Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2018, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 18.04.2018, Blaðsíða 23
23ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM miðvikudagur 18. apríl 2018 // 16. tbl. // 39. árg. Helgihald í Njarðvíkurprestakalli 19. apríl til 25. apríl 2018 Ytri-Njarðvíkurkirkja Guðsþjónusta Sumardaginn fyrsta 19. apríl kl. 11:00. Guðsþjónusta 22. apríl kl. 11:00. Að lokinni guðsþjónustu verður aðal- fundur Ytri-Njarðvíkursóknar haldinn. Dagskrá, venjuleg aðalfundarstörf. Kóræfing í Ytri-Njarðvíkurkirkju 24. apríl kl.19:30. Nýtt söngfólk boðið velkomið. Vinavoðir miðvikudaginn 25. apríl kl. 10:30-13:30. Spilakvöld aldraðra og öryrkja fimmtudaginn 19. apríl kl. 20:00. Umsjón hefur starfsfólk kirkjunnar og Lionsklúbbur Njarðvíkur. Síðasta spilakvöldið á þessu kirkjuári. Njarðvíkurkirkja (Innri) Aðalfundur 29. apríl hjá Njarðvíkur- kirkju að lokinn Guðsþjónustu sem hefst klukkan 11:00. Dagskrá, venjuleg aðalfundarstörf. Foreldramorgun í Safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 24. apríl kl.10.30. Umsjón hefur Emilía B. Óskarsdóttir. Spilavist Systrafélag Njarðvíkurkirkju í safnaðaheimilinu þriðjudaginn 24. apríl kl. 20. Umsjón hefur Helga Þóra Jónasdóttir. Æskulýðsstarfssemi KFUM/K í Njarðvíkurkirkju (Innri) 19. apríl kl. 19:30-20:30. Umsjón hefur Heiðar Örn Hönnuson. Keflvíkingum spáð falli í Pepsi-deildinni í sumar Vísir.is og Fótbolti.net eru að birta spár sínar fyrir Pepsi-deildina í knatt- spyrnu í sumar og báðir miðlarnir spá því að nýliðar karlaliðs Keflavíkur falli og fari beint aftur niður í Inkasso-deildina eftir sumarið. Báðir miðlar spá liðinu í tólfta og neðsta sæti deildarinnar. Þegar farið er yfir liðið þá er aðal- lega nefnt hversu ungt og reynslulítið liðið er í efstu deild. Aðeins þrír leik- menn hafa bæst við leikmannahópinn í vetur og hafa tveir hætt, það finnst spekingum miðlanna ekki vera nógu gott en á fótbolti.net kemur þetta fram þegar talað er um styrkleika liðsins: „Keflvíkingar eru með marga unga og efnilega uppalda stráka sem eru með stórt Keflavíkurhjarta og hafa burði til að ná langt í fótboltanum. Jeppe Hansen var markakóngur í Inkasso-deildinni í fyrra og þar er á ferðinni markaskorari með góða reynslu úr Pepsi-deildinni. Laugi er klókur þjálfari sem náði fljótt að mynda sterka liðsheild hjá Keflavík í fyrra og það sama verður að vera uppi á teningnum í ár. Varnarleikurinn hefur verið traustur í vetur og hægt er að byggja ofan á það.“ Í spánni hjá Vísir.is er talað um að lykilleikmenn liðsins séu þeir Marc McAusland, Hólmar Örn Rúnarsson og Jeppe Hansen en þeir eru reynslu- boltar liðsins. Þar er einnig talað um styrkleika liðsins: „Styrkleiki Keflavíkur liggur í þremur reynsluboltum í vörn, miðju og sókn. Í kringum þessa reynslubolta eru yngri menn sem Laugi blóðgaði í fyrra en þeir eiga eftir að spila alvöru mínútur í efstu deild. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá lykilmönnum í vetur en lítið má út af bregða í liði Keflavíkur.“ KOMNIR: Aron Freyr Róbertsson frá Grindavík Bojan Stefán Ljubicic frá Fjölni Jonathan Faerber frá Reyni Sandgerði FARNIR: Jóhann Birnir Guðmundsson hættur Jónas Guðni Sævarsson hættur Herrakvöld Keflavíkur Pepsi-deildin 2018: Strákarnir okkar kynntir til leiks verður haldið í kvöld í íþróttarhúsinu við Sunnubraut (B-sal) Sjávarréttahlaðborð frá Örra Garðars // málverkauppboð // búningauppboð Veislustjórar eur þeir Steindi og Auddi Stanslaust stuð með plötusnúð kvöldins Miðaverð 7.000 kr - Miðapantanir á: herrakvoldkeflavikur@gmail.com Húsið opnar kl.19.00 og borðhald hefst kl.20.00 SPORTSPJALLÍsak Óli afþakkaði boð LeedsÍsak Óli Ólafsson, leikmaður Keflavíkur í knattspyrnu var á reynslu hjá knattspyrnufélaginu Leeds síðastliðið haust og vildi félagið fá hann til sín. Fótbolti. net greinir frá þessu. „Það gekk rosalega vel úti og allt í kringum þetta var flott. Ég held að það sé hins vegar betra að vera á Íslandi og spila meistara- flokksbolta en að fara í U19 ára liði þarna úti,“ sagði Ísak í viðtali við Fótbolta.net. „Þetta voru litlir peningar í akademíunni fyrir mig og litlir peningar fyrir Keflavík.” Ísak Óli var valinn efnilegasti leikmaður