Morgunblaðið - 13.09.2017, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.09.2017, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017 Hoist Vinnulyftur • Víkurhvarf 4 • Sími 517 6000 • hoist@hoist.is • www.hoist.is Umboðsaðili Alimak Hek á Íslandi Turnlyftur Sala og þjónusta Sérhæfum okkur í sölu og þjónustu á lyftum af öllum stærðum og gerðum 517 6000 Hrafn á að hengja og skjóta höggva, stinga og brjóta. Það er ekkert rugl, þetta er andstyggðarfugl, með söguna svarta og ljóta. Í seinni féttum RÚV 6. sept sl. var talað við Kristin Hauk Skarphéðins- son fuglafræðing sem taldi brýnt að alfriða hrafna því stofninn væri á undanhaldi og í útrýmingarhættu er fram líða stundir. Þetta hrafnadekur fræðingsins er dapurlegt því fyrir það fyrsta er fjarstæða að hröfnum sé að fækka og nefni ég þar til reynslu mína frá Hveragerði þar sem ég var heilan vetur og leit varla svo til lofts að þar væri ekki hrafna- ger á sveimi. Eins er í Ísafjarðar- kaupstað og yfir allri strandlengj- unni þar sem ég fer iðulega um. Í öðru lagi er hrafn versta illfygli og hataður af okkur bændum, skaðvald- ur í æðarvörpum, veldur stórtjóni á heyrúllum um land allt og leggst á afvelta og lifandi kindur, heggur fyrst úr þeim augun, opnar síðan huppinn og dregur garnirnar út um allt og getur liðið langur tími þar til fórnarlambið deyr. Í þriðja lagi er hrafninn mikilvirkur eggja- og unga- ræningi, samanber þetta lokaerindi úr kvæði þjóðskáldsinsins: Lóan heim úr lofti flaug (ljómaði sól um himinbaug blómi grær á grundu) til að annast unga smá – alla etið hafði þá hrafn fyrir hálfri stundu. Indriði á Skjaldfönn. Velvakandi Svarað í síma 569- 1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Fækkum fuglafræð- ingum Hrafnar Óhætt er að segja að hrafninn (Corvus corax) sé einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Að gefnu tilefni: Enginn þéttbýlisstaður með við- líka umferðarþunga að og frá um háan fjallveg (Fjarðarheiði, 600 m) hefur beðið jafn lengi eftir varan- legum öruggum heilsárssam- göngum. Vegna þessa hefur allri þróun og eflingu atvinnulífs sífellt verið ógnað. Fjárfestar sniðganga staðinn, hann einangrast og öryggisleysið sem fylgir leiðir til at- gervisflótta. Nú er mál að linni ef ekki á verr að fara (sjá umferðar- tölur á vegagerdin.is). Þróunin hjá einangruðustu þétt- býlisstöðunum frá 1970 til dagsins í dag er þessi: Vestfirðir: Bolungarvík – Ísa- fjörður = gerð þrenn jarðgöng. Norðurland: Siglufjörður = gerð tvenn jarðgöng. Ólafsfjörður = gerð tvenn jarðgöng. Austurland: Neskaupstaður (Oddsskarð) = gerð tvenn jarð- göng. Seyðisfjörður (Fjarðarheiði) = engin varanleg lausn. Færeyskar fólks- og bílferjur hafa siglt frá 1975 til og frá Seyð- isfirði, eða í 42 ár. Norröna hefur siglt allt árið frá 2003 og kemur vikulega til hafnar á Seyðisfirði. Árlegur farþegafjöldi fram og til baka nemur því að fylla rúmlega eina Boeing-flugþotu alla virka daga ársins. Vöruflutningar aukast stöðugt. Höfnin er langstærsta skemmti- ferðaskipahöfn Austurlands. Sú fjórða á landsvísu. 