Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.03.2018, Qupperneq 25

Víkurfréttir - 22.03.2018, Qupperneq 25
25UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. mars 2018 // 12. tbl. // 39. árg. V I L T Þ Ú V E R Ð A H L U T I A F G Ó Ð U F E R Ð A L A G I ? Hringur er flugumferðarstjóri í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Hann er hluti af góðu ferðalagi. S TA R F S S T Ö Ð : K E F L AV Í K U M S Ó K N A R F R E S T U R : 2 . A P R Í L U M S Ó K N I R : I S AV I A . I S/AT V I N N A Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia hefur hlotið gullmerki PwC fyrir launajafnrétti og hvetjum við bæði konur og karla til að sækja um þau störf sem í boði eru. Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is. Helstu verkefni eru eftirlit með tölvubúnaði í innritun og flugupplýsingaskjám, aðstoð við uppsetningu á vél- og hugbúnaði og uppsetningar og viðhald á tölvum, prenturum og öðrum jaðarbúnaði. Nánari upplýsingar veitir Axel Einarsson, deildarstjóri Kerfisþjónustu, axel.einarsson@isavia.is. Hæfniskröfur • Góð þekking á Microsoft lausnum • Þjónustulund og hæfni til að vinna sjálfstætt • Þekking á IP og netkerfum er kostur • Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli • Kostur að hafa lokið CompTIA A+ gráðunni Isavia óskar eftir kerfisstjóra í notendaþjónustu við tölvukerfi Isavia á Keflavíkurflugvelli. Helstu verkefni eru notenda- þjónusta, uppsetningar og viðhald á tölvum, pantanir, skráning- ar og samskipti við birgja. Gríðarleg áhersla er lögð á uppitíma kerfa. Lögð er áhersla á að nota nýjustu tækni við að leysa flókin vandamál. Nánari upplýsingar veitir Axel Einarsson, deildarstjóri Kerfisþjónustu, axel.einarsson@isavia.is. Hæfniskröfur • Kostur að hafa lokið MS prófgráðu eins og MCSA eða MCITP • Kostur að hafa lokið kerfisstjóranámi • Kostur að hafa lokið CompTIA A+ gráðu • Skilningur og þekking á Microsoft Windows umhverfi • Þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum Við leitum að ábyrgum og úrræðagóðum einstaklingum með sjálfstæð vinnubrögð til að sinna störfum húsvarða í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Um framtíðarstörf er að ræða í krefjandi umhverfi. Unnið er á dag- og næturvöktum. Nánari upplýsingar veitir Bjarni Freyr Borgarsson, hópstjóri rekstrarstjórnstöðvar, bjarni.borgarsson@isavia.is. Hæfniskröfur • Aldurstakmark 20 ár • Nám í iðnmenntun eða önnur sambærileg menntun/reynsla • Góð kunnátta í ensku og íslensku • Góð tölvukunnátta er skilyrði Isavia óskar eftir að ráða kerfisstjóra í net- og símamálum með góða þekkingu á Cisco netbúnaði og netkerfum. Kerfisþjónustan rekur eitt stærsta tölvu- og netkerfi á Íslandi. Gríðarleg áhersla er lögð á uppitíma kerfa. Lögð er áhersla á að nota nýjustu tækni við að leysa flókin vandamál. Nánari upplýsingar veitir Axel Einarsson, deildarstjóri Kerfisþjónustu, axel.einarsson@isavia.is. Hæfniskröfur • Cisco CCNA gráða er kostur (R&S, Voice eða Wireless) • Þekking á búnaði frá Cisco og Palo Alto er kostur • Þekking á Cisco símaumhverfi er kostur • Þekking á Cisco WiFi er kostur • Almenn þekking á IP, Layer 2 og 3 samskiptum er æskileg K E R F I S Þ J Ó N U S T A S U M A