Inkasso-deildarinnar í fyrra en Keflavík leikur í Pepsi- deildinni í sumar. Ísak segir þó í samtali við Fótbolta.net að það hafi verið erfitt að afþakka boð Leeds og um leið að afþakka boð um að fara út í atvinnumennsku og segir að grasið sé ekki alltaf grænna hinu megin, aðstaðan í Leeds hafi verið flott en lítill munur hafi verið á þjálfuninni þar úti og hér heima. Sá sem æfir mest verður bestur á endanum Ísak Óli Ólafsson leikur með Keflavík í knattspyrnu, en knatt- spyrnusumarið er rétt handan við hornið. Ísak mun leika í Pepsi- deildinni í sumar og við fengum hann til að svara nokkrum spurningum í léttu Sportspjalli. Fullt nafn: Ísak Óli Ólafsson. Íþrótt: Fótbolti. Félag: Keflavík. Hjúskaparstaða: Á föstu. Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? Ég var fimm eða sex ára. Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Elís (Elli). Hvað er framundan? Pepsi-deildin fer að byrja. Eftirminnilegasti áfanginn á ferl- inum? Að fara upp um deild með Keflavík í fyrra. Hvað vitum við ekki um þig? Ég á níu systkini. Hvernig æfir þú til að ná árangri? Ég legg mig alltaf 100% fram á öllum æfingum Hver eru helstu markmið þín? Lang- tímamarkmið mitt er að vera atvinnu- maður í fótbolta. Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Ekkert sem kemur í huga. Skilaboð til upprennandi íþrótta- manna: Sá sem æfir mest verður bestur á endanum. Uppáhalds ... … leikari: Michael B. Jordan. … bíómynd: Shawshank Redemption. … bók: Zlatan. … alþingismaður: Simmi D. … staður á Íslandi: Vestfirðirnir. Keflavík úr leik í körfunni Kvennalið Keflavíkur er úr leik í úrslitakeppni Domino’s-deildar kvenna í körfu í ár og ljóst er að annað lið mun hampa Íslands- meistaratitlinum. Liðið vann alla titla á síðasta ári en varð bikarmeistari í körfu 2018. Emelía Ósk Gunnarsdóttir, leik- maður Keflavíkur og landsliðskona í körfu sleit krossbönd í vetur, sem var mikill missir fyrir liðið og sagði Sverrir Þór, þjálfari Keflavíkur í samtali við Víkurfréttir að það hafi verið slæmt að missa Emelíu á tíma- bilinu. Hún sé frábær leikmaður og karakter. „Þetta var mikið áfall fyrir hana og liðið en hún mun koma enn sterkari til baka.“ Embla Kristínar- dóttir kom aftur til Keflavíkur frá Grindavík eftir að Emelía meidd- ist og sagði Sverrir það vera góðar fréttir eftir að liðið missti Emelíu. Sverrir Þór mun ekki halda áfram með kvennalið Keflavíkur en hann hefur tekið við þjálfun karlaliðs Keflavíkur í körfu, enn hefur ekki verið gefið út hver mun þjálfa kvennaliðið á næsta tímabili. GAMLI ÍSLANDSMEISTARINN NÁÐI ÖÐRU DRAUMAHÖGGI – Gylfi Kristinsson fór holu í höggi í vinnunni á Spáni Íslandsmeistarinn í golfi 1983, Gylfi Kristinsson úr Golfklúbbi Suðurnesja náði draumahögginu í annað sinn þegar hann fór holu í höggi á La Finca golfvellinum á Spáni nýlega. Gylfi var fararstjóri á þessum nýja stað og fór því holu í höggi á fullu kaupi eins og sannur atvinnumaður. Gamli Íslandsmeistarinn var í golf- stígvélum þegar hann tryggði sér titilinn í Grafarholti árið 1983. Hann var ekki í stígvélum þegar hann náði draumahögginu í annað sinn á ferl- inum en hann náði því fyrra fyrir tíu árum síðan, einnig þegar hann var fararstjóri hjá VITAgolf í Tyrklandi. Suðurnesjamaðurinn var auðvitað í skýjunum með draumahöggið sem hann náði á 3. braut sem er tæplega 150 metrar að lengd. „Ég fór upp á teig og fjarlægðamælirinn sýndi 149 metra en ég var ekki nógu viss hvað ég ætti að nota og fór því með 7 og 8-járn upp á teig. Eftir smá umhugsun tók ég áttuna. Ég hitti boltann mjög vel, fékk smá drag í höggið og boltinn lenti á flötinni, tók eitt hopp og rúllaði síðan í holu,“ sagði kappinn alsæll. UNGIR KEFLVÍKINGAR GÓÐIR Í SKOTFIMI Keflvíkingar eiga Íslandsmeistara í skotfimi en Magnús G. Jensson sigraði í unglingaflokki á Íslands- mótinu sem fram fór í Egilshöllinni um síðustu helgi. Keflvíkingar gerðu það gott í ungl- ingaflokki því Elmar T. Sverrisson varð annar og þriðji varð Jakub I. Pitak. Þeir koma allir úr Skotdeild Keflavíkur. Þeir saman unnu síðan liðakeppnina. Í flokki fullorðinna varð Theódór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur í 3. sæti.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.