Tíminn - 13.02.1983, Blaðsíða 26

Tíminn - 13.02.1983, Blaðsíða 26
■ A siglingu með Herjólfi umhverfis Eyjar á „Menningardögum" M.F.A. sumarið 1978. F.v. erki-Eyjamennimir Ási í Bæ og Árni Johnsen, Ásta Ragnheiður og Sigurður Ingólfsson tæknimaður. Asi í Bæ segir frá, en Asta nemur frásögn hans fyrir „Kvöldvaktina", þátt sem hún stýrði í útvarpi þetta sumar. ■„Mönnum hættir við stöðnun ef þeir vinna of lengi á sama stað.“ Einar Öm við ritvélina á Þjóðviljanum, skömmu áður en hann hætti þar og réðist til starfa á fréttastofu útvarpsins. ■ „Asta plötusnúður" á Glaumbæjarárunum góðu. Myndin er tekin í Glaumbæ árið 1970. þular sem les hana og þá cr það frá. Blaðið hef ég hins vegar í höndunum og get velt því fyrir mér sem ég hef gert. Útvarpsfréttin tlýgur bara út í loftið, en þú getur hlustað á meðan hún varir." - Hvernig keinur svo fararstjórnin inn í starfsfcrilinn? „Við fórum á fyrsta námskeiðið sem haldið var fyrir fararstjóra sem áttu að starfa erlendis", segir Ásta. „Það var árið 1979 og þá fórum við m.a. til Spánar til að læra á þetta. Við réðum okkur síðan sumarið 1980 sem fararstjóra í Búlgaríu og voruni þar í fjóra mánuði með börn og barnfóstru. Fólk heldur oft að fararstjórn sé sældarlíf í sólarlöndum, en þetta er hörkuvinna. Það er hins vegar ágætt fyrir svona ævintýrafólk sem hefur gaman af slíkri vinnu og vill vinna í skorpum. Á barnaári 1979 vann ég hjá Mennta- málaráðuneytinu sem starfsmaður barnaársnefndar. Ég vann þá útvarps- og sjónvarpsþætti um málefni sem varða börn og kynntist mörgu í því staríi. I’að var mjög lærdómsríkt að kynnast fötluð- um börnum og aðstöðu þeirra, en þar er víða pottur brotinn. Staða fatlaðra barna og foreldra þeirra er mjög slæm. Foreldrarnir hafa svo til enga aðstöðu til að berjast fyrir rétti barna sinna, það er miklu meira en fullt starf að hugsa urn fatlað barn og yfirleitt lendir það nú á konunni. Maður getur ímyndað sér vinnuálagið þegar manni finnst nóg vinna að hugsa um heilbrigð börn. Eftir að við komum frá Búlgaríu fór ég svo að vinna að þáttunum „Á vettvangi” mcð Sigmari B. Haukssyni, og vann að gerð þeirra í eitt ár. Þetta var þáttur með fréttatengdu efni. Ég hef stjórnað útvarpsþáttum um alla mögu- lega hluti, en öll þessi verkefni hafa verið mjög lærdómsrík, hvert á sinn hátt. Síðastliðið sumar var ég svo fararstjóri í Júgóslavíu í tæplega fjóra mánuði en Einar var heima með börnin. Þau koniu svo þangað og voru hjá mér í tvo mánuði. Til Kenya með dags fyrirvara Núna í vetur fór ég eina ferð til Kenya. Það kom til á þann hátt, að Ingóllur Guðbrandsson hringdi í mig daginn áður en ferðin skyldi farin og bað mig að hlaupa í skarðið vegna forfalla. Ég tók mér einnar klukkustundar um- hugsunarfrest til þess aö athuga hvort ég gæti útvegað barnapössun á meðan Einar væri í vinnunni og það tókst. Ég hef alltaf getað farið svona í burtu vegna þess að Einar hefur ævinlcga hvatt mig til aö fara út í hin ýntsu ævintýri. Auk þess á ég alveg einstaklega góðar nágrannakonur sem hafa gætt barnanna á meðan Einar er í vinnunni og það er alveg ómetanlegt. Ég vandist því sjálf að mamma tæki á móti ntér þegar ég kom heim úr skólanum og ntér finnst ósköp nöturlegt að börn skuli þurfa að koma að tómu húsi. Það er þó orðið svo algengt í Reykjavík að börn séu ein hcima á daginn að krakkarnir okkar Itafa spurt hvort ég gcti ekki farið niður í útvarp í matartímanum svo þau geti fengið lykil. Þetta erorðið aðstöðutákni fyrir börnin.