Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2018, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 18.04.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM miðvikudagur 18. apríl 2018 // 16. tbl. // 39. árg. Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamaður: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & um- brot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM REYKJANESBÆR GRINDAVÍK VOGARGARÐUR 4° 40kg 14° 1250kg 12° 75kg12° 4kg SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANESFLUTNINGASPÁ DAGSINS SANDGERÐI -20° 150kg Fyrirtæki á vegum Bláa Lónsins hf. hóf rekstur þann 12. apríl sl. á eigin áætlunarferðum til og frá Bláa Lóninu undir heitinu Destina- tion Blue Lagoon. Um er að ræða ferðir í Bláa Lónið frá Reykjavík og Keflavíkurflugvelli. Markmiðið er að bjóða gestum víðtækari þjónustu og tryggja samræmi í upplifun þeirra á meðan á heimsókn þeirra í Bláa Lónið stendur. Lagt er upp með að ferðirnar verði á klukkutíma fresti. Destination Blue Lagoon er fyrirtæki í meirihlutaeigu Bláa Lónsins hf. en samstarfsaðili félagsins í þessu verk- efni er hópferðafyrirtækið Airport Direct ehf., sem er dótturfélag Hóp- bíla hf. segir í frétt frá Bláa Lóninu. Loftrýmisgæsla Atlantshafsbanda- lagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar danska flughersins. Alls munu um 60 liðs- menn danska flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfs- menn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Opera- tions Center). Flugsveitin kemur til landsins með fjórar F-16 orrustu- þotur. Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egils- stöðum á tímabilinu 12. til 17. apríl. Verkefnið verður framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Flugsveitin verður staðsett á öryggissvæðinu á Kefla- víkurflugvelli. Ráðgert er að verk- efninu ljúki um mánaðamótin apríl/ maí. Verkefnið er framkvæmt af Land- helgisgæslu Íslands í samvinnu við Isavia. BLÁA LÓNIÐ STOFNAR RÚTUFYRIRTÆKI LOFTRÝMISGÆSLA NATO VIÐ ÍSLAND AÐ HEFJAST Listahátíð barna verður formlega sett fimmtudaginn 26. apríl og er það í 13. sinn sem hátíðin verður haldin. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er “Börn um víða veröld” en þátttakendur í hátíðinni eru allir tíu leikskólar bæjarins, allir sex grunnskólarnir, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Tónlistarskóli Reykja- nesbæjar og dansskólarnir Bryn Ballett Akademían og Danskompaní. Glæsilegar listsýningar verða í Duus Safnahúsum að venju og Hæfileika- hátíð grunnskólanna fer fram 9. maí. Helgina 28. og 29. apríl verða svo sér- stakir fjölskyldudagar þar sem fjöl- skyldum gefst kostur á að taka þátt í skemmtilegri dagskrá á svæðinu í kringum Duus Safnahús þeim að kostnaðarlausu. Sunnudaginn 29. apríl fara svo fram skemmtilegir fjölskyldutónleikar í Stapa þar sem tónlistararfur Suðurnesja sem snýr að börnum verður rifjaður upp. Það er Tónlistarskóli Reykjanesbæjar sem heldur tónleikana og sérstakur gestur þeirra er Magnús Kjartansson sem var öflugur fulltrúi þessarar tónlistar á sínum tíma og kom t.a.m. að útgáfu hljómplatna með barnastjörnunni Rut Reginalds. Listahátíð barna í fullum undirbúningi Frá setningarhátíð listahátíðar barna í Duus Safnahúsum á síðasta ári. Forráðamenn fyrirtækja og stofn- ana á Ásbrú hafa tekið höndum saman í gróðursetningarátaki. Markmiðið er að hvetja aðila á Ásbrú að gróðursetja í nánasta um- hverfi sínu. Hópurinn hefur fengið Bjarna Þór Karlsson, skrúðgarða- fræðing til liðs við sig og hefur hann útbúið tillögu að gróður- setningu sem hver aðili getur gert. Guðmundur Pétursson, fram- kvæmdastjóri hjá ÍAV á Ásbrú kallaði forráðamenn fyrirtækja og stofnana saman en mikill áhugi hefur vaknað um að gera gott átak í gróðursetningu Ásbrú. „Þetta er og verður skemmtilegt samfélags- verkefni. Það eru flestir til í að gera umhverfi okkar fallegra og vistlegra,“ sagði Guðmundur. Bjarni Þór fór yfir tillögu sína sem felst í því að hver aðili byrji á því að gróðursetja um 25 m2 reit í sínu umhverfi sem væri með um tuttugu trjám af ýmsum gerðum. Hann mun verða aðilum til aðstoðar og ráð- gjafar í gróðursetningunni. Litið er á þetta sem langtímaverkefni. Fljótlega verður efnt til hreins- unardags á Ásbrú en síðan verður sérstakur gróðursetningardagur í september en þá er góður tími til að gróðursetja trén að sögn Bjarna. Stjórn var kosin á fundinum til að fylgja málinu eftir en hana skipa Anna Guðmundsdóttir, skólastjóri Háaleitisskóla sem er formaður en með henni eru þeir. Sigþór Skúlason frá Airport Associates og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis. Hluti forráðamanna fyrirtækja og aðila sem vinna að gróðursetningarátaki. VF-mynd/pket. Gróðursetningarátak á Ásbrú -fyrirtæki og stofnanir vinna saman að verkefninu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.