Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2018, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 12.04.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 12. apríl 2018 // 15. tbl. // 39. árg. Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamaður: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & um- brot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM „FRÁ BARNI TIL BARNS“ STYRKTARTÓNLEIKAR Hljómborðsdeild skólans stendur fyrir styrktartónleikum fyrir langveik börn í Reykjanesbæ n.k. laugardag þann 14. apríl frá kl.11 til 14. Kaffihús – Listmarkaður. Allur ágóði rennur óskiptur til verkefnisins. Sjá nánar í fréttatilkynningu hér í blaðinu. Skólastjóri Í síðustu viku skrifuðu Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanes- bæjar, og Erling Freyr Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, undir samkomulag þess eðlis að Ljósleiðarinn verði kominn í öll hverfi Reykjanesbæjar fyrir árslok 2021. Það þýðir að heimilum mun standa til boða Eitt gíg. „Ljósleiðarinn mun ekki einungis færa heimilum bæjarins öflugt netsamband. Hann mun einn- ig eiga þátt í því að smyrja hjól at- vinnulífsins með því að styrkja stoðir nýsköpunar- og frumkvöðlastarfs. Reykjanesbæjar bíður björt framtíð og enn frekar með traustum innviðum,“ segir Kjartan Már. Samstarf um uppbygginguna Samhliða samkomulaginu við Reykja- nesbæ hefur Gagnaveita Reykjavíkur auglýst eftir samstarfsaðilum. Sam- starfið getur verið meðal annars: Að selja Gagnaveitu Reykjavíkur fjar- skiptalagnir sem fyrir eru í sveitar- félaginu og nýst geta við ljósleiðara- væðinguna, eða með samnýtingu framkvæmda með öðrum veitufyrir- tækjum, fjarskiptafyrirtækjum eða sveitarfélaginu sjálfu. Gagnaveita Reykjavíkur auglýsir eftir samstarfsaðilum í þessa veru og geta áhugasamir aðilar kynnt sér málið frekar á ljosleidarinn.is/samstarf Eitt gíg í boði Heimilum í þessum byggðarkjörnum mun standa til boða Eitt gíg gæða- samband Ljósleiðarans. Hann gefur kost á 1000 megabitum bæði til og frá heimili. Flest stærstu fjarskipta- og af- þreyingarfyrirtæki landsins bjóða þjónustu sína um Ljósleiðarann. Viðskiptavinum stendur til boða val á milli fjölmargra þjónustuleiða Vodafone, Nova, 365, Hringdu og Hringiðunnar. Lengi haft augastað á Reykjanesbæ „Við höfum lengi haft augastað á ljósleiðaravæðingu Reykjanesbæjar. Nýlega lögðum við stofnstreng suður eftir sem opnar á stækkun þjónustu- svæðis Ljósleiðarans á Reykjanesi.“ segir Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykja- víkur. Nú þegar eru um 89 þúsund heimili tengd opnu neti Ljósleiðarans. Það eru um 65% allra heimila í landinu. Áætlað er að sex þúsund heimili bæt- ist við á þessu ári. Stefnt að því að tengingum með samkomulaginu við Reykjanesbæ og nýlegu samkomulagi við Árborg verði lokið árið 2021. Þá er reiknað með að um 113 þúsund heimili eigi kost á þjónustu Ljósleiðarans. Ljósleiðarinn í Reykjanesbæ Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur við undirskrift samningsins. Svo gæti farið að kúlur sjáist að nýju í Rockville en fyrirtækið Útvör ehf óskar eftir stöðuleyfi fyrir uppblásin kúluhús á Rockville-svæðinu fyrir ferðaþjónustutengda starfssemi. Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráð Sandgerðisbæjar telur erindið ekki samræmast þeim hugmyndum sem höfð voru að leiðarljósi við nýtingu svæðisins í tillögu að deiliskipulagi sem unnið var fyrir svæðið á árinu 2008. Þó svæðið yrði heimilað til þeirra nota tímabundið sem umsækjandi óskar eftir er að- eins heimilt að veita stöðuleyfi til eins árs í senn og því aldrei hægt að verða við stöðuleyfi til tíu ára eins og óskað er eftir. Kadeco er með leigusamning við landeigendur um umrætt land og því verður landinu ekki ráðstafað án samráðs við þá. Erindi vísað til bæjarráðs/bæjarstjórnar til umsagnar. Þar lagði Daði Bergþórsson til að erindinu verði vísað til skoðunar í bæjarráði, sem var samþykkt samhljóða. Aftur kúlur í Rockville?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.