R S T A R F K E R F I S S T J Ó R I Á K E F L A V Í K U R F L U G V E L L I F R A M T Í Ð A R S T Ö R F H Ú S V A R Ð A K E R F I S S T J Ó R I N E T O G S Í M A M Á L A Hreinn bær, okkar bær Um daginn birti RÚV frétt sem fjallaði um smábæ í Kanada sem hafði verið stefnt af olíu risanum Gastem. Bæjarstjórn bæjarins hafði áhyggjur af vatns- bóli bæjarbúa og bannaði fyrirtækinu að bora fyrir olíu og gasi í tveggja kílómetra radíus frá vatnsbólinu. Olíu fyrirtækið taldi lög sveitarfélagsins ólögleg og krafðist skaðabóta upp á 1,5 milljóna Kanadadala sem er meira en þrefalt það fjármagn sem sveitarfélagið hefur á milli handanna á ári hverju. Hæstiréttur í Quebec dæmdi sveitarfélaginu í hag. Sveitarstjóri bæjarins lét hafa eftir sér að réttur sveitarfélagsins til að vernda vatnsból sitt hafi verið viðurkenndur að fullu. Þessi saga er gott dæmi um þau grund- vallar réttindi manna að hafa aðgang að hreinu vatni og andrúmslofti. Þessi réttur íbúa Reykjanesbæjar hefur undanfarin ár verið undir stöðugri árás með framkvæmdum stórmengandi iðnaðar í Helguvík. Undanfarin ár hef ég barist gegn illa grundaðri stefnu bæjarstjórnar Reykja- nesbæjar að samþykkja lóðir fyrir stór- mengandi iðnað innan tveggja kílómetra fjarlægð frá íbúabyggð. Flestum er full ljóst hvað áhrif United Silicon hafði á heilsu og líðan bæjarbúa þegar verk- smiðjan hóf framleiðslu með einum af fjórum ljósbogaofnum sem starfsleyfið veitir. Ef til vill eru færri sem muna eftir því að fyrir fjórum árum þegar nýkjörin bæjarstjórn tók við völdum var samþykkt nær einróma að veita annari kísilverk- smiðju, Thorsil, leyfi til framleiðslu í Helguvíkinni. Þessi ákvörðun var óskyn- samleg þar sem engin reynsla var komin á fyrri verksmiðjuna, þ.e. United Silicon. Á þessum tíma var ég í fjórða sæti á óháðum lista Samfylkingarinnar þar sem helsta slagorð fylkingarinnar var “íbúasamráð skal hafa í öllum stórum umhverfismálum”. Skemmst er frá því að segja að það loforð var ekki efnt. Þegar nokkrir ötulir bæjarbúar að mér meðtalinni hófum að safna undir- skriftum fyrir íbúakosningar bar lítið á stuðningi bæjaryfivalda. Stjórn bæjar- ins lét hafa eftir sér að það skipti litlu máli hvað bæjarbúar myndu kjósa, verksmiðjan yrði samþykkt. Í dag stendur bygging kísilversins Uni- ted Silicon undir lás og slá eða þar til næstu eigendur taka við verksmiðjunni væntanlega með loforð sem og fyrri eigendur, um mengunarbúnað af bestu fáanlegri gerð. Þrotabú United Silicon skuldar bæjarfélaginu hundruða millj- óna og Thorsil hefur enn ekki borgað lóðargjöld. Svo virðist sem bæjarstjórn hafi engan metnað til að nálgast pening- ana þar sem verksmiðjan hefur fengið ítrekaðan greiðslufrest. Tími mengandi stóriðju er liðinn og áframhaldandi framkvæmdir í Helgu- vík eru byggðar á röngum forsendum þar sem heilsa íbúa er virt að vettugi. Til að tryggja farsæla framtíð bæjarbúa verður að stöðva allar framkvæmdir kísilvera í Helguvík. Ég vona að næsta bæjarstjórn sýni dug, metnað og hugrekki til að tryggja íbúum bæjarins heilnæmt umhverfi, tökum smábæinn í Kanada okkur til fyrirmyndar. Dagný Alda Steinsdóttir Formaður VG á Suðurnesjum

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.