45 skip koma nú í ár. Það stefnir í 60 skipakomur 2018. Á einum sólarhring hafa t.d. komið þrjú skip með um 5.000 manns. Margir fara dagsferðir til Héraðs og til baka um Fjarðar- heiði. Höfnin, með öfluga móttöku ferðafólks og sjávarafurða, er lífæð staðarins. Egilsstaðaflugvöllur er varaflug- völlur fyrir millilandaflug að og frá Íslandi með vaxandi möguleikum í flutningum. Samstarfs- og sam- legðaráhrif við Seyðisfjarðarhöfn, sem er önnur gátt inn og út úr land- inu fyrir ferðafólk og vörur, er því augljós. Öruggar heilsárssam- göngur milli flugvallar og hafnar skipta þar meginmáli. Talið er að um 80% umferðar yfir Fjarðarheiði sæki til Héraðs, á flug- völl, áleiðis norður í Mývatnssveit, suður Öxi eða til Borgarfjarðar eystri. 20% umferðarinnar sækja yf- ir Fagradal í Fjarðabyggð og áfram suður firði. Ferðamálastofa áætlar að til Seyðisfjarðar komi 275.000 ferða- menn í ár og um 17% þeirra gisti á Seyðisfirði. Íbúar Seyðisfjarðar eru 650. Með Fjarðarheiðargöngum verða ca 18-20 km á flugvöll Egilsstöðum. Fram og til baka 36-40 km. Fjarðaleiðin svonefnda, suður úr Seyðisfirði, leysir ekki Fjarðarheið- ina. Hún kallar á tvenn jarðgöng (alls 12 km) með fjóra gangamunna. Til Mjóafjarðar (5,5 km) og áfram(6,5 km) í ný Norðfjarðargöng til Eski- fjarðar og Reyðarfjarðar, yfir Fagra- dal til Egilsstaða, alls um 70 km. Það gerir 140 km fram og til baka. Fyrir akandi umferð er það lenging, miðað við Fjarðarheiðargöng, um 100 km. Þeirri leið hefur því alfarið verið hafnað sem næstu forgangsfram- kvæmd í jarðgangagerð á Austur- landi. Lengd Fjarðarheiðarganga, 12-13 km, er engin fyrirstaða í gangagerð í dag. Lærdalsgöngin í Noregi, sem eru helmingi lengri, 24 km, voru opn- uð fyrir 17 árum. Nýlega er hafin framkvæmd við Rogfastgöngin, 27 km löng neðansjávargöng, í Noregi. Færeyingar eru byrjaðir á rúmlega 12 km löngum neðansjávargöngum og eru með í undirbúningi til Sand- eyjar neðansjávargöng sem verða enn lengri. Öllu tali um að Fjarðarheiðargöng sem næstu göng þjóni ekki hags- munum alls Austurlands, einungis Seyðfirðingum, er vísað til föðurhús- anna með vísan í framanritaðar stað- reyndir. Ekki er talað um að ný Norðfjarðargöng þjóni bara hags- munum Norðfirðinga, enda fráleitt að setja slíkt fram. Öruggar heilsárs- samgöngur eru nútímamannréttindi. Seyðfirðingar sækja í vaxandi mæli þjónustu til Fljótsdalshéraðs, sem er miðstöð verslunar, þjónustu og samganga á Austurlandi. Sam- vinna og samgangur hefur og er því mikill milli sveitarfélaganna. Vaxandi áhugi er á báðum stöðum fyrir því að skoða enn frekari samvinnu og sam- einingu sveitarfélaganna. M.a. hefur verið rætt um að kalt neysluvatn og heitt vatn frá Hitaveitu EF tengist til Seyðisfjarðar í gegnum Fjarðarheið- argöng, en kaupstaðurinn fellur und- ir svonefnd „köld svæði“. Sveitarfélögin á Austurlandi hafa með árlegum samþykktum sínum (SSA 