Tíminn - 13.02.1983, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.02.1983, Blaðsíða 16
16 ^imm SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1983. merkursléttunni í Perú styðji hugmyndir sínar um geimfaraguðina. „Þær uppgötv- uðust fyrst á fjórða áratug aldarinnar" skrifar hann. „Síðan þá hafa forn- fræðingar stöðugt brotið heilann um það geómetríska línukerfi sem þarna er að finna, uppdrætti af dýrum og snyrtilega röðuð steinbrot. Þetta er á um fimmtíu kílómetra löngu svæði milli Palpa í norðri og Nazca í suðri. í mínum augum minnir þetta eindregið á einskonar flugvöll." Að mati fornleifafræðinga voru þessi kennileiti gcrð (á nokkur hundruð ára tímabili) milli ársins 400 fyrir tímatal okkar og 900 eftir tímatali okkar. Von Dániken hefur sfnar eigin skýringar á tilurð þeirra: „Einhvern tíma bar svo við að óþekktar háþroskaverur lentu á óbyggðri sléttunni nálægt þar sem nú er borgin Nazca og gcrðu sér þar flugvöll fyrir geimskip sín sem voru í förum í nágrenni jarðar. Landslagið og jarðveg- urinn var hvort tveggja eins og best varð á kosið og verurnar lögðu þarna tvær rennibrautir. Lögðu þær kannski braut- irnar úr cfni sem við þekkjum ekki nú? Eins og í öðrum slíkum tilfellum afluku geimfararnir hér erindum sínum og sneru svo aftur til eigin plánetu." (Úr bókinni í geimfari til goðheima). einfaldlega rangt að kortin hafi fundist í byrjun átjándu aldar eins og von Dániken skrifar. Pau fundust árið 1929. Skekkjan er kannski ekki mjög mikil- væg, en skiptir þó máli, og það eru einmitt skekkjur af þessu tagi sem úir og grúir af í bókum hans. Hirðuleysi um smáatriði er oft einkenni ótraustra fræðimanna. Landabréf Piri Reis er dregið 1513 og hefur höfundurinn haft 20 önnur kort til hliðsjónar við gcrð þess. Þau kort notuðu mismunandi mælikvarða en Piri Rei virðist ekki hafa áttað sig á því og þess vcgna er landabréf hans verulega skekkt. Skekkjan er líka til marks um takmarkaða landafræðiþekkingu hans. Af áberandi villum á kortinu má nefna að þar'vantar um 1450 kílómetra af strandlcngju Suður-Ameríku, Amazon- fljótið er tciknað tvisvar á ólíkum stöðum, gert er ráð fyrir landi sem ekki er til (en von Dániken telur að sé Suðurheimsskautslandið) um það bil 6500 kílómetrum frá þeim stað þar sem Suðurheimsskautslandið er. Fjöll, eyjar, fljót og strandlengjur eru hvergi ná- kvæmlcga dregin eins og á nútíma- landabréfum - og í heild er Piri Rei kortið ckkcrt frábrugðið öðrum sex- tándu aldar landabréfum. Það er ekki ■ Innbyggjar á Páskaey sýna hvemig unnt er að reisa steinlíkneski eins og þau sem þar vora gerð til forna. VORU GUÐIRNIR GEIMFARAR? I Sérfræðingar á öðru máli Á þetta vilja fræðimenn ekki fallast og fyrir því cru margar gildar ástæður. í fyrsta lagi sýnist það liggja í augum uppi að geimskip scm lcnt getur lóðrétt hefur ekki þörf fyrir margra kílómetra langa flugbraut. í annan stað eru brautirnar ekki hentugar scm lendingar- svæði því þær liggja upp á móti, í átt að hólum og fjöllum. í þriðja lagi er jarðvegurinn laus í sér og sums staðar nánast eðja og því ekki þægilegur fyrir þung gcimskip til að lenda á. Enda hefur helsti sérfræðingurinn um þetta svæði, Maria Rciche, gert gys að von Dánikcn og sagt: „Ég er hrædd um að geimförin Itcfðu festst í eðjunni." Spyrja má þá af hverju í ósköpunum þessar línur voru drcgnar fyrir hundr- uðum ára. Rannsóknir prófessors Paul Kosok við háskólann á Long Island í Bandaríkjunum benda til þess að skýra mcgi línurnar sem stjörnuathugunar- tæki; Mayarnir hafa bersýnilega notað línur og tcikningar á svæðinu til að átta sig á gangi himint.ungla o.fl., og má m.a. nota þær við sólhvörf og jafndægur. Óvenju nákvæmt landabréf frá fornöld? Piri Rei-landabréfin hafa einnig orðið von Dániken uppspretta. í bókinni Voru guðirnir geiinfarar? segir hann: „I byrjun átjándu aldar fundust forn landabréf í Tokapi-höllinni, er vcrið höfðu í eign Piri Reis. aðmírals í tyrkneska notanum. Tvær landabréfa- bækur með uppdráttum af Miðjarðar- .hafssvæðinu og svæðinu í kringum Dauðahafið. sem varðveittar eru í ríkissafninu í Berlín. voru einnig í eign lians. ... Landabréfin reyndust nákvæm- lega rétt dregin - ekki einungis hvað snerti Miðjarðarhafssvæðiö og svæðið kringum Dauðahaf. Strandlína Norður- og Suður-Ameríku. jafnvel strandlína Suðurheimskiiutslandsins. voru ná- kvæmlega réttar á þessuin landabréfum Piri Reis. Og þar voru, auk strandlín- anna, sýnd öll helstu landfræðileg sér- kenni á báðum þe^um heimsálfum - fjallgarðar. fjalltindar eyjar. Iljót og sléttur - af undraverðri nákvæmni... Furðulegast er það þó að fjallgarðarnir á Suðurheimsskautslandinu, sem sýndir eru á landabréfum Reis, voru ekki uppgötvaðir fyrren 1952. Þeir hafa verið jökli huldir öldum santan og eru dregnir á nútíma landabréi aöstoð berg- málstækja." Ósköp venju 16.-aldar kor* Þess er fyrst að .eta að það cr minnsta ástæða til að láta að sér hvarfla að geimverur hafi átt þátt í að búa það til. Hverjir gerðu steintröllin á Páskaey? Stcintröllin svokölluðu á Páskacy í Suður-Kyrrahafi eru enn eitt viðfangs- efni von Dánikens. Páskaey drcgur nafn sitt af því að hollenskur sjóliðsforingi, Jacob Roggeveen, fann hana á páskadag árið 1722. Eyjan er umlukin miklu hafsvæði og var fyrrum einhvcr einangr- aðasti staður á jörðinni. Hún er um 3700 kílómctra í austur frá Chile og um 2000 kílómetra vestur frá Pitcairn-eyju. Það er sumpart vegna þessarar einangrunar sem íbúar eyjarinnar hafa þótt einhverjir kynlegustu kvistirnir í menningu fortíð- arinnar. Þeir áttu sér eigið myndletur sem er ólíkt öllum öðrum þekktunr nrálum, stjórnkerfi þeirra og trú virðist hafa verið á háu stigi. og þeir bjuggu til hcfö höggmyndagerðar sem getið hefur af sér fleiri en 600 risastór líkneski (sum allt að 20 metrar á hæð og um 50 smálestir að þyngd) sem meitluð hafa veriö úr cldfjallagrjóti á cynni. Líkneski þessi hafa orðið mörgum manninum umhugsunarefni, og fjöl- breytilegar eru þær tilgátur sem í timans rás hafa vcrið settar fram til að skýra ástæðurnar fyrir því að þau voru gerð á sínum tíma. Von Dániken teluróhúgsandi að Itinir frumstæöu eyjarskeggir hafi getað gert líkneskin og t'lutt þau til. Til þess hafi skort verkfæri og aðstöðu. Gáta líkncskjanna ráöin Á árunum 1955-56 fór norski fræði- maðurinn Thor Hcyerdahl fyrir svcit fornleifafræðinga til Páskaeyjar til að reyna að ráða gátu líkneskjanna. Eftir sex mánaða rannsókn tókst þeim að leiða í Ijós