Feykir


Feykir - 24.01.2014, Qupperneq 4

Feykir - 24.01.2014, Qupperneq 4
4 Feykir 03/2014 Smá í Feyki :: Síminn er 455 7171 smá AUGLÝSINGAR Skrúðgarðyrkja í Garðyrkjuskólanum Frábært nám á góðum stað! Allt sem viðkemur nýbygg- ingu, viðhaldi og endurgerð lóða. Undirstöðuatriði garðyrkjunnar. Nám á fram- haldsskólastigi. Sveinspróf. Nánar á www.lbhi.is Landbúnaðarháskóli Íslands Aukin löggæsla á landsbyggðinni VILHJÁLMUR ÁRNASON SKRIFARAÐSENT Alþingi samþykkti, að frumkvæði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innan- ríkisráðherra, að verja 500 milljónum til eflingar löggæslu á landsbyggðinni. Innanríkisráðherra fól undirrituðum þá ábyrgð að fara fyrir nefndinni ásamt fulltrúum allra flokka á Alþingi. Nefndin skilaði til ráðherra tillögum sínum í síðustu viku. Verkefni nefndarinnar var að koma með tillögur að því hvernig fjármagni þessu yrði best varið. Líkt og allir vita er fjármagn af skornum skammti. Því var ljóst frá upphafi að ekki yrði hægt verða við öllum óskum með 500 milljónum, sem eru engu að síður talsverðir fjármunir. Því þurfti að for- gangsraða og var lögð áhersla á að auka viðbragðsgetu, sýni- leika og eftirlit lögreglunnar á landsbyggðinni. Þessum markmiðum verður náð með fjölgun lögreglu- manna- og kvenna; auknum akstri ökutækja lögreglu á þjóðvegum landsins; aukinni þjálfun og menntun; auknum búnaði og að endingu bættum mannauðsmálum. Þá verða rannsóknardeildirnar enn fremur efldar. Öryggis- og þjónustustig lögreglunnar mun aukast þegar tillögurnar komast til fram- kvæmda, en innanríkisráð- herra hefur nú þegar samþykkt þær. Tillögurnar miða að því að lögregluembættin geti strax hafist handa við að auglýsa lausar stöður svo að ráðningar geti hafist frá og með 1. mars. Þá mun öryggi lögreglumanna aukast og starfsaðstæður verða bættar. Það er jákvætt og ekki síður mikilvægt eftir tíma niður- skurðar og aðhalds að geta snúið vörn í sókn og eflt lögregluna til muna. Þetta er aðeins fyrsta framfaraskrefið af mörgum en verkefninu er alls ekki lokið. Og mun ég leggja mitt af mörkum til að svo megi verða! Góðar stundir. Vilhjálmur Árnason, alþingismaður. Skiptar skoðanir um ágæti staðsetningarinnar Ákvörðun ráðuneytis um vistun ungra fanga í Háholti Félags- og húsnæðismála- ráðherra hefur ákveðið að meðferðarheimilið Háholt i Skagafirði verði sá staður þar sem fangar undir aldri sem dæmdir hafa verið til óskilorðsbundinnar refsingar verði vistaðir næstu þrjú ár. Ákvörðun ráðherra er umdeild og er það þá einkum staðsetningin sem hefur verið gagnrýnd. Eins og Feykir hefur greint frá hafa hugmyndir þessa efnis verið lengi á döfinni en sam- komulag um málið var undir- ritað 6. desember sl. Unnið er að gerð þjónustusamnings til að landa málinu og er áætlað að kostnaður við hann nemi um 4-500 milljónum króna. Í umfjöllun veftímaritsins Kjarnans í síðustu viku er haft eftir sérfræðingum sem starfa með ungum brotamönnum að Háholt sé ekki hentugur staður undir starfsemina, þar sem heimilið þyki of fjarri þeirri stoðþjónustu sem brotaþola- rnir þurfa á að halda, þjónustu sérfræðinga og geðlækna, sem eru langflestir staðsettir á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess séu fjölskyldur og rætur brotamannanna nánast undantekningarlítið þar. Ari Jóhann Sigurðsson, annar af forsvarsmönnum Hádranga ehf, sem reka Háholt, sagði í samtali við Feyki í vikunni að margt mælti einmitt með því að vista unga afbrotamenn í Háholti. „Ég tel raunar að við séum afar vel í sveit sett gagnvart þessu. En þetta gengur svolítið í bylgjum, einu sinni voru öll úrræði á höfuðborgarsvæðinu en uppúr 1990 var farið að dreifa þeim aftur um landið og á þeim tíma hófst starfsemin hér í Háholti. Nú vilja menn aftur hafa þetta sem mest á höfuðborgar- svæðinu. Það hljómar fallega í fjölmiðlum þegar sagt er að það eigi að vinna með þessi börn í „nærumhverfi“ þeirra. Því miður er það svo í of mörgum tilfellum að „nær- umhverfi“ barnanna er þeim beinlínis lífshættulegt og það eina sem hægt er að gera er að taka barnið a.m.k. tímabundið úr þessu umhverfi.