álínn þegar Reagan tók við, því hann líti á Mið-Ameríku sem eitt svæðið enn til að takast á við Sovétríkin. Marquez lýsir einnig yfir eindregnum stuðningi við

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.