hvernig líkneskin urðu upphatlega til (eyjaskeggjar sýndu hvernig fara á að því að búa þau til), og hvernig farið var að því að flytja þau langar vcgalengdir og reisa upp. Hcyerdahl og félagar sýndu hvernig unnt er fyrir sex menn á frumstæðum vinnupöllum að höggva í öskubergið myndir á aðcins þremur dögum, og fyrir 180 manna hóp að draga Itkneski á sleða og með rcipum á áfangastað. Þegar svo haft er í huga að íbúar Páskaeyjar virðast hafa lagt trúarlcgan metnað sinn í gerð líkneskjanna og líf þeirra að verulegu leyti snúist um þau kemurekki á óvart að þeir hafa ekki vílað fyrir sér allt umstangið. Aðalatriðið er að við gerð og ílutning líkneskjanna nægði hin frumstæðasta tækni samhentra manna, og ástæðulaust að blanda gcimfara- guðum í málið. Undursamlegar gersemar í leynigöngum? Allar bækur von Dánikens hafa getið af sér miklar deilur - svo sem lesendum hlýtur að virðast eðlilegt í ljósi þess scm að framan er sagt um innihald þeirra og vinnubrögð höfundarins. Sú bók sem mestar deilur hefur vakið er Gersemar guðanna (1972). Þar heldur hann því fram að hann hafi litiö eigin augum „dýragarð úr gulli" (sem á að vera safn dýraltkneskja úr sktra gulli) og „bóka- safn úr málmi" (tvö til þrjú þúsund málntplötur. sem lauf að lögun, ígrafnar merkjum og skrift) í undirgöngum djúpt undir yfirborði Ekvadors og Perú. í bókinni hirtir von Dániken Ijósmyndir sem eiga aö vera af gerscmum úr þessum undirgöngum sem hann segir að séu í geymslu hjá föður Crespi í Cuenca í Ekvador. Hann skrifar: ..Nú er mér allavega Ijóst að mestu gulldjásnin úr myrkum undirgöngum eru ekki til sýnis í suður-amerískum söfnum. Þau er að finna í bakgarði Fátækrakirkju Maríu Auxiliadore í Cuenca í Ekvador..." Hvað segja aðrir um þennan fund? Prófessor Miloslav Stingl segir, sam- kvæmt endursögn von Dánikens, að cf Ijósmyndirnar séu ekta. og allt bendi til þess að svo sé, vegna þess að enginn falsi gull, a.m.k. ekki í svo miklum mæli, þá sé nér um að ræða mesta fornminjafund sö ;unnar frá því Trója var grafin upp. Von Dániken segir í bókinni Gersem- ar guðanna að hann hafi hitt Argentínu- manninn Juan Moricz, sem fundið hafi innganginn að undirgöngunum árið 1965. í mars 1972. Hann segir að Moricz hafi leitt sig um göngin og sýnt sér allar gersemarnar sem þar eru enn faldar. Von Dániken hefur frásögn sína með þessum orðum: „I mínum eyrum er þessi saga sú ótrúlegasta og undursamlegasta á þessari öld. Hún gæti verið beint úr hugarheimi vísindaskáldsagna, en nú vill svo til að eg hef sjálfur séð það, sem hún fjallar um. og ljósmyndað þaö. Það sem ég sá er hvorki framleiðsla drauma né ímyndunar, heldur áþreifanlegur raunveruleiki. Frásögn von Dániken uppspuni Þýska vikuritið Dcr Spiegel sendi fréttamann sinn á fund Juan Moricz til að ganga úr skugga um hvort þessi ótrúléga frásögn gæti haft við einhver rök að styðjast. Moricz sagði: „Von Dániken hefur aldrei komið niður í hellana - nerna hann hafi farið þangað í tljúgandi diski. Ef hann þykist hat'a séð bókasafnið og aðrar gersemar sjálfur þá fer hann með ósannindi." Samkvæmt frásögn Moricz bauð von Dániken honum til hádegisverðar að Atahualpa hóteli í Guayaquil í Ekvador í mars 1972. Þeir ræddu um undirgöngin og