“ „Mér finnst það mjög mikilvægt", segir Einar, „að hjón séu góðir félagar og styðji hvort annað til dáða. Það er líka mjög mikilvægt að fólk hafi tilbreyt- ingu í starfi og hiki ekki við að breyta til. Þegar ég hætti á Þjóðviljanum var ég búinn að vera þar í fimm ár og mér fannst það hámark ósvífninnar. Ég held nefnilega að fólk hljóti að staðna ef það er of lengi á sama stað.“ „Ég vonast til að við komumst í fararstjórnina í sumar", segir Ásta, „það er alltaf þroskandi að takast á við ný verkefni og ef manni býðst að spreyta sig finnst mér að maður cigi að slá til. Og verkefnin á að glíma við af heilum hug.“ - Hvað starfarðu núna? „Nú er ég í lausavinnu hjá útvarpinu, sé um fimmtudagssyrpuna, en Ingvi Snær er í þessum fræga sex ára bekk, sem varir í eina og hálfa klukkustund á dag, þannig að maður getur í raun og veru ekkert gert. En ég ræð hvenær ég vinn syrpuna og reyni að gcra það þegar Éinar er í vaktafríi. Flestir dagskrárgerðarmenn hjá út- varpinu eru lausráðnir, það er svo nýtilkomið að gerðir séu sérstakir dag- skrárþættir hér á landi. Áður fyrr var bara leikin tónlist eða lesnar sögur og það er varla hægt að segja að það sé enn farið að líta á dagskrárgerð sem starf hérlendis. Það er nú búið að stofna félag dagskrárgerðarmanna til þess að reyna að ná fram einhverjum réttindum þeim til handa, en það hefur gengið illa að fá viðurkenningu á því að þetta sé starf eins og önnur störf hjá útvarpinu. Það eru mjög fáir sem hafa þetta að aðalstarfi, en það er þó alltaf að aukast." „Þetta er eins og ef blaðamenn væru allir frílans", segir Einar „og blöðin keyptu bara af þeim efni. Svona vinnu- brögð þekkjast ekki við nokkra aðra útvarpsstöð, þetta er bara eitthvcrt tregðulögmál hérna. Dagskrárdeildin er rekin eins og ráð sc gert fyrir því að einungis séu lesnar upp sögur eða flutt erindi og dagskrárgerðarmenn hafa enga aðstöðu. Eins er þetta í tónlistardcildinni, þar er algjört ófremdarástand ríkjandi. Fólk verður að fara með fulla plastpoka af plötum hciman að til að spila í þáttum sínum. Plötusafnið er rekið eins og bókasafn án bókavarðar. Ef plata er ekki inni í skáp, þá veit enginn hvar hún hefur lent, vcgna þess að það er enginn sem skráir það. Ég geri ráð fyrir að flestum þætti undarlegt, ef bókasafn væri rekið á þennan hátt.“ „Konur verða að sækja fram innan flokkanna...“ - Og nú ætlarðu að hella þcr út í púlitíkina, Ásta? „Já, ég er nú gcngin til liðs við Framsóknarflokkinn. Ég hef aldrei verið flokksbundin áður, nema hvað ég vann að stofnun kvennaframboðsins, sem mér fannst mjög brýnt málcfni. Það var nauðsynlegt að einhver slík aðgerð af hálfu kvenna kæmi fram, vegna þess að konur ciga vægast sagt mjög erfitt uppdráttar í stjórnmálaflokkunum. Ég hef kynnst því núna eftir að ég gekk í flokk og rcyndar rekið mig illilega á það, að karlarnir hafa ákaflega lítinn vilja til þess að brcyta starfsháttunum svo þeir falli að þörfum kvenna. Þeir hafa alltaf ráðið löguni og lol'um innan flokkanna og hafa allt eins og þcim þykir best henta. Þeir eru búnir að ákveða hvaða tímar eru bestu fundartímarnir, cn hafa hins vegar ekkert velt því fyrir sér, fyrir hvcrn þeir tímar eru bcstir. Svo eru þeir alveg hissa á því að konur gefi ckki kost á sér og starfi ekki innan flokkanna. Eins og konur ntyndi sér ekki skoðanir rétt eins og karlar. Þær hafa bara aldrei tíma til að sitja á fundum á