Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2018, Side 20

Víkurfréttir - 12.04.2018, Side 20
20 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 12. apríl 2018 // 15. tbl. // 39. árg. Atvinna Óskum að ráð tvo góða starfsmenn á smurstöð og hjólbarðaverkstæði. Upplýsingar á staðnum. Smur- og hjólbarðaþjónustan ehf., Vatnsnesvegi 16, 230 Reykjanesbæ, sími 421 4546 Wypożyczalnia samochodów “Geysir” poszukuje na okres letni pracowników do mycia aut. Praca zaczyna się od kwietnia/maja. Dokładnych informacji o zarobkach i warunkach pracy udziela Marian. Telefon: 823-1177. ATVINNA Bílar & Hjól í fimmtán ár Fyrirtækið Bílar & Hjól í Reykjanesbæ fagnaði fimmtán ára afmæli þann 28. mars sl. Garðar Gunnarsson stofnaði Bíla & Hjól árið 2003. Fyrst annaðist verkstæði hans bílasprautun og réttingar ásamt tjónaskoðun á bifreiðum fyrir tryggingafélögin. Starfsmenn fyrirtækisins voru þá þrír en eftir að verkstæðið tók að sér þjónustuvið- gerðir og þjónustuskoðanir fyrir Öskju á KIA-bílum hefur fyrirtækið stækkað jafnt og þétt. Þá sjá Bílar & Hjól í dag einnig um þjónustuskoðanir fyrir Honda-bíla. Fjölmargir kíktu í afmælisveisluna þar sem boðið var upp á flottar veitingar í mat og drykk. Skemmtikraftar stigu á stokk og fluttu gamanmál og hressandi tónlist. Ljós- myndari Víkurfrétta smellti af meðfylgjandi myndum í veislunni. Gamalt og gott á timarit.is Minjafélag Voga lagði fram beiðni um viðbótarstyrkveitingu, vegna áforma um að koma Skjaldbreið í upprunalegt form. Bæjarráð Voga tók málið fyrir á fundi sín- um þann 4. apríl og lagt var fram minnisblað bæjarstjóra vegna beiðnar forsvarsmanna Minja- félagsins um samstarfssamning um endurbyggingu hlöðunnar Skjaldbreiðar á Kálfatjörn. Bæjarráð Voga samþykkti að gengið verði til samninga til þriggja ára um fjármögnun verkefnisins, þ.e. að framlag sveitarfélagsins verði ein m.kr. á ári, árin 2018, 2019 og 2020. Komi til fjárveitingar frá öðrum aðilum til þessa verkefnis, lækkar fjárveiting sveitarfélagsins samsvarandi. Fjár- veiting vegna ársins 2018 rúmast innan framkvæmdaáætlunar, en bæjar- stjóra falið að leggja fram viðauka vegna þess á næsta fundi bæjarráðs. Björn Sæbjörnsson f.h. D-listans bókaði á fundinum að hann taki jákvætt í erindið, en hann telji eðlilegt að erindum með beiðni um viðbótarfjár- veitingar frá félagasamtökum sé vísað til meðferðar við gerð fjárhagsá- ætlunar næsta árs og afgreitt á þeim vettvangi. Bergur Álfþórsson ítrekaði að umrædd fasteign sé í eigu sveitarfélagsins. Viðbótarstyrkveiting vegna endurbygg- ingar Skjaldbreiðar

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.