Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2018, Síða 17

Víkurfréttir - 12.04.2018, Síða 17
17MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 12. apríl 2018 // 15. tbl. // 39. árg. mikilvægt að breyta þeirri hugsun. Það eru margir sem eru í þjónustu hér en gætu samt alveg unnið og hafa áhuga á því, þótt það væri ekki nema hlutastarf. Í draumaheimi væru flestir að vinna samhliða því að vera hér hjá okkur en því miður er það ekki þannig.“ PRENTSMIÐJA Á FRUMSTIGI Fjölbreytt starf fer daglega fram hjá Hæfingarstöðinni og eru starfsmenn duglegir að gera daginn skemmtilegan með fjölbreyttum uppákomum eins og Boccia-mótum, föndri, skapandi starfi, listaverkavinnu og fleira. „Nýjasta viðbótin hjá okkur er prent- smiðja, en Styrktarsjóður í minningu Sigurbjargar safnaði fyrir verkefninu með sölu á skrifstofuvarningi þar sem ágóðinn fór í að kaupa tæki, búnað og efni. Þau seldu pappír út um allt land og notuðu ágóðann af því til kaupanna. Þau eru búin að vera ótrúlega dugleg að safna og núna er verið að þróa þetta og vinna og prent- smiðja Hæfó er farin af stað en er á frumstigi ennþá.“ HÆGT AÐ PRENTA Á NÁNAST HVAÐ SEM ER Hægt er að prenta á ýmsan varning eða í raun og veru allt sem hægt er að láta sér detta í hug. Í dag er hægt að láta prenta á boli, peysur, bolla, sundpoka, segla og fleira. „Við erum að fikta okkur áfram. Í framtíðinni verðum við með Facebook-síðu þar sem að fólk getur pantað vörur hjá okkur. Við munum sanngjarnt verð og gefum okkur aðeins lengri tíma í hlutina, þetta myndi efla atvinnu- starfsemina okkar verulega. Þá yrðu þetta verkefni sem eru atvinnutengd og ágóðinn myndi renna í okkar eigin sjóð sem fjármagnar það sem að sveitarfélögin fjármagna ekki. Eins og til dæmis árshátíð, sem er haldin árlega, sem við fjármögnum með vinnuverkefnum og sölu á vörum. Við förum árlega í vorferð, gefum öllum sem eru hérna páskaegg og jólagjafir, líkt og tíðkast á flestum almennum vinnustöðum.“ MARKMIÐIÐ ER AÐ HAFA GAMAN Jón Kristinn segir að það sé mark- mið þeirra að hafa gaman en í dag sé töluverð rólegheit, þar sem að engin vinnuverkefni frá fyrirtækjum séu fyrir hendi. Allir sem dvelji á Hæf- ingarstöðinni vilji vinna og hafa til- gang með deginum. „Við reynum að nýta veðrið og um- hverfið á sumrin og gera það sem okkur finnst skemmtilegt að gera en það er markmið okkar, að hafa gaman. Það skiptir öllu máli. Hér er líka frá- bært starfsfólk sem vinnur gott og ötult starf og sér til þess að starfsemin sé fjölbreytt og skemmtileg.“ Hægt er að skoða Facebook-síðu Hæfingar- stöðvarinnar en þar má sjá starfsemi þeirra og margt annað. Frá barni til barns – styrktartónleikar fyrir langveik börn í Reykjanesbæ Styrktartónleikarnir „Frá barni til barns” í þágu langveikra barna í Reykja- nesbæ verða haldnir næstkomandi laugardag, 14. apríl, í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Píanó-, harmonikku- og hljómborðsnemendur skólans efna til sex stuttra tónleika sem hefjast kl. 11 og verða á hálfa og heila tímanum til kl. 14. Tónleikarnir fara fram í Bergi, Hljómahöll. Listmarkaður verður opinn meðan á tónleikaröðinni stendur og rennur allur ágóði af sölu listaverka, hvort sem þau eru í orði, tónum, litum eða öðru formi, óskert til málefnisins sem stuðningur hinna fullorðnu við framtak barnanna. Listaverk eru byrjuð að berast á markaðinn jafnt frá áhuga- og at- vinnulistamönnum og er almenn- ingur í Reykjanesbæ hvattur til að skoða hvort þeir eigi í fórum sínum frumsamið hugverk, hand- verk, myndverk eða hvað annað af þessum toga sem viðkomandi vill gefa á listmarkaðinn til stuðnings þessu mikilvæga málefni. Slík framlög má tilkynna í síma Tón- listarskólans 420 1400. Að auki verður kaffihús á listmark- aðnum þar sem flutt verður tónlist af nemendum. Allur ágóði af sölu veitinga rennur sömuleiðis óskertur til málefnisins og eru allir hjartan- lega velkomnir. Hægt er að tryggja sér miða á tón- leikana með frjálsum framlögum inn á reikning nr. 0142-15-010366, kt. 3006584829, en einnig verða seldir miðar við innganginn í Berg. Söfnun beinna styrkja er hafin og hægt er að leggja framlag til lang- veikra barna í Reykjanesbæ inn á ofangreint reikningsnúmer. Reikningurinn verður opinn til 14. maí 2018. UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM Frumsýning Föstudaginn 13.apríl kl.20.00 -UPPSELT- 2. Sýning Sunnudaginn 15.apríl kl.20.00 3. Sýning Föstudaginn 20.apríl kl.20.00 4. Sýning Laugardaginn 21.apríl kl.20.00 Miðaverð 2.500 kr.- Miðapantanir í síma 421-2540 eftir kl.14.00. SÝNT Í FRUMLEIKHÚSINU VESTURBRAUT 17 / NÁNARI UPPLÝSINGAR INN Á WWW.LK.IS Höfundur: Gudmundson Leikstjóri: Jóel Sæmundsson yfirnátturuleg ástarsaga söngleikurinn

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.