Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2018, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 18.04.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM miðvikudagur 18. apríl 2018 // 16. tbl. // 39. árg. Páll Valur varaformaður Barnaheilla Grindvíkingurinn og fyrrum þing- maðurinn, Páll Valur Björnsson, var kjörinn varaformaður Barnaheilla á aðalfundi samtakanna þann 10. apríl sl. Páll Valur sagði á Facebook síðu sinni að hann hlakki mikið til að starfa með því fólki sem skipi stjórnina á næstu misserum. Páll fékk Barnaréttindaverðlaun ung- mennaráða UNICEF á Íslandi árið 2016 en þau verðlaun hlýtur sá þing- maður sem hefur verið ötulastur við að berjast fyrir réttindum barna og vekja athygli fyrir á þeim, þá sat Páll Valur á þingi fyrir Bjarta framtíð. Leikskólinn að Skógarbraut 932 á Ásbrú mun heita Skógarás. Þetta var tilkynnt á kynningar- fundi í heilsuleikskólanum Háaleiti sem fram fór á miðvikudag í síðustu viku. Valið á nafninu fór þannig fram að foreldrum, starfsmönnum og börnum gafst kostur á að koma með tilögur. Það var síðan bæjarráð og kjörnir fulltrúar í fræðsluráði sem kusu um nafn og niðurstaðan var Skógarás. Heilsuleikskólinn Háaleiti verður fluttur síðar á árinu að Skógarbraut 932 og fær um leið nýtt nafn. Hann mun þá heita heilsuleikskólinn Skóg- arás sem skýrskotar bæði til götunnar sem hann stendur við og hverfisins, Ásbrúar. Helga Hildur ráðin skólastjóri Holtaskóla Helga Hildur Snorradóttir hefur verið ráðin skólastjóri Holtaskóla. Helga Hildur lauk kennaranámi með B.Ed. gráðu árið 2005 frá Kennara- háskóla Íslands. Hún hefur starfað við Holtaskóla frá árinu 1997 við góðan orðstír og verið í stjórnunar- teymi skólans frá árinu 2008. Hún hefur gegnt starfi aðstoðarskóla- stjóra frá árinu 2012 en leysti af sem skólastjóri skólaárið 2013-2014. Helga Hildur tekur við skólastjóra- starfinu af Eðvarði Þór Eðvarðssyni. Grindvíkingurinn og fyrrum þingmaðurinn, Páll Valur Björnsson, var kjörinn varaformaður Barnaheilla á aðalfundi samtakanna þann 10. apríl sl. Leikskólinn á Ásbrú mun heita Skógarás Leikskólinn að Skógarbraut 932 á Ásbrú mun heita Skógarás. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson ÖLVAÐUR ÓK Á LJÓSASTAUR Fimmtán ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 151 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þá voru fáeinir ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Einn þeirra hafði ekið á ljósastaur og viðurkenndi hann ölvunarakstur. Lögregla fjarlægði svo skráningarnúmer á fáeinum bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar í umferðinni. HLUPU UPPI ÖLVAÐAN ÖKUMANN Lögreglumenn á Suðurnesjum hlupu í nótt uppi ökumann sem hafði ekið á grindverk og var grunaður um ölvunarakstur. Ökumaðurinn hafði tekið bifreiðina ófrjálsri hendi en ekki komist langt því hann ók á grindverk skammt frá. Þegar hann sá lögreglumenn nálgast tók hann til fótanna. Hann sinnti í engu tilmælum um að nema staðar en var þá hlaupinn uppi, færður í handjárn og á lögreglustöð. Þar kom í ljós að hann hefur aldrei öðlast ökuréttindi og hann viðurkenndi áfengisneyslu. Fjarlægja þurfti bifreiðina með dráttarbifreið og urðu talsverðar skemmdir á grindverkinu. Öll tölublöð frá upphafi á timarit.is ENDURBIRT AUGLÝSING Um skipulag í Sveitarfélaginu Vogum. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Frístundabyggð í Hvassahrauni. Athygli er vakin á því að frestur til að skila athugasemdum við tillöguna hefur verið framlengdur til og með 2. maí 2018 frá áður birtri auglýsingu. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 28. febrúar 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Hvassahrauni, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í eftirfarandi: • Lóð númer 22 skiptist í tvær lóðir. Lóðin var áður 8.340 m2 og innan hennar byggingarreitur fyrir eitt frístundahús, verkfærahús og bátaskýli. Að- koma akandi umferðar og bílastæði er frá að- komuvegi austan lóðarinnar. Eftir breytingu verða til tvær lóðir og fá þær númerin 22A og 22B. • Lóð 22A er 4.181 m2 og er aðkoma að henni og bílastæði frá aðkomuvegi vestan lóðarinnar. • Lóð 22B er 4.163 m2 og er aðkoma að henni og bílastæði frá aðkomuvegi austan lóðarinnar, á sama stað og gert var ráð fyrir aðkomu og bíla- stæðum áður en lóðinni var skipt í tvær lóðir. • Ástæða þess að samanlögð stærð lóða 22A og 22B er 4 m2 meiri en lóð 22 var áður er óná- kvæmni í uppgefinni stærð á uppdrætti gild- andi deiliskipulags. • Innan beggja lóða er byggingarreitur fyrir frí- stundahús, verkfærageymslu og bátaskýli. • Hámarks grunnflötur frístunahúsa innan bygg- ingarreita á lóðum á skipulagssvæðinu fer úr 120 m2 í 190 m2. • Hámarks grunnflötur verkfærageymsla innan byggingarreita á lóðum á skipulagssvæðinu fer úr 10 m2 í 50 m2. • Hámarks grunnflötur bátaskýla innan bygg- ingarreita á lóðum á skipulagssvæðinu fer úr 15 m2 í 30 m2. • Heimilt er að hafa verkfærageymslu og báta- skýli sem eitt hús og ef svo er má stærð bygg- ingar vera að hámarki samanlögð stærð þeirra beggja, þ.e. 80 m2. • Breytingar eru gerðar á texta á þann hátt að fellt er út að frístundahús á skipulagssvæðinu séu 1 hæð og svefnloft og þess í stað verður að- eins gert ráð fyrir hámarkshæð bygginga, sem hækkar úr 5,0 m í 6,5 m. Vegghæð skal vera að hámarki 5,0 m. • Heimilt verður að hafa gististarfsemi í frístunda- húsum á skipulagssvæðinu skv. flokki I (heima- gisting) og flokki II (gististaður án veitinga) í samræmi við reglugerð nr. 1277/2016 um veit- ingastaði, gististaði og skemmtanahald. Sækja þarf um rekstrarleyfi til sýslumanns vegna starf- semi í flokki II, gististaður án veitinga, í samræmi við 25. gr. áðurnefndrar reglugerðar. Tillagan er sett fram á uppdráttum ásamt greinargerð og vísast til þeirra um nánari upplýsingar. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með miðvikudeg- inum 7. mars 2018 til og með miðvikudagsins 2. maí 2018. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sveitar- félagsins Voga, www.vogar.is/Skipulag/Skipulag_i_kynningu/. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en miðvikudaginn 2. maí 2018. Vogum, 12. apríl 2018 f.h. bæjarstjórnar, Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.