Morgunblaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017 List á Laugavegi Litríkt vegglistaverk skreytir gafl hússins að Laugavegi 159a sem var byggt árið 1931. Myndin setur mikinn svip á húsið og lífgar upp á götumyndina. Eggert Hægt er að deila um margt þegar kemur að landbúnaði – ekki síst sauðfjárrækt. Auðvelt er að gagnrýna land- búnaðarráðherra fyrir að bregðast seint og illa við þegar forráðamenn bænda reyndu á fyrstu mánuðum ársins að vara við að alvarlegir erfiðleikar væru fram- undan í sauðfjárrækt. Að sama skapi má færa fyrir því rök að tillögur ráð- herrans til lausnar vandanum séu gamaldags og eigi fremur skylt við að pissa í skóinn en að styrkja heil- brigðar undirstöður byggðar og land- búnaðar. Afurðastöðvar, sem eru flestar í eigu bænda sjálfra, verða einnig að horfast í augu við gagnrýni um að vöruþróun hafi ekki verið sinnt – að andvaraleysi hafi valdið því að lambakjötið hafi orðið „undir“ í sam- keppni við annað kjöt. Bændur þurfa að velta því fyrir sér hvernig standi á því að þeir hafi tekið þátt í því með stjórnvöldum að byggja upp kerfi í sauðfjárrækt, þar sem þeir njóta í litlu aukinnar framleiðni og neyt- endur upplifa stöðnun. Það hefur tek- ist mun betur til í mjólkurframleiðslu og -iðnaði. Margir í bændastétt hljóta að líta í eigin barm og spyrja af hverju þeir hafa skilgreint sig sem launamenn en ekki sjálfstæða at- vinnurekendur sem eru burðar- stólpar sinna samfélaga. Þetta við- horf hefur litað öll samskipti við stjórnvöld. Um allt þetta og fleira er hægt að halda langar ræður og deila lengi. En um eitt verður ekki deilt: Staða ís- lenskra sauðfjárbænda er alvarleg og margir horfa fram á þrot – jafnvel þeir bændur sem eru til fyrirmyndar og reka hagkvæmustu búin kunna að neyðast til að bregða búi. Stoðir mannlífs í mörgum byggðum veikjast – jafnvel hrynja. Vera kann að hug- myndir um 20% fækkun sauðfjár séu reistar á traustum upplýsingum en tillögur ráðherra um hvernig þeirri fækkun skuli náð fela í sér þá hættu að það verði fremur yngri bændur en þeir eldri sem hætta sauðfjárbúskap, hagkvæmari bú hætti en þau sem óhagstæðari eru haldi áfram. Ekkert í tillögunum gefur tilefni til þess að bændur geti gert sér vonir um að hagur þeirra batni á komandi árum. Fari allt á versta veg eru líkur á því að sauðfjárframleiðsla hér á landi verði óhagkvæmari og dýrari en áður. Allir tapa, neytendur jafnt sem bændur, verslunin og sláturleyfishafar. Staðið vörð um eigin matvælaframleiðslu Allar sjálfstæðar þjóðir standa vörð um eigin matvælafram- leiðslu, með einum eða öðrum hætti. Sagan hefur kennt þjóðum heims þá hörðu lexíu að tryggja nægjanlegt framboð á mat- vælum. Þetta á ekki aðeins við á tím- um ófriðar, heldur einnig þegar glímt er við náttúruhamfarir og efnahags- legar þrengingar, líkt við Íslendingar kynntumst ágætlega í kjölfar fjár- málakreppunnar 2008. Í náinni fram- tíð verður það sameiginleg áskorun okkar að tryggja ekki aðeins aðgang að matvælum á hagstæðu verði fyrir neytendur heldur ekki síður að það sem er á boðstólum standist kröfur um heilnæmi, sem aftur mun hafa veruleg áhrif á það hvernig okkur tekst að standa undir heilbrigðiskerf- inu og fjármögnun þess. Krafan um frjálsan innflutning landbúnaðarvara er eðlileg en sú krafa verður að byggjast á þeim sanngjörnu skilyrðum að innlendir framleiðendur (bændur) standi á jafnræðisgrunni gagnvart erlendum aðilum. Þetta á t.d. við um niður- greiðslur í framleiðslulandinu, notk- un sýklalyfja, kröfur um aðbúnað dýra, nýtingu lands og kröfur um hollustuhætti á öllum stigum fram- leiðslunnar. Að þessu leyti sker land- búnaður