þessum „bcstu" tímum karlanna. Á ég að segja þér hvenær þeir eru? Það er nú fyrst hádegið, það er ákaflega vinsæll tími hjá þeim - „besti tíminn" - en þá cr vonlaust fyrir konur með börn að mæta. Við verðum að vera hcima í hádeginu og gefa börnunum að borða. Hinn „góði" tíminn ersvo milli klukkan átta og níu á morgnana, það hefur alltaf vcrið mjög hentugur tími hjá þeim, svona áður en þeir fara í vinnuna. Þá eru konur yfirleitt að koma börnunum í skólann, t.d. fer annað barnið mitt klukkan 8:10 og hitt hálfníu." „Það er skammarlegt", segir Einar, „og örugglcga Evrópumct að ekki skuli vera nema þrjár konur á þingi, og allar í uppbótarþingsætum." „Ungar konur með börn eru stórt hlutfall kjósenda", segir Ásta,#og því ætti það að vcra sjálfsagt að þær eigi fulltrúa þar sem málunum er ráðið. Svo er þó aldeilis ekki og virðist ekki fara batnandi. Nú er aðeinscin kona í öruggu sæti, - kannski tvær. Kvcnnaframboðið var nokkurs konar skæruhernaður, það cr tiltölulega auð- velt að sameina konur um borgarmálefni og nauðsynlegt að vekja athygli á stöðu þeirra með svona aðgerð. Ég tel líka tvímælalust að hún hafi gert gagn en það tekur tíma að koma í Ijós. Aftur á móti tel ég erl'itt að sameina konur um málcfni í þjóðmálunum og konur verða því að sækja fram innan flokkanna og reyna að breyta viðhorfum þar. Viö verðum að reyna að hafa þau áhrif að starfshættir stjórnmálaflokkanna verði aðlagaðir þörfum kvcnna. svo að ungar konur þurfi ekki annað hvort að afsala sér barneignum eða þá að bíða þar til börnin eru uppkomin. í dag brenna ákveðin mál á ungunt konum mcð börn og heimili, þeirra viðhorf eiga rétt á sér, og það er sjálfsagt að þau komi fram í umræðunni um þjóðmálin, ekki síður en viðhorf annarra". Vond húsnæðispólitík „Þegar Framsóknarmenn höfðu sam- band við mig skömmu eftir að ég kom frá Afríku var ég lengi á báðum áttum. Þeir höfóu reyndar farið þess á leit við mig áður að ég gæfi kost á mér í prófkjör. En ég komst að þeirri niður- stöðu, að ef fólk hvetur mann þá er sjálfsagt að láta reyna á hvort maðureigi möguleika. Konur eiga náttúrlega enga möguleika ef þær gefa ekki kost á sér, það þýðir ekkert að sitja bara við eldhúsborðið og nöldra. Auðvitað mynda konur sér skoðanir, en þær vantreysta sér oft, auk þess sem þær vita að þær eiga ekki mikla möguleika á að komast áfram innan flokkanna. Konur geta ekki helgað sig flokksstarf- inu eins og karlarnir, þær hafa á hendi hefðbundin störf í samfélaginu, sem 'skapa þeim miklu verri aðstöðu en körlum. Þeir karlar sem eru þátttakend- ■ Ásta Ragnheiður og Einar Örn voru fararstjórar í Búlgaríu sumarið 1980. Myndin er tekin þar og það er Hanna Sigga, barnfóstra, sem er lengst til hægri. ur í pólitíkinni núna, eru flestir í ákveðnum störfum sem gera þeim kleift að skreppa á fundi í vinnutímanum, nota símann í vinnunni, láta vélrita og ljósrita fyrir sig og svo framvegis. Þetta geta auðvitað ekki allir karlmenn, verkamaður við höfnina hefur ekki þessa aðstöðu, en flestir þeirra sem eru í pólitíkinni hafa þetta svona. Á hinn bóginn eru flestar konur í láglaunavinnu og geta ekki hlaupið úr vinnunni nema dregið sé af laununt þeirra, auk þess sem þær verða náttúr- lega að vélrita og gera allt annað sjálfar. Maður sér það strax, að þetta er alveg gífurlegur aðstöðumunur. Þegar minnst er á Kvennaframboðið halda sumir karlar að það hafi verið sett til höfuðs þeim, en svo er alls ekki, heldur