Morgunblaðið - 13.09.2017, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
14. september ár hvert, á fæðingardegi dr.
Sigurðar Nordals, gengst Stofnun Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum fyrir svo-
kölluðum Sigurðar Nordals fyrirlestri. Að
þessu sinni flytur Gunnþórunn Guðmunds-
dóttir fyrirlesturinn, en hún er prófessor í al-
mennri bókmenntafræði og forseti Íslensku-
og menningardeildar Háskóla Íslands.
Á síðasta ári kom út ytra bók Gunnþór-
unnar, Representations of Forgetting in Life
Writing and Fiction sem Palgrave Macmillan
gefur út. Í bókinni fjallar hún um það að
gleyma og þá sérstaklega hvernig hægt er að
rekja hið gleymda í frásögum og minningum.
Hún segir að fyrirlesturinn fjalli um tengt
efni. „Ég ætla að tala um arkívina, tala um
fjölskylduarkívina og hvað gerist þegar hún
verður stafræn, hvernig breytir það sambandi
okkar við fortíðina. Ég ræði þetta líka í bók-
inni, en á öðrum nótum.“
Átök við stafræna minnið
- Þegar maður á aðeins eina mynd af
barninu sínu segir sú mynd afskaplega mikla
sögu, en þegar myndirnar skipta tugum þús-
unda þá tekur myndin af barninu á sig allt
aðra mynd.
„Stafrænu minningarnar safnast saman og
fólk verður kvíðið yfir öllu því sem það á, fyll-
ist kvíða yfir því hvernig best sé að geyma
hlutina og varðveita og glímir svo við sektar-
kennd yfir því að skoða safnið aldrei. Við erum
löngu hætt að sitja með fjölskyldunni að skoða
myndaalbúm, en myndaalbúmin eru þó það
sem fólk sér mest eftir þegar það stendur og
horfir á heimili sitt brenna. Myndirnar eru
líka eina heimildin sem fólk á í dag, enda eiga
allir ljósmyndir af sjálfum sér, eða svo gott
sem allir, en þeir eiga ekki lengur bréf eins og
algengt var áður.
Þegar Facebook segir manni frá því hvað
maður sagði eða gerði á þessum degi fyrir
tveimur árum þá eru það alls ekki okkar raun-
verulegu minningar. Ég get ekki sagt frá því
hvað ég gerði áttunda september 2015 eða
hvað ég var að lesa þann dag og ég skil oft
ekki þessa statusa sem birtast á Facebook –
þetta er alls ekki okkar minni, þetta er Face-
book-minni. Síðan eru þetta oft líka minningar
sem við viljum ekki muna, minningar um veik-
indi eða erfiðleika sem við viljum mjög gjarn-
an gleyma, sem við viljum fá að vinna úr á
okkar hraða. Við erum í smá átökum við staf-
ræna minnið, það er núningur á milli þess
hvernig okkar minni virkar og stafræna minn-
isins og það er ekki síst vegna þess að við
höldum að stafræna minnið sé rétta minnið.
Mannkynið hefur viljað hafa fullkomið minni
af því það var ákjósanlegt að muna sem mest
og tengist lærdómi og þekkingu. Okkur hættir
því til að líta á stafræna minnið sem lausn: nú
getum við munað allt!“
Gleymskan er alltaf partur af minninu
- Minnið er skeikult, enda er hausinn á okk-
ur ekki geymsla heldur er hann vinnslustöð –
við erum alltaf að laga til minningar og slípa.
„Já, minnið er óáreiðanlegt en samt er það
gríðarlega mikilvægt, enda er sjálfsmynd okk-
ar búin til í minninu. Það sem ég ræði þó í bók-
inni og einnig í fyrirlestrinum er að gleymskan
er alltaf partur af minninu, hún er ekki and-
stæða heldur hjálpar hún okkur til þess ein-
mitt að sætta okkur við fortíðina og líka til
þess að muna. Við þurfum á gleymskunni að
halda en jafnframt erum við alveg á fullu að
reyna að berjast á móti henni. Við viljum ekki
tapa fortíðinni alveg, viljum til dæmis muna þá
sem deyja alveg sérstaklega.
