Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2018, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 18.04.2018, Blaðsíða 12
12 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM miðvikudagur 18. apríl 2018 // 16. tbl. // 39. árg. Sunneva Fríða og Jón Tómas fóru með stuttum fyrirvara í fjögurra mánaða reisu þar sem þau heimsóttu meðal annars Nýja Sjáland og Kambódíu. Sunn- eva segir að þau hafi alltaf verið að tala um hversu skemmtilegt það væri að fara í langt ferðalag og skoða heiminn betur, Jón Tómas stakk síðan upp á því að fara í reisu og ferðin var bókuð um mánuði seinna. Ferðalag þeirra var í heildina fjórir og hálfur mánuður og á þeim tíma heimsóttu þau Sunneva og Jón Dubai, Maldíveyjar, Sri Lanka, Singapore, Malasíu, Tæland, Víetnam, Kambódíu, Balí, Ástralíu, Nýja Sjáland, Fiji og Hong Kong. Þegar Sunneva er spurð hvað hafi staðið upp úr í ferðinni, þá segir hún að það sé ómögulegt að nefna eitthvað eitt, því það hafi verið svo ótrúlega margt sem stóð upp úr. „Sri Lanka kom okkur mjög á óvart, mikið menningarsjokk en ótrúlega fallegt land og indælt fólk. Við lærðum að kafa í Tælandi sem var ótrúlega skemmtilegt. Fórum einnig í fílaat- hvarf í Tælandi þar sem við fengum að labba með og baða frjálsa fíla sem hefur verið bjargað úr túristaþrælkun, það var mögnuð upplifun.“ Sunneva nefnir einnig Halong Bay í Víetnam, Killing Fields í Kambódíu (gott að Googla það) og Angkor Wat. Eyja- hopp á Fiji þar sem þau snorkluðu með hákörlum og hún gæti haldið endalaust áfram. Skipulagning ferðarinnar tók ekki langan tíma en þau fóru á fund með ferðaskrifstofunni Kilroy og ákváðu til hvaða landa þau ætluðu að fara til og hvað þau ætluðu að eyða löngum tíma í hverju landi. „Við bókuðum svo flugin í gegnum þau en vorum ekki Rannveig Jónína Guðmundsdóttir rannveig@vf.is VIÐTAL „Það er æðisleg lífreynsla að ferðast“ Við lærðum að kafa í Tælandi sem var ótrúlega skemmtilegt. Fórum einnig í fílaathvarf í Tælandi þar sem við fengum að labba með og baða frjálsa fíla sem hefur verið bjargað úr túristaþrælkun ... Sunneva og Jón Tómas köfuðu í Tælandi. Á hobbitaslóðum á Nýja Sjálandi. Störf í boði hjá Reykjanesbæ Holtaskóli – Aðstoðarskólastjóri Heiðarskóli – Skólaritari Málefni fatlaðs fólks – Störf í þjónustukjörnum Holtaskóli – Umsjón fasteigna Leikskólinn Heiðarsel – Deildarstjóri Hæfingarstöðin – Matráður í 50% starf Velferðarsvið – Störf á heimilum fatlaðs fólks Grunnskólar – Fjölbreytt störf í öllum skólum Vinnuskóli – Flokkstjórar Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á facebook síðunni Reykjanesbær – laus störf. Viðburðir í Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar - Ævintýri Tinna Miðvikudagskvöldið 18. apríl klukkan 20.00 kemur Gísli Marteinn Baldursson og fjallar um Tinna bækurnar sívinsælu. Allir hjartanlega velkomnir. Lærdómsvegurinn - kynning á Nesvöllum Friðþór Vestmann Ingason fjallar um reynslu sína að greinast með geðsjúkdóm og kynnir bók sína Lærdómsveginn á Nesvöllum mánudaginn 23. apríl klukkan 18:00. Allir velkomnir. Sumar í Reykjanesbæ - Ertu með? Ef þitt félag eða klúbbur vill vera með í Sumar í Reykjanesbæ vinsamlegast sendið upplýsingar á netfangið sumar@reykjanesbaer.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.