Víkurfréttir - 12.04.2018, Page 21
21MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 12. apríl 2018 // 12. tbl. // 39. árg.
Heilbrigðismál eru
sjálfsögð mannréttindi
- Í tilefni fundar Öldungaráðs Suður-
nesja í bíósal Duus húsa 6. apríl
Við vinnslu fjárlaga fyrir árið 2018
sendi Samband sveitarfélaga á
Suðurnesjum inn umsögn þar sem
bent var réttilega á að Suðurnesin
hafa verið fjársvelt af hinu opin-
bera. Þetta fjársvelti er óskiljan-
legt þegar hafðar eru í huga þær
staðreyndir, sem finna má í um-
sögninni, að hlutfallsleg fjölgun
íbúa er mest á Suðurnesjum eða
allt að 8% á ári sem er langt um-
fram landsmeðaltal. Ekkert bendir
í þá átt að sú fjölgun verði minni á næstunni og ætti það að eitt að vera
nóg til að viðeigandi ráðstafanir séu gerðar gagnvart íbúum svæðisins. Ef
við skoðum hvaða áhrif þetta hefur haft á heilbrigðismál okkar bæjarbúa
er nóg að skoða þær tölur sem við höfum m.a. um hjúkrunarrými fyrir
íbúa Suðurnesja.
Í október síðastliðnum kynnti Vel-
ferðarráðuneytið nýja áætlun um
fjölgun 155 hjúkrunarrýma. Athygli
vekur að þrátt fyrir að hjúkrunar-
rými eru færri á hvern íbúa á Suður-
nesjum en í öðrum heilbrigðisum-
dæmum er ekki gert ráð fyrir fjölgun
rýma hér. Ef við berum saman fjölda
rýma er heilbrigðisumdæmi Suður-
nesja með 3,8 rými á hverja 1.000
íbúa, heilbrigðisumdæmi Austur-
lands með 5,5 og heilbrigðisumdæmi
höfuðborgarsvæðisins með 6,6 rými.
Þá er heilbrigðisumdæmi Norður-
lands með 9,4 rými á hverja 1.000
íbúa, heilbrigðisumdæmi Vestur-
lands með 9,5 rými og heilbrigðisum-
dæmi Suðurlands með flest rými eða
12 á hverja 1.000 íbúa.
Skoðum líka fjárframlög til heilbrigðis-
stofnanna hvers svæðis fyrir sig.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er
úthlutað 387.000 kr á hvern íbúa,
Heilbrigðisstofnun Austurlands
343.000, Heilbrigðisstofnun Vestur-
lands 255.000, Heilbrigðisstofnun
Suðurlands 194.000 á hvern íbúa,
Heilbrigðisstofnun Norðurlands
153.000 og að lokum er Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja úthlutað 117.000
kr á hvern íbúa.
Í málefnaskrá Pírata á Suðurnesjum
er stefna okkar að koma heilbrigðis-
málum svæðisins í betra horf. Að
hafa eðlilegt aðgengi að heilbrigðis-
þjónustu eru sjálfsögð mannréttindi,
réttindi sem við búum ekki við nú-
verandi ástandi. Nauðsynlegt er að
aukinn þrýstingur sé settur á ríkið
svo hægt sé að koma á breytingum
fyrir íbúa Suðurnesja. Það þýðir að
bæjarstjórn sem kosin er af okkur
íbúunum taki upp gjallarhornið fyrir
okkar hönd og láti heyra almennilega
í sér og krefjist úrbóta.
Guðmundur Arnar Guðmundsson
sagnfræðingur
PÍPULAGNINGAMENN
ÍAV hf. | Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | s. 530 4200 | www.iav.is
Verkefni ÍAV eru á öllum sviðum
byggingariðnaðar hvort sem um er að
ræða íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði,
opinberar byggingar eða aðra mann-
virkjagerð sem og jarðgangagerð og
jarðvinnuframkvæmdir bæði hérlendis
og erlendis.
Við leggjum mikla áherslu á að ráða
til okkar kraftmikla og framsækna
einstaklinga, með góða hæfni í
mannlegum samskiptum.
Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu
og erum stolt af starfsandanum og
þeim metnaði sem hjá okkur ríkir.
ÍAV er eina verktakafyrirtækið á
Íslandi sem hefur bæði ISO 9001
gæðavottun og OSHAS 18001
öryggisvottun.
Nánari upplýsingar veitir Einar Ragnarsson í síma
854 0045
Umsóknir óskast lagðar inn í gegnum heimasíðu ÍAV,
www.iav.is
Hjá ÍAV starfar góður og samheldinn hópur, aðstaða
starfsmanna er til fyrirmyndar.
Skilyrði umsóknar er menntun sem nýtist í starfi.
Við leitumst eftir að stækka hópinn okkar og hvetjum
við konur jafnt sem karla að sækja um hjá okkur.
Vegna aukinna umsvifa og góðrar verkefnastöðu
óskar ÍAV eftir að ráða pípulagningamenn,
verkstjóra og nema á Suðurnesjunum.
OHSAS
18001
Occupational
Health and Safety
Management
OHS 606809
ISO
9001
Quality
Management
FM 512106
Við breytum vilja í verk
„VONANDI ERUM VIÐ Á LEIÐ ÁFRAM“
❱❱ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra á fundi í Reykjanesbæ. Greindi frá sjö nýjum dagdvalarrýmum
„Ég vona að þessi fundur sé til þess að við marks um það að við séum á
leiðinni eitthvað áfram. Það hafa lengi verið krefjandi verkefni á svæðinu,
fordæmalaust atvinnuleysi og núna fordæmalaus íbúafjölgun. Suðurnesja-
menn hljóta að vera langeygir eftir félagslegum stöðugleika. Ég fer fer
með allar þessar athugsemdir og ábendingar í ráðuneytið til úrvinnslu,“
sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra á fundi sem Öldungaráð
Suðurnesja stóð fyrir í Duus-húsum sl. föstudag.
Svandís fór yfir margvísleg mál í
heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum
og víðar og svaraði spurningum
fundarmanna en mjög góð mæting
var á fundinn. Hún greindi frá því
að umsókn um sjö ný dagdvalarrými
í Reykjanesbæ hefði verið samþykkt,
þar af fjögur vegna heilabilaðra og
þrjú ný pláss á Nesvöllum. Svandís
sagði vegna umræðu um mismun-
andi framlög til heilbrigðisstofnana
að samsetning á hverju svæði hefði
áhrif varðandi framlög og því væri
skýring á því af hverju framlög væru
minni til Suðurnesja en t.d. Suður-
lands og Vesturlands. Það væru
fleiri heilbrigðisstofnanir þar en á
Suðurnesjum og það kallaði á meiri
kostnað en framlög réðust ekki ein-
göngu vegna íbúafjölda.
Hún sagði aðspurð um skurðstofur
á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að
samkvæmt leiðbeiningum landlæknis
þá væri ekki ástæða til að hafa hér
starfandi opna skurðstofu. Hins vegar
væri verið að skoða meira samstarf
við Landsspítalann um um tilteknar
aðgerðir til að minnka biðlista. Svan-
dís sagði það mikið áhyggjuefni hvað
þróunin væri slæm í fjölgun heil-
brigðisstarfsfólks og þá sagðist hún
vona að lausn væri í sjónmáli varðandi
málefni ljósmæðra.
Á fundinum voru flutt nokkur erindi
sem lýsa vel erfiðri stöðu í heilbrigðis-
og öldrunarmálum á Suðurnesjum. Í
ályktun sem öldungaráð lagði fram,
og var samþykkt, er þess krafist að
fjárframlög til heilbrigðismála verði
aukin verulega strax á næsta ári og
heilbrigðisþjónusta í heimabyggð
verði efld. „Það er vitlaust gefið,“ eru
lokaorð ályktunarinnar.
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra
á fundinum í Duus-húsum. VF-mynd/pket.
Fjölmenni var á fundinum með heilbrigðisráðherra.