Það er þó gott að gleyma en við verðum líka
að passa að gera það í hófi og við þurfum líka
að gæta að samfélagsminninu, þurfum til
dæmis að passa okkur þegar stjórnvöld vilja
að við gleymum hlutum eða stjórnmálamenn.
Þá erum við á hættuslóðum, því vald og minni
er vandmeðfarið.“
- Í bókinni ræðir þú um það hvernig menn
nota minnið í ævisögum og viðlíka til að búa til
nýja mynd af sjálfum sér.
„Maður gerir þetta alltaf, maður er alltaf að
segja sögur af sjálfum sér á mismunandi hátt í
mismunandi samhengi, hvort sem það er þeg-
ar maður kynnist nýju fólki, eða fer til nýs
læknir – það kemur ný frásögn í hvert sinn.
Hún breytist í gegnum tímann og mótast líka
af fólki, af þínum minnishóp, sameiginlegt
minni okkar. Fjölskylda okkar mótar mjög
mikið hvernig við munum æskuna og við erum
leiðrétt í sífellu, sérstaklega ef maður á eitt-
hvað af systkinum,“ segir Gunnþórunn og
hlær.
Æskuminningarnar eru
samstarfsverkefni
„Æskuminningar okkar eru í raun sam-
starfsverkefni og það eru ákveðnar minningar
sem er ýtt að okkur og svo munum við ekki
lengur hvort við séum að finna fyrir skynhrif-
unum sem við fundum fyrir þá eða hvort við
séum bara að muna söguna sem einhver sagði
okkur.
Frásögn er algjört lykilatriði í öllu sem
tengist minni, því við erum alltaf að reyna að
koma minningum í orð, og þá erum við að
móta þær um leið, það er eins og við séum sag-
an af okkur sjálfum. Frásögnin breytist líka í
hvert sinn. Það sér maður til dæmis í sjálfs-
ævisögulegum textum. Þegar menn hafa skrif-
að nokkra slíka í gegnum ævina þá breytast
þeir í hvert sinn, enda er ekkert upprunalegt
og óbreytilegt í minninu heldur mótast það af
umhverfi og aðstæðum.“
- Það má segja að eftir því sem maður kynn-
ist betur heilastarfsemi okkar sér maður betur
hvað við erum ófullkomin.
„Og hvað við erum háð aðstæðum.
Setningin „ég man“ fríar okkur þó að vissu
leyti enda ætlast enginn til þess að það sé
100% staðreynd sem þú ert að fara að segja.
Það er ætlast til þess að þú sért að segja frá
því hvernig þú manst hlutina og áheyrandinn
veit að þú ert sennilega ekki að segja alveg
rétt frá, heldur að segja frá þinni útgáfu af því
sem gerðist. Stundum skapar það árekstra, en
oftast verður til sameiginleg saga.“
- Minnishópur, til að mynda fjölskylda, býr í
sameiningu til minningu sem hún á sameigin-
lega en niðurstaðan þarf ekki endilega að vera
„rétt“.
„Nei, en hún er sönn fyrir sjálfsmynd fjöl-
skyldunnar. Svo getur eitthvað gerst, eins og
til dæmis þegar eitthvert skelfilegt atvik er
þaggað niður innan fjölskyldu. Þá verður allt
miklu erfiðara og flóknara, því þá er ekki bara
sannleikurinn að koma í ljós heldur er verið að
eyðileggja sjálfsmynd fjölskyldunnar. Það er
oft það sem er erfiðast þegar fólk er að segja
frá einhverju misjöfnu mörgum árum síðar.
Þá er verið að brjóta það niður sem sjálfs-
mynd fólks hefur byggt á að einhverju leyti og
það vekur hryggð og ótta. Fólki finnst að það
sé að tapa einhverju, enda erum við alltaf að
búa frásögnina til. Við týnum dögunum sam-
stundis en höfum mikla þörf fyrir að tengjast
þeim.“
Gleymska er partur af minni
Gunnþórunn Guðmundsdóttir ræðir minni og gleymsku í Sigurðar Nordals fyrirlestri
Ljósmynd/Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson
Frásögn Gunnþórunn Guðmundsdóttir flytur Sigurðar Nordals fyrirlestur á fimmtudag.
