Morgunblaðið - 13.09.2017, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 3. S E P T E M B E R 2 0 1 7
Stofnað 1913 215. tölublað 105. árgangur
lyfja.is
Góð heilsa
gulli betri
Heilsutjútt
6.–17. september
30%
AFSLÁT
TUR
Allt að
af heils
uvörum
GLEYMSKA
ER PARTUR
AF MINNI GANGA Á HÆSTUFJÖLL NORÐURLANDA
FJÖLBREYTT
UMFJÖLLUN UM
SJÁVARÚTVEG
DAGLEGT LÍF 12-13 200 MÍLUR - SÉRBLAÐÍSLENSK FRÆÐI 30
Leiðtogar borgaralegu flokk-
anna í Noregi komu saman í gær-
kvöldi til að ræða möguleikann á að
mynda nýja ríkisstjórn eftir að þeir
héldu meirihluta sínum á þinginu
en töpuðu alls átta sætum. Talið er
að erfitt verði fyrir Ernu Solberg
forsætisráðherra að mynda trausta
ríkisstjórn og halda völdunum út
kjörtímabilið.
Tveir flokkar studdu minnihluta-
stjórn Hægriflokksins og Fram-
faraflokksins á þinginu á síðasta
kjörtímabili en annar þeirra, Kristi-
legi þjóðarflokkurinn, hefur hafnað
því að gera formlegan samning um
stuðning við stjórnina næstu fjögur
árin ef Framfaraflokkurinn verður
áfram í henni. Hinn flokkurinn,
Frjálslyndi flokkurinn, hefur léð
máls á áframhaldandi samstarfi við
stjórnarflokkana tvo og vill fá aðild
að stjórninni.
Nokkur óvissa er um framtíð
leiðtoga Verkamannaflokksins,
Jonasar Gahr Støre, jafnvel þótt
hann hafi sjálfur sagt að hann sé
staðráðinn í að sitja áfram sem leið-
togi flokksins. » 17, 18
AFP
Fagnað Solberg sker tertusneiðar handa
ráðherrum til að fagna úrslitunum.
Erfið stjórnar-
myndun framundan
Í undirbúningi er samkeppni um
stjórnarráðsbyggingar sem efnt
verður til í upphafi næsta árs. Með-
al annars er áformað að byggja
þúsund fermetra hús á baklóð
stjórnarráðsins við Lækjargötu fyr-
ir skrifstofur forsætisráðuneytis.
Byggingin á að tengjast stjórnar-
ráðshúsinu með tengigangi, en á
lóðinni eru nú bílastæði. »2
Byggt á baklóð
stjórnarráðsins
Borgarráð hefur samþykkt að
heimila viðbyggingu norðan við
Perluna sem hýsa mun stjörnuver
nýrrar náttúrusýningar í húsinu.
Áætlaður grunnflötur viðbygg-
ingar er 850 fermetrar og frum-
kostnaðaráætlun 350 milljónir
króna. Stefnt er að því að nýtt há-
tæknivætt stjörnuver verði opnað
haustið 2018.
Bygging stjörnuversins verður
fjármögnuð af Reykjavíkurborg
enda viðbygging við núverandi
eign. Eignarhaldsfélagið Perla
norðursins ehf. mun fjármagna
búnað og lausafé tengt stjörnu-
verinu og nemur áætlun þeirrar
fjárfestingar 310 milljónum króna.
Stjörnuverið verður með 360
gráða „allt-umlykjandi upplifun“
með öflugu hljóðkerfi og mestu
myndgæðum sem í boði eru á
heimsvísu í dag, segir í kynningu.
Fyrsta sýningin er sérstaklega
samin fyrir nýja stjörnuverið, fram-
leidd af Perlunni og Bowen Pro-
ductions, sem sérhæfir sig í mynd-
um fyrir stjörnuver. Sýningin er
byggð á verkum kunnra íslenskra
ljósmyndara og kvikmyndatöku-
manna sem feta nýjar slóðir til að
sýna náttúru og lífríki Íslands. »14
Stjörnuver rís við Perluna
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Upplifun Sýningin í Perlunni bygg-
ist á verkum íslenskra listamanna.
360 gráða „allt-umlykjandi upplifun“ opnuð haustið 2018
Forstjóri og
formaður stjórn-
ar Hörpu eru
sammála um að
fara þurfi yfir
rekstur Hörpu.
Viðhald og fast-
eignagjöld eru
að sliga starf-
semina og tapið í
fyrra var 24%
meira en árið á
undan. „Miðað við þær forsendur
sem blasa við, þá er það mat fráfar-
andi stjórnar og mitt sömuleiðis að
það þurfi að endurskoða rekstrar-
grundvöllinn í heild sinni,“ segir
Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri
Hörpu. »14
24% meira tap
á rekstri Hörpu
Harpa Rekstur
hússins gengur illa.
Alls taka um 500 fyrirtæki frá 22 löndum þátt í
Íslensku sjávarútvegssýningunni sem hefst í dag
í Smáranum og Fífunni í Kópavogi. Áhersla
verður lögð á nýjar framsæknar vörur og þjón-
ustu í sjávarútvegi. Nóg var að gera á sýning-
arsvæðinu síðdegis í gær við að gera allt klárt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gert klárt fyrir sjávarútvegssýninguna í Kópavogi
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Benedikt Jóhannesson fjármálaráð-
herra kynnti fjárlagafrumvarp 2018 í
gær en þar er gert ráð fyrir 44 millj-
arða afgangi. Nemur afgangurinn
3,8% af vergri landsframleiðslu.
Fyrirhugaðar eru nokkrar skatta-
hækkanir, m.a. verður olíu- og bens-
íngjald hækkað. Þannig hækkar
bensínlítrinn um 8 krónur og lítrinn
af díselolíu um 18 krónur. Runólfur
Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB,
segir þetta um 42 þúsund króna út-
gjaldahækkun í rekstri díselbíls fjöl-
skyldu á einu ári og talar um „aðför
að heimilisbílnum“.
Bitnar á ungu fólki
Sigurður Ingi Jóhannsson, for-
maður Framsóknarflokksins, segir
hækkunina koma verst niður á þeim
einstaklingum sem aka þurfi langar
vegalengdir vegna búsetu sinnar.
„Ungt fólk hefur verið að flýja hátt
fasteignaverð höfuðborgarsvæðis-
ins. Rafbíllinn er enn sem komið er
ekki valkostur fyrir þetta fólk. Þetta
er skattahækkun á það fólk.“
Þá hækkar áfengisgjald á hvern
sentilítra af léttvíni úr 106,8 kr. í
119,85 kr. og yrði þar með jafnt
áfengisgjaldi á bjór eftir 2,2% verð-
lagsuppfærslu. Áætlaðar tekjur af
áfengisgjaldi eru 18,9 milljarðar
króna.
Gagnrýna hækkun gjalda
Rekstrarkostnaður díselbíls hækkar um 42 þúsund krónur á ári vegna skatta-
hækkana Gert er ráð fyrir 44 milljarða króna afgangi í fjárlagafrumvarpi 2018
Fjárlagafrumvarp 2018
» Áætlaður er 44 milljarða
króna afgangur af fjárlögum.
» Áætlað er að veiðigjöld verði
nálægt 10 milljörðum.
» Lífeyrisskuldbindingar ríkis-
sjóðs nema 577 milljörðum.
» Framlag til vaxtabóta lækkar.
MFjárlagafrumvarp »6,10,11