sig ekki frá öðrum atvinnu- rekstri. Ein grunnskylda stjórnvalda er að tryggja að íslensk fyrirtæki standi jafnfætis erlendum keppinaut- um, hvort heldur er á innanlands- markaði eða á erlendum mörkuðum. Alþingismönnum hafa undanfarna daga borist fjölmargar ályktanir sveitarstjórna vegna hruns í afkomu sauðfjárbænda. Þær ályktanir og áhyggjur sem sveitarstjórnarmenn láta þar í ljós eru til vitnis um mik- ilvægi landbúnaðar, þá sérstaklega sauðfjárræktarinnar, sem burðarás í byggðum um land allt. Það eru því al- mannahagsmunir að þessari fornu at- vinnugrein sé sköpuð heilbrigð og sterk umgjörð. Kjötfjallið verður bara stærra Ég er sammála landbúnaðarráð- herra í efasemdum um að rétt sé að innleiða svokallaða útflutningsskyldu. Hugmyndir bænda og sláturleyfis- hafa um slíka skyldu, sem eru þó án nokkurs kostnaðar fyrir ríkissjóð, eru óskynsamlegar og kunna að reynast skaðlegar fyrir bændur ekki síður en neytendur. En að samkeppnislög komi í veg fyrir að bændur og af- urðastöðvar hafi samstarf um mark- aðssetningu á erlendum mörkuðum, er ekki til marks um að lög verndi ís- lenska neytendur, heldur þvert á móti – þau leiða til hærra verðs og lakari gæða. Hugmyndin um tímabundna sveiflujöfnun til að tryggja nægjan- legt framboð á innanlandsmarkaði, er hins vegar skiljanleg við núverandi aðstæður. Hugmyndir ráðherra um að greiða sérstakt sláturálag á ær, auka enn vandann þar sem birgðir munu a.m.k. tvöfaldast. Með öðrum orðum – fækkun sauðfjár mun eðli máls samkvæmt auka birgðavanda sem tekist hefur ágætlega að glíma við síðustu mánuði. Kjötfjallið verður stærra en við höfum séð áður og ókleift ef ekki tekst að selja ær- og lambakjöt til annarra landa. Hengingaról og fátæktargildra Fyrir bændur sem á undanförnum árum hafa verið að hasla sér völl í sauðfjárrækt og lagt allt sitt undir, er lítið í fyrirliggjandi tillögum sem gef- ur þeim von um að bjartari tímar séu framundan. Það er eitt að ganga í gegnum erfið ár en annað að sjá ekk- ert birta til í framtíðinni. Lækkun ásetningshlutfalls skiptir auðvitað máli og léttir undir hjá mörgum. Sér- stakar „greiðslur vegna kjaraskerð- ingar“ gera hins vegar lítið. Endur- fjármögnun og lenging lána breytir engu ef afkoman breytist ekki í fram- tíðinni – aðeins er lengt í hengingar- ólinni. Sem sagt; við erum að pissa í skóinn – sauðskinnskóinn að þessu sinni. Ég óttast að verið sé að leggja upp í vegferð sem getur endað illa. Verið sé að búa til fátæktargildrur til sveita í stað þess að styrkja stoðir undir sjálfstæðan atvinnurekstur. Í byrjun þessa árs tók gildi nýr bú- vörusamningur. Vandi sauðfjár- bænda verður ekki rakinn til hans. En hitt virðist augljóst að samning- urinn er gallaður, þjónar hvorki bændum né neytendum. Samning- urinn býður ekki upp á mikil tækifæri fyrir bændur til að byggja upp arð- vænleg bú, sem þó ætti að vera keppi- kefli fyrir samfélagið. Stuðningur við búskap er í litlu bundinn við hag- kvæmni, en ýtir undir aukna fram- leiðslu, óháð kostnaði, framlegð og eftirspurn. Ég átti þess kost að sitja fjölmenn- an fund húnvetnskra og skagfirskra bænda á Blönduósi fyrir nokkru, þar sem fjallað var um vanda sauðfjár- búskapar. Umræður voru hreinskiln- islegar og bændur raunsærri en margir aðrir sem standa frammi fyrir miklum erfiðleikum. Það blasir við að sauðfjárbændum fækkar á komandi árum, þó ekki væri nema vegna þess að ungt fólk tekur ekki við búrekstri og eldri bændur hætta. Bændur gera sér grein fyrir þessu betur en aðrir. Þessar breytingar skapa hins vegar tækifæri til að auka hagkvæmni enn frekar og styrkja fjárhagsstöðu og af- komu þeirra bænda