Morgunblaðið - 13.09.2017, Qupperneq 4
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Þorsteinn Víglundsson, félags- og
jafnréttismálaráðherra, segir að
áhersla hafi verið lögð á tekju-
lægsta hóp ellilífeyrisþega í vinnu
við breytingar á ellilífeyriskerfi al-
mannatrygginga sem tóku gildi um
síðustu áramót. „Það er alveg ljóst
að þegar við berum saman greiðslur
Tryggingastofnunar í febrúar á
þessu ári og í febrúar í fyrra, tókst
breytingin mjög vel. Hjá lægri
tekjuhelmingi ellilífeyrisþega er
hækkunin á milli ára á bilinu 22 til
25%. Þá fer lægsti hópurinn úr
215.000 kr upp í 270.000 kr á mán-
uði,“ segir Þorsteinn, kjarabæt-
urnar á milli ára séu umtalsverðar.
„Það er fyrst og fremst sá hópur
sem er með blandaðar tekjur líf-
eyris- og atvinnutekna yfir 300.000
kr á mánuði sem er að fá ívið minna
frá almannatryggingunum heldur
en áður. En það sem skiptir ekki
síður miklu máli er að hópurinn sem
hefur litlar sem engar stvinnu-
tekjur, sem er mikill meirihluti
þessa hóps, er að koma umtalsvert
betur út.“
Af 33.881 ellilífeyrisþegum á
árinu 2016 voru 3.915 með atvinnu-
tekjur, þar af 1.462 með tekjur und-
ir 50.000 kr á mánuði. „Þetta er
staðan eins og hún var 2016 þegar
það var 109.000 kr. frítekjumark á
atvinnutekjur, og sýnir að sá hópur
sem nýtur góðs af frítekjumarkinu
er mikill minnihluti eldri borgara.
Það er æskilegt að það sé góður
sveigjanleiki í þessu kerfi og hvati
til atvinnuþátttöku en það eru ekk-
ert allir sem geta unnið fram eftir
aldri og það er mjög algengt hjá
þeim hópi fólks sem hefur unnið erf-
iðisvinnu í gegnum tíðina,“ segir
Þorsteinn.
Þorsteinn sat fyrir svörum á fjöl-
mennum fundi Félags eldri borgara
í Reykjavík í fyrrakvöld um frí-
tekjumark. Hann segist hafa ríkan
skilning á óánægju þessa hóps hvað
þetta varðar. Það hafi verið á
stefnuskrá Viðreisnar að hækka frí-
tekjumark atvinnutekna og það sé
jafnframt á stefnuskrá ríkisstjórn-
arinnar að hækka það um um næstu
áramót.
280 þús. kr. duga fólki ekki
Ellert B. Schram, formaður Fé-
lags eldri borgara í Reykjavík, segir
gríðarlega góða mætingu á fundinn
í fyrrakvöld sýna að þetta mál komi
fólki við. „Fólk kemur ekki á fundi
nema það sé óánægt og vilji að bet-
ur sé gert. Ég held að það þurfi
ekki að véfengja að þetta er vanda-
mál sem þarf að horfast í augu við,“
segir Ellert. „Kerfið er ekki eins
flott og ráðherra heldur fram. Það
efast enginn um að margt gott hef-
ur verið gert og margt fólk sem er
komið á aldur þarf ekki að kvarta,
en við höfum fyrst og fremst ein-
beitt okkur að fólki sem er ekki með
mikið á milli handanna. Fólk á
lægstu tryggingabótunum fær um
280.000 kr á mánuði og ég er ekki
sammála því að það dugi fólki til
þess að lifa af mánuðinn eftir að það
hefur greitt af því skatt.“
Um síðustu áramót var frítekju-
mark atvinnutekna lækkað niður í
25.000 kr sem gerir það að verkum
að eldri borgarar mega aðeins vinna
fyrir um 300.000 kr tekjum á ári.
„Þetta köllum við fátæktargildru.
Við höfum óskað eftir því að frí-
tekjumarkið sé lagt af eða hækkað
verulega. Það kom í ljós á fundinum
að þetta hvíldi þungt á fólki og
margir bentu á að þetta fældi fólk
frá því að vinna eða leiddi til þess að
eldri borgarar leituðu eftir svartri
vinnu,“ segir Ellert.
Umtalsverðar kjarabætur á milli ára
Morgunblaðið/Eggert
Fjöldi Frá fundi Félags eldri borgara í Reykjavík á mánudagskvöldið.
Breytingar á ellilífeyriskerfinu hafa tekist vel að sögn ráðherra Formaður Félags eldri borgara
í Reykjavík segir frítekjumarkið fátæktargildru Vill að það verði lagt af eða hækkað verulega
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fjárfestar áforma nýbyggingar við
hlið gömlu mjólkurstöðvarinnar á
Snorrabraut 54. Hugmyndir eru um
samtengda nýbyggingu vestan og
sunnan við húsið. Munu nýbygging-
ar og gamla húsið mynda heild.
+Arkitektar hafa lagt fram um-
sókn í umhverfis- og skipulagsráði
Reykjavíkur vegna málsins. Um-
sóknin varðar breytingu á deiliskipu-
lagi svonefnds Heilsuverndarreits.
Samkvæmt fundargerð ráðsins fólst
umsóknin í gerð nýbyggingar með
verslun, þjónustu og hóteli. Munu
íbúðir einnig koma til greina.
Teiknað af húsameistara
Samkvæmt fasteignaskrá var hús-
ið byggt 1929. Hönnuður hússins var
Einar Erlendsson húsameistari.
