Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2018, Síða 23

Víkurfréttir - 12.04.2018, Síða 23
23ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 12. apríl 2018 // 15. tbl. // 39. árg. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Keflavíkur í knatt- spyrnu, hefur æft frá níu ára aldri og hún segir að hugar- farið sé mikilvægt til þess að ná árangri. Sveindís svaraði nokkrum spurningum fyrir okkur í Sport spjalli. Fullt nafn: Sveindís Jane Jónsdóttir. Íþrótt: Fótbolti. Félag: Keflavík. Hjúskaparstaða: Einhleyp. Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? 9 ára. Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Nína Ósk Kristinsdóttir. Hvað er framundan? Akkúrat núna er ég stödd í Þýskalandi í milliriðli fyrir EM u17 og við stefnum að sjálfsögðu á komast í lokakeppni EM. Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Þegar ég var valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna Keflavíkur 2016. Hvað vitum við ekki um þig? Ég borða ekki banana. Hvernig æfir þú til að ná árangri? Ég mæti á allar æfingar með það í huga að verða betri en ég var í gær, hugarfar skiptir miklu máli til þess að ná árangri. Hver eru helstu markmið þín? Ég skrifa öll mín markmið niður á blað og hengi þau svo upp á vegg inní herbergi, markmiðin mín eru bæði lítil og stór, alveg frá því að fylgjast betur með á æfingum og að vera í A-landsliðshóp. Skemmtilegasta sagan af ferl- inum? Gleymi því seint þegar þá- verandi þjálfarinn minn gerði mig að framherja og ég fór að hágráta því ég þoldi ekki að vera frammi. Núna vil ég bara vera frammi. Skilaboð til upprennandi íþróttamanna: Aldrei gefast upp og hafðu trú á sjálfum þér! Uppáhalds... ... leikari: Jennifer Aniston. ... bíómynd: She’s The Man. ... bók: Allt eða ekkert. ... Alþingismaður: Ég fylgist voða lítið með Alþingi. ... staður á Íslandi: Heima er best. SPORTSPJALL Sjö leikmenn frá Njarðvík og Kefla- vík í æfingahóp U20 U20 ára lið kvenna í körfu tekur þátt í Evrópukeppninni FIBA Eu- rope í sumar en keppnin fer fram í byrjun júní. Sjö leikmenn hafa verið kallaðir í æfingahóp frá Keflavík og Njarðvík en hópurinn kemur saman eftir miðjan maí og æfir, en eftir æfingadagana mun landsliðsþjálfari hópsins, Finnur Jónsson velja lokahópinn. Þeir leikmenn sem koma frá Njarðvík og Keflavík eru: Björk Gunnarsdóttir, Njarðvík. Erna Freydís Traustadóttir, Njarðvík. Hulda Ósk Bergsteinsdóttir, Njarðvík. Katla Rún Garðarsdóttir, Keflavík. Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir, Njarðvík. Svanhvít Ósk Snorradóttir, Njarðvík. Thelma Dís Ágústdóttir, Keflavík. Kátir krakkar á páskamóti júdó- deildar UMFN Fyrir páska var haldið Páskamót UMFN en það fór fram í aðstöðu Júdódeildar UMFN á Iðavöllum 12. Alls tóku þrjátíu keppendur þátt, keppt var í fjórum aldurs- flokkum og fjölmörgum þyngd- arflokkum. Yngstu iðkendur deildarinnar spreyttu sig í keltneskum fanga- brögðum og kepptu eldri iðkendur kepptu með reglum sem eru aðlag- aðar að hinum ýmsu fangbrögðum sem stunduð eru hjá júdódeildinni. Það er gleðin sem ræður ríkjum á þessu móti og fengu keppendur páskaegg að móti loknu. Taekwondo, júdó og hnefaleikar undir sama þaki Samningar um nýtt bardaga- hús við Smiðjuvelli 5 hafa verið lagðir fram til kynningar fyrir Íþrótta- og tómstundaráð Reykja- nesbæjar. Íþrótta- og tómstundaráð ráð gerir ráð fyrir að starfsemi Hnefaleika- félagsins, Taekwondo- og júdó- deildarinnar muni fara fram í nýja húsnæðinu og verði tekin í notkun síðar á árinu. Guðmundur Tyrfingsson ehf. Grænir & Góðir TM HÖLLIN KEFLAVÍK 30. MAÍ 31. MAÍ LAUGARDALSHÖLLINNI NÆLDU Þ ÉR Í MIÐ Á TIX.IS „Ég skrifa öll mín markmið á blað“ GLÆSILEGUR ÁRANGUR HJÁ BARDAGAKEMPUNUM Heiðrún Fjóla Evrópumeistari í Backhold Um helgina fór fram Evrópu- meistaramót unglinga í Backhold (skoskum fangbrögðum) og Gouren (franskri glímu). Glímusamband Ís- lands sendi sjö keppendur á mótið og í þeim hópi voru þrír Njarðvík- ingar, það voru þau Kári Ragúels Víðisson, Heiðrún Fjóla Pálsdóttir og Bjarni Darri Sigfússon. Kári varð fjórði í Backhold og Bjarni lenti í öðru sæti í sömu grein. Heið- rún Fjóla varð önnur í Gouren eftir að hafa sigrað hvern andstæðinginn á fætur öðrum og skellt stúlkunni sem hún barðist við í úrslitaviðureigninni nokkuð oft, var hún rænd sigrinum að flestra mati. Heiðrún bætti um betur í Backhold þar sem hún gjörsigraði alla keppi- nauta sína og stóð því uppi sem Evr- ópumeistari. Frækinn árangur hjá kempunum úr Njarðvíkunum. Hvað verður í boði fyrir börn og ungmenni í Reykjanesbæ sumarið 2018? Fræðslusvið rekur vefinn Sumar í Reykjanesbæ á slóðinni sumar.rnb.is. Þar er birt framboð tómstunda, íþrótta og afþreyingar fyrir börn og ungmenni. Ef þitt félag/klúbbur áformar að bjóða börnum og ungmennum í Reykjanesbæ upp á tómstunda- og/ eða leikjanámskeið eða aðra afþreyingu biðjum við um að upplýsingar verði sendar til íþrótta- og tóm- stundafulltrúa á netfangið sumar@reykjanesbaer.is fyrir 18. apríl. Íþrótta- og tómstundafulltrúi

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.