Feykir


Feykir - 24.01.2014, Blaðsíða 12

Feykir - 24.01.2014, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 03 TBL 23. janúar 2014 34. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Ebba Kristjánsdóttir, Kvistholti, Skagafirði Ætlaði aldrei að prjóna aftur! HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM? UMSJÓN kristin@feykir.is -Ég man ekki eftir mér öðvísi en að dunda eitthvað í handavinnu eða einhvers konar föndri, segir Ebba Kristjánsdóttir í Kvistholti í Skagafirði, sem deilir hannyrðum sínum með lesendum Feykis þessa vikuna. -Ekki var ég mikið fyrir það að prjóna vegna þessa að mitt fyrsta verkefni í skóla er ég var níu ára gömul, var að prjóna utan um herðatré og sauma í það, sem ég gerði samviskusamlega og mætti með það í næsta tíma fullklárað. Eitthvað var kennarinn ekki sáttur og sagði mér að herðatréð væri ekki nógu stórt og rakti það upp og þá fauk í mig og ég sagði henni að hún skyldi prjóna þetta sjálf og ég hét því að ég skyldi aldrei prjóna aftur! Komst ég upp með það þar til eg var 14 ára að ég fór í handa- vinnukenslu hjá Friðbjörgu og þá var ég látin prjóna tvíbandavettlinga sem gekk brösulega en tókst. -Sem unglingur þá heklaði ég mikið og saumaði út. Um tvítugt fór ég að prjóna og hef ekki tölu á því hvað ég er búin að prjóna margar peysur. -Mitt fyrsta verk í bútasaumi var að handsauma 21 blokk með „sunbunet sue“ stelpum á og þegar ég var búin að því var það lagt til hliðar í nokkur ár. Árið 2003 byrjaði ég á fullu í bútasaumnum og þá kláraði ég stelputeppið og var ekki aftur snúið -Ég er með margt í vinnslu núna, t.d er ég að prjóna lopapeysu á mig, prjóna ungbarnaföt og sauma teppi úr bútasaum, sem er úr afgöngum. Hugmyndin af því kom úr blaði með uppskriftum að því hvernig maður getir nýtt afgangana sýna og eru þetta skemmtilegustu teppin vegna þess að ég raða ekki niður litunum heldur tek ég þá af handahófi og að lokum verður úr því flott teppi. Fóðurbíll á hliðina Húnaþing vestra Fóðurbíll fór á hliðina á þjóðvegi 1 um Víðidal í Húna- þingi vestra á þriðjdaginn, skammt frá bænum Enniskoti. Hálka var á þessum slóðum þegar óhappið varð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu urðu engin slys á fólki en nokkur töf var á umferð þar sem engin hjáleið var framhjá slysstað. /BÞ TILTEKTARDAGAR 10-40% afsláttur af völdum vörum á meðan birgðir endast. Magnað verð á flottum græjum. hjá Tengl i Sýningarvélar á lækkuðu verði Lyklaborð og mýs á 10-40% afslætti Prentarar, fjölnotatæki og skannar á 20-30% afslætti Flakkarar og aðrir aukahlutir á allt að 40% afslætti Kíktu í heimsókn og gerðu frábær kaup! G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Verslun Kjarnanum Hesteyri 2 550 Sauðárkróki Sími 455 9200 www.tengillehf.is - verslaðu við fagmanninn! Dell Inspiron 15R Tilboðsverð: 107.990 kr (áður 134.990) •Intel Dual Core i3 1.9GHz örgjörvi • 4GB 1600MHz vinnsluminni • 500GB harður diskur, 5400rpm • 15.6“ WLED True-Life skjár (1366x768) Lenovo IDP S400 i5 Tilboðsverð: 103.900 kr. (áður 119.900) •Intel Core i5 1.8GHz örgjörvi •4GB vinnsluminni (4GB mest) •500GB harður diskur, 5400rpm •14“ LED skjár (1366x768) Lenovo IDP S400 i3 Tilboðsverð: 101.200 kr. (áður 119.900) •Intel Core i3 1.9GHz örgjörvi •4GB vinnsluminni (4GB mest) •500GB harður diskur, 5400rpm •14“ LED skjár (1366x768) Efst til vinstri: Hlíf yfir þorratrogið því mér leiddist að nota alltaf dúk. Til vinstri: Teppi sem Elín Árdís dóttir mín á. Fyrir ofan: teppi sem Hjörleifur sonur minn á

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.