sem halda áfram búskap. Hagkvæmni í sauðfjárrækt fer hins vegar fyrir lítið ef hagræðing næst ekki við slátrun og úrvinnslu af- urðanna. Tillögur um nýtt kerfi Því hefur verið haldið fram að það sé ekki skynsamlegt fyrir stjórnmála- mann að koma fram með tillögur í „heitum pólitískum málum“. En án hugmynda komumst við ekkert áfram en spólum í sama farinu uns yf- ir lýkur. Ég hef hægt og bítandi komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé að inn- leiða kvótakerfi – beingreiðslur – í sauðfjárrækt, ekki ósvipað og gildir í mjólkurframleiðslu. Augljóst er að hagræðing verður að eiga sér stað hjá afurðastöðvum og kjötvinnslum, sam- hliða öflugri vöruþróun. Rétt er að viðurkenna að hug- myndirnar eru ekki fullmótaðar og ekki er ég að finna upp hjólið. Mark- miðið er hins vegar skýrt; að skjóta styrkari stoðum undir landbúnaðinn og gera bændum kleift að horfa til langrar framtíðar, en ekki frá einni sláturtíð til annarrar: Sett er greiðslumark fyrir bein- greiðslur, þ.e. það heildarmagn fram- leiðslu sem rétt á á beingreiðslum. Gæðastýringagreiðslum er hætt. Beingreiðslur miðast við ákveðið lág- marksbú – a.m.k. 100 kindur og bundnar því skilyrði að öll framleiðsla sé samkvæmt viðurkenndum gæða stöðlum – m.a. er varðar velferð dýra og ábyrga meðferð á landi, heilnæmi og heilbrigði framleiðslunnar.  Greiðslumarkinu er í upphafi skipt niður á einstök bú/bændur sam- kvæmt sanngjarnri reglu (t.d. hlut- deild í framleiðslu undangengin þrjú ár).  Handhafar greiðslumarks eiga rétt á beingreiðslum á hverja einingu framleiðslunnar upp að greiðslu- marki sínu.  Greiðslumark hvers árs er nokk- uð undir áætlaðri innanlandseftir- spurn – t.d. 95%.  Framleiðsla umfram greiðslu- mark er heimil en nýtur ekki bein- greiðslna. Fyrir framleiðslu umfram greiðslumark fá bændur það verð sem sláturleyfishafar og/eða aðrir kaupendur eru tilbúnir að greiða. Verðið verður því lægra sem meira er framleitt umfram greiðslumarkið. Að sama skapi verður verðið hærra eftir því sem eftirspurn er meiri, ekki síst ef vel tekst til á erlendum mörkuðum.  Greiðslumark bænda er fram- seljanlegt bæði varanlega og til skamms tíma. Þá getur verið rétt að setja inn ákvæði um að enginn bóndi (sauðfjárbú) geti farið yfir ákveðna hlutdeild af heildargreiðslumarki, (líklega undir 1%).  Kerfið er til langs tíma (15-25 ár).  Lögð er sú skylda á sláturleyfis- hafa að sjá um söfnun og slátrun fyrir bændur og miðist skyldan a.m.k. við greiðslumark. (Svipuð skylda og í mjólkinni en þarf að útfæra samhliða því sem unnið er að hagræðingu í slátrun.) Samhliða kerfisbreytingum í sauð- fjárrækt á að innleiða sérstaka aðlög- unarsamninga vegna nýrrar starf- semi til sveita. Með þeim verði rudd braut fyrir bændur til að byggja upp nýja búgrein eða hasla sér völl á öðr- um sviðum. Aðlögunarsamningar til búháttabreytinga og nýsköpunar, sem gerðir eru við ábúendur jarða, eru til ákveðins árafjölda (5-7 ár) og háðir því skilyrði að reksturinn tryggi byggðafestu og búsetu á viðkomandi jörð. Þá verði sérstaklega litið til þess með hvaða hætti bændur hafi fjár- hagslegan hvata til að taka þátt í kol- efnisbindingu og öðrum verkefnum á sviði loftslagsmála og dragi úr þörf Íslendinga til að kaupa losunarheim- ildir í gegnum viðskiptakerfi Evrópu- sambandsins. Eftir Óla Björn Kárason » Fyrir bændur í sauð- fjárrækt sem hafa lagt allt sitt undir er lít- ið í fyrirliggjandi til- lögum sem gefur þeim von um að bjartari tímar séu framundan. Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Erum við að pissa í sauðskinnsskóinn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.