Morgunblaðið - 13.09.2017, Page 33

Morgunblaðið - 13.09.2017, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017 AF LISTUM Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Í dægurmenningu eru til tiltekin verk sem gnæfa svo hátt yfir sagna- geira sinn að óhugsandi er að líta á önnur verk sama geira án þess að reynslan litist af þeim. Kvikmynda- röðin Star Wars litar t.d. á einn hátt eða annan allar „geimóperur“ og sambærileg geimævintýri. Það get- ur verið forvitnilegt að skoða for- vera þessara „stórverka“ og sjá hver helstu áhrifin á geir- ann voru áður en þau urðu til. Það er ekk- ert leyndarmál að Star Wars var og er undir áhrifum frá fjölda eldri verka, sérstaklega bandarískum vísindaskáldskap í kvikmyndum og tímaritum fjórða áratugarins. Annar áhrifavaldur sem bent hefur verið á er franska myndasagan Valérian et Laureline eftir Pierre Christin og Jean-Claude Mézières sem kom fyrst út árið 1967, heilum áratug fyrir fyrstu Star Wars-myndina. Froskur útgáfa gaf nýlega út fyrstu þrjár Valerían- bækurnar í tengslum við kvikmynd- ina Valerian and the City of a Tho- usand Planets sem kom út í júlí. Ég skrifaði á dögunum um þá mynd og þótti lítið til hennar koma en mér þykir þó áhugavert að sjá bækurnar sem persónurnar komu úr. Reyndar eru sögurnar í bókinni talsvert áhugaverðari en myndin, sem er á nútímamælikvarða fremur dæmi- gerð geimópera. Greinilega er ekki við bækurnar eða aldur þeirra að sakast um ófrumleika myndarinnar því bókin er langt því frá að vera bara geimópera: Tvær af sögunum þremur fjalla reyndar um Valerían og Lorelínu á tímaflakki, nokkuð sem myndin var alveg laus við. Bæði er farið til Frakklands á miðöldum og til New York á tíma þar sem heimurinn hefur verið lagður í rúst vegna kjarnorkusprenginga. Ferðin síðarnefnda fær mig til að gruna að Valerían hafi líka haft áhrif á mynd- ir eins og Escape from New York sem gerast eftir að sprengjurnar falla og siðmenning hrynur. Þar sem persónurnar fara svo víða er mynd- efnið í bókinni mjög fjölbreytt. Maður finnur fyrir því að teikn- arinn var enn að fóta sig í fyrstu sögunni en teiknistíllinn verður smám saman betri eftir því sem líður á bókina og ég hlakka til að sjá hvernig hann lítur út í seinni bókum Í gegnum tíma og rúm með Valerían þegar Mézières hefur náð vopnum sínum. Líkt og útgáfa Frosks á Svals- og Valsbókinni Skriðdrekanum og einingarhúsinu gerir fyrsta Valerí- an-safnbókin góða grein fyrir því sögulega samhengi sem sögurnar birtust fyrst í og er því fróðleg auk þess að vera skemmtileg. Fremst í bókinni er birt viðtal við höfundana tvo ásamt Luc Besson, leikstjóra kvikmyndarinnar, og síðan grein um tilurð, sögu og tengingar Valerí- anbókanna. Sögurnar sem fylgja á eftir þessu lesefni eru þó talsvert þróaðri en þær í Svals- og Valsbók- inni og því er auðveldara að mæla með þessari bók fyrir yngri lesendur auk grúskara og áhugamanna um myndasögur og vísindaskáldskap. Eitt sem ég verð að finna að bókinni er að íslensku þýðingunni er ábótavant. Þýðingin er langt því frá hörmuleg en sums staðar hafa staf- setningarvillur slæðst inn og annars staðar virkar málfarið svolítið stirt, eins og það hafi verið aðeins of bein- þýtt. Auk þess virðist leturgerð bók- arinnar vanta íslenskar gæsalappir og þær sem eru notaðar í staðinn stinga svolítið í augu. Þetta er ekki vandamál sem ríður bókinni að fullu en þetta er þó nokkuð sem Froskur mætti bæta í framtíðinni. »Maður finnur fyrirþví að teiknarinn var enn að fóta sig í fyrstu sögunni en teiknistíllinn verður smám saman betri eftir því sem líður á bókina. Veisla Þessi blaðsíða úr Þúsund stjarna veldinu er gott dæmi um furðuver- urnar og -heimana sem