“ „Það er búið að reka þetta heimili í fimmtán ár og alltaf er einhver hluti sem getur ekki nýtt sér meðferðarúræði á höfuðborgarsvæðinu, af því sú staðsetning hentar ekki. Barnaverndarnefndir hafa sótt um pláss hérna einmitt vegna staðsetningarinnar. Brotthlaup er t.a.m. algengara ef meðferð- in á sér stað nær Reykjavík,“ sagði Ari. „Öryggislega erum við heldur ekki verr sett hér, lögreglan er fljótari að koma hingað frá Sauðárkróki, heldur en t.d. frá Reykjavík á Stuðla. Varðandi sérfræðiþjónustu þá eru sálfræðingar hér á svæðinu. Að vísu er ekki geðlæknir lengur eftir að sú staða var lögð niður á Sauðárkróki fyrir fáeinum árum. En t.d. í öðrum fangelsum koma geðlæknar reglulega á staðinn og það ætti alveg eins að vera gerlegt hér. Það er líka einstaklingsbundið hvort skjólstæðingar vilja nýta sér slíka þjónustu,“ sagði Ari ennfremur. Vel mannað meðferðarheimili Í Háholti eru í dag tæplega níu stöðugildi og þrjú meðferðar- pláss. Kennsla fer fram á staðnum og eðli málsins sam- kvæmt er þar sólarhringsgæsla. Ari segir það afar jákvætt að á Háholti sé lítil starfsmannavelta. „Heimilið er vel mannað og við höfum starfsfólk sem sækir sér reglulega endurmenntun og bætir við þekkingu sína.“ Ari sagði nýjan þjónustu- samning ekki tilbúinn og reiknaði með að tæki einhverjar vikur í viðbót að ganga frá honum. „Þá bíða afgreiðslu reglugerðir um breyttar vald- heimildir starfsmanna og síðan þarf að fara í gegnum ákveðna skipulagningu, t.d. á húsnæð- inu, áður en þetta getur orðið að veruleika.“ Samkvæmt Barnaverndar- sáttmála sameinuðu þjóðanna ber ríkinu að framfylgja laga- ákvæði um vistun ungra afbrotamanna, en til þessa hefur ekki verið stofnun hérlendis sem hægt hefur verið að nýta til þess. Innan- ríkisráðuneytið hafnaði á sínum tíma Háholti sem lausn í þessu máli og var öllu starfsfólki þar sagt upp í september sl. Síðan hefur það hins vegar gerst að innanríkisráðuneyt- inu, nú undir stjórn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, hefur snúist hugur og Háholt varð fyrir valinu, a.m.k. næstu þrjú árin. Páll Winkel fangelsis- málastjóri segir Háholt ganga upp að því tilskildu að aðgengi að sérfræðiþjónustu verði tryggt og í sama streng virðast barnaverndarnefndir landsins taka, að því er fram kemur í greininni í Kjarnanum. Á þeim tíma þegar til stóð að loka Háholti hafði eftirspurn eftir stofnanameðferð dregist saman og umsóknir um vistun á Háholti voru hættar að berast, að sögn Braga Guðbrandssonar hjá Barnaverndarstofu, sem segir minnkandi eftirspurn ástæðuna fyrir því að til stóð að loka Háholti. Telur hann að Háholt hljóti að vera bráða- birgðalausn og í framtíðinni verði byggð upp stofnun á höfuðborgarsvæðinu sem geti vistað unga afbrotamenn. Eitthvað virðist kerfið vera að taka við sér og eru núna aftur farnar berast umsóknir um vistun í Háholti. /KSE Kvikmyndaviðburði í Gúttó frestað um viku Kvikmyndaviðburður verður haldin í menningarhúsinu Gúttó á Sauðárkróki föstudaginn, 31. janúar kl. 19, í stað 24. janúar eins og til stóð upprunalega. Þá munu kvikmyndagerð- amenn frá ýmsum löndum, sem starfa í Nes listamiðstöð á Skagaströnd um þessar mundir, sýna úrval stuttmynda sem þeir hafa unnið fyrir komu sína til Íslands. Kvikmyndagerðamennirnir eru tíu talsins og munu dvelja í Nes listamiðstöð í þrjá mánuði vegna þátttöku sinnar í verkefni sem kallast „The Weight of Mountains film development program and festival“, sem er kvikmyndaþróunarverkefni og –hátíð. En samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá Nes listamiðstöð The Weight of Mountains film development program and festival stendur til að halda kvik- myndahátíð á Skagaströnd dagana 20. – 22. febrúar nk. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðunni: www.twom.is./BÞ Til stendur að ungir fangar verði vistaðar í Háholti.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.