Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.03.2018, Qupperneq 23

Víkurfréttir - 22.03.2018, Qupperneq 23
23VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. mars 2018 // 12. tbl. // 39. árg. kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bol la k aff itá R f rá bý li í b ol la ka ff itá r f rá býli í boll a frá býlií bolla Ný-Fiskur í Sandgerði óskar eftir starfsfólki í fiskvinnslu og hlutastörf við þrif síðdegis. Bæði framtíðar- og sumarstörf í boði. Ný-Fiskur in Sandgerdi is hiring employees for fish processing. Permanent employment or summer period jobs available. Also looking for part time cleaning staff.   Umsóknir skal senda á skrifstofa@nyfiskur.is   eða koma á staðinn og fylla út umsókn. ATVINNA HÖ NN UN : V ÍK UR FR ÉT TIR DUUS Safnahús í Reykjanesbæ hlutu Hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar á Reykjanesi á dögunum en gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað í DUUS húsum frá því að Reykjanesbær ákvað að fjárfesta í þeim árið 1998. Fjöl- margar sýningar eru í safnahúsunum á ári hverju og getur fólk séð allt að tíu sýningar í DUUS á hverju ári. Gerð var átta ára áætlun eftir að fjárfest var í húsunum og hefur uppbygging farið jafnt og þétt fram síðastliðin tutt- ugu ár. Framundan er Barnamenningarhátíð Reykjanesbæjar og taka allir skólar Reykjanesbæjar þátt í henni, leik- og grunnskólar ásamt Fjölbraut. Framsýn bæjarstjórn Margir töldu bæjarstjórnina sem var við völd árið 1998 vera ansi fram- sýna þegar húsin voru keypt enda voru þau ekki í góðu ástandi á þeim tíma. „Þegar ég var ráðin sem fyrsti menningarfulltrúi þessa bæjarfélags, 1. september árið 2000, var sagt að það muni taka átta ár að breyta þessu í menningar- og listamiðstöð bæjarins, geymslur og sýningarhús fyrir bæjarsafnið,“ segir Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar. „Mér fannst átta ár svo óendanlega langur tími en þetta gekk vel. Fyrsta sýningin sem við opnuðum var Bátafloti Gríms Karls- sonar. Þá byrjuðum við hér með 59 bátalíkön og síðan hefur þeim farið fjölgandi. Nú erum við með hundrað líkön og allflest eftir Grím.“ Árið 2003 var Listasalur DUUS húsa opnaður en þann sal hefur Listasafn Reykja- nesbæjar til umráða og árið 2004 var Gryfjan, sýningarsalur Byggðar- safnsins, opnuð. Það var svo árið 2005 sem Bíósalurinn opnaði en í honum eru mismunandi sýningar í gangi. „Eftir 2005 þá opnaði ekki nýr salur fyrr en árið 2014. Þar erum við komin í elsta húsið, sem kostaði mest að gera við. Átta árin urðu sum sé að fjórtán. Það hefur verið vandað til allra verka og unnið af heilum hug af öllum þeim sem komu nálægt þessu verkefni. Hvort sem það voru starfs- menn bæjarins, iðnaðarmenn eða aðrir sem tóku að sér verkefnin.“ Flestir heimsækja DUUS hús á Ljósanótt Gestir DUUS húsa hafa verið um 30.000–40.000 á ári undanfarin ár en oft er ókeypis á sýningar eins og núna. Sýningin „Verndarsvæði í byggð“ fer fram í DUUS húsum um þessar mundir. „Verndarsvæði í byggð er verkefni okkar allra og viljum fá íbúa bæjarins til að svara spurningunni hvort fólk vilji fá svæðið sem er hér sem verndarsvæði í byggð. Hægt er að leggja til hvað íbúar vilji, höldum í söguna.“ Fjölmargir hafa sótt sýningar í DUUS húsum frá opnun. „Ég fór í gegnum það hversu margir gestir hafa farið í gegnum DUUS hús um daginn og hafa yfir hálf milljón gesta komið inn í húsin miðað við okkar talningar, Listasafnið hefur meðal annars staðið fyrir um sjötíu sýningum á þessu ári. Flestir gestir sækja okkur heim á Ljósanótt, um tíu til fimmtán þúsund manns. Við leggjum áherslu á listir og veitum staðarlistamönnum forgang að sýningum á Ljósanótt, þá erum við með sýningar í fjórum sölum. Alls eru átta sýningarsalir í DUUS húsum. Ferðamenn sækja í sýningar Í DUUS húsum er elsti bíósalur lands- ins, húsin eru staðsett á gömlum fisk- vinnslureiti en fiskvinnsla fór fram á svæðinu frá 1920 er talið. „Eftir að Fjalakötturinn í Reykjavík brann er óhætt að segja að Bíósalurinn sé form- lega elsti bíósalur landsins. Hér höfum við verið með ýmsar sýningar, oftast frá Listasafninu.