2014-2015-2016) um jarðgöng á Austurlandi ályktað að Fjarðar- heiðargöng verði forgangsverkefni að loknum Norðfjarðargöngum. Það er svo ítrekað í nýrri, samhljóða, samþykkt stjórnar SSA 29. ágúst sl. Þingmenn Austurlands hafa allir sem einn stutt þá forgangsröðun. Niðurstaðan að velja Fjarðar- heiðargöng, sem nú þegar eru í sam- gönguáætlun, er byggð á ítarlegri umfjöllun Austfirðinga og fagaðila til fjölda ára og samanburða á lausnum á samgöngumálum á Austurlandi, með heildarsýn á málaflokkinn í huga. Vilji Seyðfirðinga, bæjar- stjórnar Seyðisfjarðar og sveitarfé- laga á Austurlandi er að samgöngu- yfirvöld og Alþingi Íslendinga virði þessa niðurstöðu. Við undirritaðir óskum öllum Aust- firðingum til hamingju með opnun Norðfjarðarganga nú í haust, Norð- lendingum með opnun Vaðlaheiðar- ganga þegar þar að kemur og Vest- firðingum nú við upphaf Dýrafjarðarganga. Fjarðarheiðargöng – einangrun Seyðisfjarðar rofin Eftir fyrrverandi og núverandi bæjarstjóra á Seyðisfirði frá 1974-2017 » Ferðamálastofa áætlar að til Seyð- isfjarðar komi 275.000 ferðamenn í ár. Um 17% þeirra gista á Seyðis- firði. Íbúar Seyðis- fjarðar eru 650. Jónas Hallgrímsson, bæjarstjóri 1974-1984, Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri 1984-1998, Ólafur Hr. Sigurðsson, bæjarstjóri 1998-2002 og 2006-2011, Tryggvi Harðarson, bæjarstjóri 2002-2006, Vilhjálmur Jónsson núverandi bæjarstjóri frá 2011. Ljósmynd/Ómar Bogason Samgöngur Seyðisfjörður úr Bjólfi. Sunnudaginn 27. ágúst sl. fór fram leik- ur í úrvalsdeild knatt- spyrnu, Stjarnan-FH. Að leikslokum er það venja að leikmenn þakki dómurum leiks- ins, á miðjum leik- velli. Án þeirra væri enginn leikur. Þarna í lokin fengu allir áhorfendur einhvers konar aukaleik. Dómarar og leik- menn FH voru umkringdir starfs- mönnum og leikmönnum Stjörn- unnar. Síðan hófust slagsmál. Loksins þegar herkvínni lauk þá fékk einn varnarmaður FH rauða spjaldið. Í leiknum var hann kominn með gult spjald, og síðan mikið stjakað við honum í von um að hann gleymdi sér og veitti andóf. Í her- kvínni virðist hann hafa reynt að verja sig gegn slagsmálasérfræð- ingum Stjörnunnar, sem fengu rautt eins og hann. Þarna er í engu við dómarann að sakast. Hann á að verja leikmenn sína. Því fá margir rautt við að verja sig. Dómarinn fór því að reglum. – Það sem þarna birtist er nýtt for- dæmi. Knattspyrnufélög geta eftirleiðis haft til- tækan slagsmálahóp að leikslokum. Þetta verð- ur verðugur leik- spennuauki í framtíð- inni. Hvar og hvenær verð- ur slegist næst? Þetta er jú ódýrt: Rautt á þá sem stýra áflogum, rautt á andstæðinginn – með tilhlýðilegri virðingu fyrir gestunum. Lifi aukin fjölbreytni fótboltans! Ný fordæmi Eftir Ámunda Ólafsson Ámundi H. Ólafsson »Knattspyrnufélög geta eftirleiðis haft tiltækan slagsmálahóp að leikslokum. Þetta verður verðugur leik- spennuauki í framtíð- inni. Höfundur er fyrrverandi flugstjóri. tea@vortex.is Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.