Hildur Loftsdóttir
hilo@mbl.is
Heimildarmyndin Skjól og skart
eftir Ásdísi Thoroddsen verður
frumsýnd í Bíó Paradís annað
kvöld kl. 20.
„Undirtitill
myndarinnar er
handverk og
saga íslensku
búninganna,“
segir leikstjór-
inn, sem fylgdi
hópi áhuga-
samra sauma-
kvenna á nám-
skeiði hjá
Heimilisiðnaðarfélaginu.
„Þær segja frá sínu, hvers
vegna þær eru að búa til þessa
búninga sem eru svo sjaldan born-
ir. Út frá samræðum þeirra á milli
og við kvikmyndatökuvélina vakna
spurningar og þá er leitað annað
og út fyrir. Svo er líka farið í
handverkið sem er af mjög mis-
munandi tagi,“ útskýrir leikstjór-
inn.
Pólitík þjóðbúninganna
„Þessi mynd kom til af því að
einu sinni bjó ég til mynd um
bátasmíðar á Norðurlöndum og
fylgdi þá eftir hópi karla sem voru
að smíða, og núna langaði mig að
gera handverki kvenna skil,“ segir
Ásdís.
„Myndin varð samt svolítið
öðruvísi því það er pólitískur flöt-
ur á þessu. Búningurinn varð
mjög táknrænn fyrir þá þjóðfrels-
isbylgju sem fór um lönd á tímum
19. aldar. Hér á landi og víða um
Evrópu tók fólk upp þjóðbúninga
sem pólitískt tákn og hefur verið
fram á 20. öld og það er svo
spurning hvað maður tengir við
það í dag.“
Ásdís segir að einnig komi fram
í myndinni sú samræða hvort
megi breyta búningunum eða ekki.
„Það er alltaf spurning með
menningararf, er hann lifandi eða
óbreytanlegur? Á að setja hann
upp á stall og bara virða hann fyr-
ir sér? Eða á hann að vera hluti af
okkar daglega lífi?“
Ömmurnar hafa áhrif
Margskonar handverk er sýnt í
myndinni og þar á meðal skart-
smíðin fyrir búningana.
„Þekktasti gullsmiðurinn sem
gerir þjóðbúningaskart er Dóra
Jónsdóttir í Gullkistunni á
Frakkastígnum. Hún kemur fram
í myndinni til að ræða um fald-
búninginn sem er genginn í end-
urnýjun lífdaga. Nýlega er fólk
farið að sauma faldbúninga sem
dóu út í upphafi 19. aldar. Þeir
eru með miklum útsaumi neðst á
pilsinu og með treyju, og höfuð-
fatið sem var borið við búninginn
krókfaldur eða spaðafaldur,“ út-
skýrir Ásdís.
„Ég er sjálf dóttir módernista
og móðir mín, Ásdís Sveinsdóttir,
var frumkvöðull í módern skart-
gripasmíði. Samt sem áður fór
hún út í þessa búningaskartsmíði
vegna hefðar. Í upphafi módern-
isma var borin mikil virðing fyrir
góðu handverki,“ útskýrir Ásdís.
„Amma mín, Theodóra Thorodd-
sen, gekk alltaf í upphlut, út af
pólitík, og það eru margar sem
tengja við þessa búninga út af
ömmum sínum.“
Ásdís segir að það virðist vera
meiri áhugi fyrir þjóðbúningum í
dag heldur en var.
„Kannski hefur alþjóðavæðingin
áhrif. Nú þegar heimurinn er orð-
inn einsleitari fer fólk að leita róta
sinna, upprunans,“ segir Ásdís og
hvetur alla til að koma að sjá
myndina Skjól og skart. „Það er
heilmikill fróðleikur í henni.“
Margar hliðar
þjóðbúningsins
Mynd um handverk og sögu ís-
lensku þjóðbúninganna Er menn-
ingararfurinn óbreytanlegur?
Fólk leitar róta sinna og uppruna
Handlagni Fjölmargar konur búa sér til íslenskan þjóðbúning. Stilla úr nýrri heimildarmynd Ásdísar.
Ásdís
Thoroddsen