Jean-Claude Mézières teiknar. Breski leikhúslistamaðurinn Peter Hall er látinn 86 ára að aldri. Frá þessu greinir BBC. Hall hafði mikil og afgerandi áhrif á breskt leikhús á seinni hluta 20. aldar. Hann leikstýrði fyrstu bresku uppfærslunni á Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett 1955 og heimsfrumsýningunni á Heim- komunni eftir Harold Pinter 1965. Árið 1960, þá aðeins 29 ára gamall, stofnaði hann Royal Shakespeare Company og stýrði til 1968. Hann var leikhússtjóri Breska þjóðleikhússins 1973 til 1988 og hafði yfirumsjón með flutningi þess úr Old Vic í núverandi húsakynni. Hann var listrænn stjórn- andi Glyndebourne Festival Opera 1984 til 1990, stofnaði Peter Hall Company 1998 og stýrði því til 2011 þegar hann var greindur með heila- bilun auk þess sem hann kom að stofnun Rose Theatre Kingston 2003. Hann starfaði á alþjóðlegum vett- vangi sem leikhús-, kvikmynda- og óperuleikstjóri, en 1983 leikstýrði hann hring Wagners á Bayreuth- hátíðinni í tilefni af 100 ára ártíð tónskáldsins. Síð- asta uppfærslan hans var á Þrettándakvöldi eftir Shakespeare hjá Breska þjóð- leikhúsinu 2011. Samstarfsfólk Halls minnist hans með hlýju. „Hann umbreytti klassísku og nútímaleikhúsi í Bret- landi,“ tísti leikarinn Patrik Stewart. Leikstjórinn Richard Eyre segir Hall „hafa verið og vera guðföður bresks leikhúss“. Greg Doran, leikhússtjóri RSC, segir Hall hafa verið „stór- menni, undirstaða í bresku leikhúsi. Hann var hugsjónamaður“. Nicholas Hytner, fyrrverandi listrænn stjórn- andi Breska þjóðleikhússins, segir Hall „einn merkasta listamann í breskri leiklistarsögu“ og í hópi manna á borð við Richard Burbage. silja@mbl.is Leikstjórinn Peter Hall látinn Peter Hall Bandaríski leikstjórinn Patty Jenk- ins mun leikstýra næstu kvikmynd um Wonder Woman, Undrakonuna, en hún leikstýrði þeirri fyrstu sem frumsýnd var nú í sumar og hefur notið mikillar aðsóknar og góðrar gagnrýni. Gal Gadot mun snúa aft- ur í hlutverki valkyrjunnar góð- hjörtuðu og er stefnt að því að frumsýna myndina 13. desember árið 2019. Kvikmyndatímaritið Variety greindi frá þessu í gær og einnig að Jenkins hefði þegar hafist handa við að skrifa handrit mynd- arinnar ásamt Geoff Johns og Jon Berg. Haft er eftir Johns að ætlunin sé að gera aðra frábæra kvikmynd um Undrakonuna. Talið er að Jenkins fái um átta milljónir dollara fyrir að skrifa og leikstýra kvikmyndinni og reynist það rétt verða það hæstu laun sem kvenkyns kvikmyndaleikstjóri hef- ur fengið í kvikmyndasögunni. Þá mun hún einnig fá hluta ágóða af miðasölu. Jenkins ætti að vera vel að laununum komin því Wonder Woman hefur malað gull í miða- sölu, skilað yfir 1,2 milljörðum doll- ara á heimsvísu en framleiðsla hennar kostaði um 150 milljónir dollara. Snýr aftur Gal Gadot í hlutverki Undra- konunnar í smellinum Wonder Woman. Leikstýrir framhaldi Undrakonunnar LAUS VIÐ VERKI VEGNA SLITGIGTAR FÆST Í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM OG HEILSUHILLUM STÓRMARKAÐA „Ég hef verið að kljást við slitgigt í hnjám og mjóbaki í fjölmörg ár og prófað margt, bæði lyf og náttúrulyf . bæklunarlækni r benti mér á að huga betur að lífstílnum og taka innNUTRILENKGOLD Ég fór að hans ráðum og batinn er ótrúlegur. Ef ég sleppi því að taka inn NUTRILENKGOLDþá finn ég verkina koma aftur. Ég mæli heilshugar meðNUTRILENKGOLD.“ Hinrik Ólafsson leikari, kvikmyndagerðarmaður og leiðsögumaður Nutrilenk fyrir liðina Náttúrul egt fyrir liðin a GOLD NNA Vertu laus við LIÐVERKINA Eitt mest selda efnið fyrir liðina hér á landi SÝND KL. 6 SÝND KL. 10.30 SÝND KL. 6, 8, 10 SÝND KL. 8 Miðasala og nánari upplýsingar 5%

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.