“ Í DUUS húsum er einnig upplýsingamiðstöð fyrir ferða- menn sem er vel sótt en talning fer fram á gestum á hverju ári og hafa erlendir gestir verið um sjö til átta þúsund á ári. „Það er líka skemmtilegt að hafa fengið Hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar til að efla okkur enn frekar fyrir innlenda og erlenda ferðamenn.“ Árið 2014 opnaði allt húsið og þá opnaði einnig upplýsingamiðstöðin, í henni er sýning frá Jarðvangi um náttúru Reykjaness. Krafa að listamenn frá svæðinu sé í fyrirrúmi Í DUUS húsum er salur sem heitir Gestastofa, þar eru ýmsar sýningar í gangi allt árið frá fólki frá svæðinu. „Þessi salur er fyrir svæðislistamenn. Það er mikilvægt að halda í það en við vorum meðal annars að eignast verk eftir Ástu Árnadóttur og verða verk hennar sýnd í sölum okkar bráðlega. Á Ljósanótt er það krafa að okkar fólk sé í fyrirrúmi, þess á milli horfum við út um gluggann og skoðum hvað er verið að gera annars staðar.“ Allt nýtt til uppbyggingar Gamlar aðferðir voru notaðar til þess að gera safnahúsin upp og það var reynt að endurnýta eins mikið af gamla efninu og hægt var. Leitað var að gömlum spýtum sem gátu nýst í uppbyggingu en Björn Samúelson var húsvörður DUUS húsa hér áður og var hann vakinn og sofinn yfir þeim verkefnum sem fylgdu húsunum frá upphafi. „Á miðlofti Bryggjuhússins er fastasýning Byggðar- safnsins sem fjallar um sögu svæðisins, alveg frá upphafi og fram á síðustu öld en byggð hér á Suðurnesjum er hafin löngu fyrir landnámstíð eða strax á áttundu öld.“ Valgerður segir að þegar litið sé til baka við uppbyggingu DUUS húsa þá sé listinn yfir þá sem komu að upp- byggingunni endalaus. „Það voru fáir sem trúðu því að þetta væri þess virði þegar frumkvöðlar riðu á vaðið árið 1998 og engum manni myndi detta í hug annað en að vera stoltur af því sem verið hefur gert í dag, þetta er alveg frábært.“ Efla menningu í heimabyggð Umsögn frá Ferðaþjónustu Reykjaness - DUUS Safnahús Við getum sagt að menningararfur skilgreini uppruna okkar og tilveru. Við getum líka haldið því fram að miðlun menningarfsins sé mikilvægur hluti upplifunar gesta svæðisins. Á sama tíma og við þurfum að gæta að menningararfinum þurfum við að huga að samtímamenningunni sem með tímanum verður hluti af menn- ingararfinum. DUUS húsalengjan í Reykjanesbæ samanstendur af röð merkilegra bygginga frá ýmsum tímum. Elsta húsið, Bryggjuhúsið, var byggt árið 1877 og það yngsta, aðalinn- gangurinn, var byggður á síðasta ári, þ.e. 140 árum síðar. Í DUUS húsum hefur í gegnum tíðina verið fjölbreytt starfsemi, m.a. pakkhús eða lagerhús, bíósalur, einn sá elsti á landinu, fiskverkun og kaffihús. Í dag er hús- næðið sem var um tíma illa farið aftur orðið stolt íbúa á svæðinu þar sem þessu gömlu fiskihúsum hefur verið breytt í glæsilegt menningarhús. Það má því segja að þau séu komin aftur í atvinnuskapandi rekstur og eru stolt íbúa á svæðinu. Í dag eru þar átta sýningarsalir safnanna í Reykjanesbæ með breytilegum sýningum þar sem myndlist, sögu og náttúru er gerð skil á fjölbreytilegan máta. DUUS Safnahús skipa því orðið stórt hlutverk í þjónustu við ferðamenn á Suðurnesjum sem ákjósanlegur staður til að koma við á og kynna sér íslenska menningu og náttúru. Stöðugur rekstur með föstum opnunartíma gerir það að verkum að ferðaþjónustufyrirtæki geta gert langtíma bókanir og hægt er að ganga að faglegri og öruggri þjónustu vísri. Stjórnir Reykjanes UNESCO Global Geopark og Markaðsstofu Reykjaness hafa ákveðið að veita DUUS Safnahúsum Hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar á Suðurnesjum árið 2018 með hvatningu til Reykjanes- bæjar og annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum að halda áfram á sömu braut, þ.e. að gæta að menningararfinum og huga að samtímamenningu á sama tíma. Það er líka skemmtilegt að hafa fengið Hvatningar- verðlaun ferðaþjónust- unnar til að efla okkur enn frekar fyrir innlenda og erlenda ferðamenn.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.