vilja konur að tekið verði tillit til reynslu kvenna rétt eins og karla í þjóðmálunum. Helmingur kjósenda á rétt á því að tekið sé tillit til aðstæðna, skoðana og reynslu þcirra. Hingað til hafa karlarnir tekið ákvarðanirnar útfrá sinni reynslu og það er kominn tími til að það breytist. Við getum búist við því, að ef konur fá fleiri fulltrúa á þingi fái önnur mál forgang en nú. Við geturn tekið hús- næðispólitíkina sem dæmi og þær af- leiðingar sent hún hefur. Það gífurlega álag á ungt fólk sem stendur í húsbygg- ingum hefur í för með sér aukna skilnaði, fólk hefur ekki tíma til aðsinna börnunum og fjölskyldan er mjög sjald- an saman. Sameiginleg reynsla foreldra og barna er afar sjaldgæf á íslandi nú á dögum, allur tíminn fer í að vinna fyrir afborgunum og vöxtum af lánum. Þetta er ófremdarástand sem kemur víðar fram en margan grunar og afleiðingar þess eru hrikalegar." - Varstu ánægð með útkomu þína í prófkjörinu? „Ég kom vel út úr prófkjörinu, en konur komu í heild mjög illa út úr því. Það staðfestir bara röksemdirnar fyrir Kvennaframboðinu síðast liðið vor, nefnilega að konur eiga mjög erfitt uppdráttar í flokkunum." Ásta Ragnheiður er mikil hannyrðakona -Hyggstu fylgja konu þinni inn í Framsóknarflokkinn, Einar? „Ég hef nú eiginlega aldrei viljað vera flokksbundinn, þó að ég hafi verið í Alþýðubandalaginu um tíma á meðan ég var á Þjóðviljanum. Ég kann best við mig utan flokka, þótt auðvitað hafi ég mínar ákveðnu skoðanir á hlutunum. Ég mun því ekki ganga í Framsóknarflokk- inn, en hitt er annað mál að égstyð Ástu í baráttunni og það er jafnvel ekki ólíklegt að ég kjósi hana." - Eigið þið hjónin nokkrar tóm- stundir? „Já, það cr nú mesta furða", segir Ásta, „en þær eru að vísu dálítið ruglingslegar eftir að Eiriar byrjaði i vaktavinnu. Ég er mikið gefin fyrir alls kyns handavinnu og mér finnst mikil afslöppun að geta hellt mér út í eitthvað svoleiðis. Ég fæ útrás við að prjóna, eða setjast við saumavélina. Ég hef líka verið með handavinnuþætti fyrir Hús og hýbýli. Svo eru ferðalögin mikið áhuga- mál okkar og við lesum okkur til um þau lönd sem við höfum verið fararstjórar í.“ „Ég les líka erlend blöð í frítíman- um“, segir Einar, „vegna vinnu minnar í erlendu fréttunum en það gefst lítill tími til þcss í vinnunni. Svo hlustum við á músík og lesum vondar og góðar bækur. Annað áhugamál okkar fyrir utan það að mála íbúðina, sem hefur lengi staðið til. er að fá okkur skíðabúnað, en það er ennþá á áætlanastiginu." „Það dró reyndar úr áhuganum", segir Ásta, „þegar sú fyrsta okkar sem fékk skíði, Ragna Björt, fótbrotnaði á þeim í fyrravetur." „Já, íþróttir eru storhættulegar", segir Einar. „mér heyrist á íþróttafrettunum að íþróttamenn séu alltaf stórslasaðir á skurðarborðinu. En í alvöru talað, þá er nauðsynlegt að hreyfa sig eitthvað og við förum mikið í sund. öll fjölskyldan, aðallega um helgar eða þegar ég er í vaktafríi. Mér finnst þaö mikill kostur við vaktavinnuna að maður getur verið miklu meira með börnunum en áður. „Ég hef líka veitt því athygli", bætir Ásta við, „að börnin okkar kalla alveg jafnt á pabba og mömmu. en yfirleitt kalla hinir krakkarnir í hverfinu mest á mömmu." Mér þykir vel til fallið að enda samtalið á þessari athugasemd Ástu Ragnheiðar og kveð því óskandi þess að barátta hennar við karlveldið í Fram- sóknarflokknum beri skjótan árangur. -sbj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.