fóru ofan í saumana á öllunt atriðum varðandi þau. Moricz segir í þýska tímaritinu: „Ég sagði honum alla sög- una. Klukkustundum saman, dögum saman, pressaði hann mig." Fróð- leiknum kom von Dánikcn síðan á framfæri við lesendur sína og kvað hann byggðan á eigin reynslu. Það sem von Dániken virðist ekki hafa vitað er að Moricz er ekki upphafsmaður hinnar tortryggilegu sögu um undirgöngin. Rekja má söguna allt að þrjá áratugi lengur aftur í tímann, til vitskerts liðsforingja í Ekvador, Jaramillo að nafni. Moricz hafði aftur á móti forystu um lcit ;rð þessum undirgöngum árið 1969. Með honum voru fjórtán aðstoðarmenn þar á meðal indíánahöfðinginn á staðnum. frá Coangos-ættflokknum. Enda þótt þeir rötuðu á manngerða helli og höggnar granítsteinblokkir, fundu þeir enga fjársjóði úr gulli eða minnstu vísbendingar um heimsóknir vitsmuna- vera úr geimnum til jarðarinnar. Gersemarnar í bakgarði föður Crespi reyndust samkvæmt athugun Der Spieg- el vera ómerkilegar eftirlíkingar úr tini og látúni sem unnt var að kaupa í minjabúðum í Cucnca. Nokkrar athygl- isverðar höggmyndir fundust þar þó einnig, en engar sem markverðar eru fyrir fornleifafræði. I Gersemum guðanna hcfur von Dániken gengið lcngst í fölsunum sínum. Þar lét hann sér ekki nægja að hagræða staðreyndum og túlka þær að geðþótta sínum, heldur kaus hann að fara með bláber ósannindi. Varla getur maður sem slíkt aðhefst talist hafa traustan málstað að verja. Siðlaus bókaútgáfa Bækur Erich von Dánikens hafa selst í milljónaupplagi víða um heim, svo sem getið var um í upphafi þessarar greinar. Hér á íslandi hefur forlagið Örn og Örlygur gefið bækur hans út í þýðingu Lofts Guðmundssonar og Dags Þorlcifs- sonar og þær munu hafa selst mjög vel. Eins eru þær vinsælar til útlána á bókasöfnum. Útgáfa geimfarabóka von Dánikens vekur upp ýmsar spurningar um ábyrgð og skyldur útgefenda. Á þein að vera frjálst að setja á markað falsrit vegna þess að þau eru góð söluvara, eða er hugsanlegt að útgáfa af þessu tagi brjóti gegn anda prentfrelsisákvæða? Það er sennilega varhugavert að setja bókaútgáfu ströng takmörk með laga- setningu, en ekki fer milli mála að útgáfufyrirtæki sem vill halda virðingu sinni hlýtur að leiða falsrit. eins og von Dániken hefur samið hjá sér. Allt frá því fyrsta bók hans kom út 1968 hefur verið Ijóst að hann fer mcð staðlausa stafi, væntanlega í því skyni að afla sér fjárs og frægðar. og útgefendur sem þykjast ekki vita það ættu að leita sér að annarri atvinnu. (Heimildir: The Space Gods Revealed eftir Ronald Story (1976); „Von Dánik- en's Chariots: A Primer in the Art of Cooked Science" eftir John T. Omo- hundro í The Zetetic (Vol. 1, No. 1, 1976); „Von Dániken’s Golden Gods" eftir Ronald B. Story í The Zetctic (Vol. II. No. 1. 1977); „Rqcasting the Past: Powerful Pyramids. Lost Continents, and 'Ancient Astronauts" eftir E.C. Krupp í Science and the Paranormal (1981); og The Ancient Visitors eftir Daniel Cohen frá 1976). -GM ■ Lágmyndin frá grafhýsinu í Palenque sem von Dániken heldur að sýni geimfara í farartæki sínu, en fræðimenn telja öruggt að sé sé dæmigerð fyrir list og trúarbrögð Maya á sjöundu öld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.