Líkindi eru með byggingunni og
Héraðsskólanum í Reykholti, sem
teiknaður var af Guðjóni Sam-
úelssyni, húsameistara ríkisins. Ein-
ar var aðstoðarmaður Guðjóns á
þessum tíma og síðar húsameistari
ríkisins. Guðjón nefndi útlit hússins
íslenskan hamrastíl. Þá er svipur
með Snorrabraut 54 og Sundhöll
Reykjavíkur, vestan við húsið, en
hún var einnig unnin á teiknistofu
húsameistara.
Steyptur strompur á norðurhluta
gömlu mjólkurstöðvarinnar mun
halda sér og áfram setja svip á horn
Bergþórugötu og Snorrabrautar.
Húsið má flokka undir Art Deco-
stíl. Lóðréttar línur einkenna húsið
og er það með flötu þaki. Það þykir
hluti af íslenskri steinsteypuklassík
og nýtur 20. aldar friðunar.
Húsið var upphaflega teiknað fyr-
ir iðnað en þar var mjólkurstöð með
smjör- og ostagerð. Tölvufyrirtækið
OZ keypti húsið af Osta- og smjör-
sölunni og seldi síðar til Söngskólans
í Reykjavík. Fram kom á Vísi.is í
sumar að skólinn hefði selt húsið til
félagsins Sandhótels. Rætt var um
að kaupverð væri hátt í 600 milljónir.
Miðað við það og að stærð nýbygg-
inga ofanjarðar sé 3.100 fermetrar
má ætla að kostnaður við verkefnið
verði ekki undir 1,5 milljörðum.
Samkvæmt fasteignaskrá er skólinn
skráður eigandi hússins.
Með fleiri hótel í pípunum
Skv. heimildum blaðsins er tekið
mið af arkitektúr mjólkurstöðvar-
innar og Sundhallarinnar við hönnun
nýbygginga. Skapa á heildstætt yfir-
bragð og styrkja götumyndina.
Félagið Sandhótel er tengt rekstri
Sandhótels á Laugavegi 34a-36. Það
tengist byggingu hótels á Vegamóta-
stíg. Ekki náðist í fulltrúa félagsins.
Teikning/+Arkitektar
Gamla mjólkurstöðin Á baklóð Snorrabrautar 54 eru gamlar geymslur sem hafa verið innréttaðar sem vinnusalir. Þær verða rifnar. Sunnan við húsið var
áður bílastæði fyrir mjólkurstöðina. Sú lóð hefur lengi verið óbyggð. Nýbyggingar á þeirri lóð og á baklóðinni eru hér merktar með grænum lit.
Byggt við mjólkurstöð
Fjárfestar áforma hótel við sögufrægt hús Kostnaður minnst 1,5 milljarðar
Teikning/+Arkitektar
Snorrabraut 54 Framhlið gamla hússins hefur tekið breytingum í gegnum
tíðina. Stendur til að færa það í upprunalegt horf. Strompurinn heldur sér.
Morgunblaðið/Eggert
Kennileiti Byggingin er á svonefndum stofnanareit í borginni og því fjarri
götu. Stílhrein hönnunin þykir heyra undir steinsteypuklassík í Reykjavík.
Magnús Ólafur
Garðarsson,
stofnandi United
Silicon, segir
kæru sem stjórn
United Silicon
hefur lagt fram
á hendur honum
ekki eiga við
nokkur rök að
styðjast. Í kær-
unni er Magnús
sakaður um stórfelld auðgunar-
brot, meðal annars með því að
gefa út tilhæfulausa reikninga sem
litu út fyrir að vera uppgreiðsla á
verksamningi.
„Þetta er náttúrlega bara
stærsta bull og vitleysa sem ég hef
nokkurn tímann lesið,“ sagði
Magnús í samtali við mbl.is. Í
fréttatilkynningu sem hann sendi
fjölmiðlum í gær kemur fram að
hann telji að með kærunni sé verið
að reyna að koma honum í slæma
stöðu. „Það er augljóst að Arion
Banki er að reyna að koma mér í
eins lélega stöðu og mögulegt er,
svo hann geti eignast allt félagið
án þess að borga fyrir það. Þetta
eru með skítugustu brögðum sem
ég hef séð beitt í viðskiptaheim-
inum.“
Fleiri fyrirtæki og hluthafar í
United Silicon eru að skoða rétt-
arstöðu sína vegna málsins, þar á
meðal Arion banki sem er meiri-
hlutaeigandi í félaginu.
Segir Arion Banka
beita bolabrögðum
Magnús Ólafur
Garðarsson
Gögn sem varða umsókn Róberts
Downey, sem áður hét Róbert Árni
Hreiðarsson, voru síðdegis í gær
birt á vef dómsmálaráðuneytisins í
kjölfar niðurstöðu úrskurðar-
nefndar upplýsingamála. Í bréfinu
lagði hann fram meðmæli frá
þremur vinum til margra ára.
„Þar sem nú eru liðin rúm tvö
og hálft ár frá því að ég lauk af-
plánun og þar sem ég hef síðan lif-
að reglusömu og heiðarlegu lífi,
leyfi ég mér að fara þess á leit, að
mér verði veitt uppreisn æru að
því er þetta varðar,“ segir í bréfi
Roberts sem hann sendi til innan-
ríkisráðuneytisins í september
2014 en bréfið var stílað á forseta
Íslands.
Þeir sem veittu meðmælin voru
Halldór Einarsson, Viðar Marel Jó-
hannsson kennari og Gauti Elvar
Gunnarsson lögfræðingur og
fulltrúi sýslumannsins í Reykjavík
en þeir eiga það sameiginlegt að
hafa þekkt Robert lengi.
Fékk meðmæli frá
æskuvinum sínum
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017