Feykir


Feykir - 13.02.2014, Blaðsíða 1

Feykir - 13.02.2014, Blaðsíða 1
BLS. 6-7 BLS. 11 Davíð Már Sigurðsson vann í Ljósmyndakeppni sjómanna á Norðurlöndum Heltekinn af því að fanga augnablikið BLS. 10 Tashawna Higgins þjálfari og leikmaður kvennaliðs Tindastóls í opnuviðtali Skemmtilegt í vinnunni Anna og Pétur í Þórukoti eru matgæðingar vikunnar Haustsúpa og gæs með fyllingu 06 TBL 13. febrúar 2014 34. árgangur : Stofnað 1981 S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6 FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN! Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. Um þessar mundir standa yfir upptökur á söngdagskrá Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps, Lífsdansinn. Um er að ræða dagskrá sem kórinn flutti við góðar undirtektir síðastliðið vor. Reiknað er með að allt að átján lög verði á disknum, en lögin eru öll úr smiðju Geirmundar Valtýssonar og því vel við hæfi að diskurinn komi út á 70 ára afmælisári hans. Félagar í kórnum eru alls 35, þar af sjö úr Skagafirði en aðrir kórfélagar eru úr Austur-Húnavatnssýslu. Kórinn kemur saman einu sinni í viku, tvisvar þegar eitthvað sérstakt er framundan, „og það er nú nærri því alltaf,“ eins og Þorleifur Einarsson formaður kórsins sagði í spjalli við blaðamann þegar litið var inn í Húnaver sl. mánudagskvöld. Söngstjóri kórsins er Sveinn Árnason en hann hafði nýlega brugðið sér í frí þegar meðfylgjandi mynd var tekinn og hljóp Skarphéðinn Einarsson, skólastjóri Tón- Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps Lífsdansinn á geisladisk Frá æfingu Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps í byrjun vikunnar. KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N DELL Inspiron 5521 Intel Core i3 · 4GB vinnsluminni · 500GB harður diskur · 15.6“ HD WLED · Windows 8 ÚTSALA ÚTSALA ALLT A Ð 40% AFSL ÁTTUR listarskólans á Blönduósi í skarðið. Það er Rögnvaldur Valbergsson á Sauðárkróki sem stjórnar upptökum. Upptökurnar eru þolinmæðisvinna, hvert lag er tekið upp nokkrum sinnum og síðan er undirleikurinn tekinn upp sér. Reiknað er með að upptökur standi út mars og diskurinn verði kominn í sölu næsta haust, alla vega eigi síðar en fyrir næstu jól. Á næsta ári verður kórinn 90 ára og þá stendur til að setja upp dagskrá með lögum sem tengjast kórfélögum og söngstjóranum, Sveini Árnasyni, sem starfað hefur með þeim sl. 20 ár. Afmæli kórsins miðast við sumardaginn fyrsta, en þann dag árið 1915 kom hann fyrst fram opinberlega í Bólstaðarhlíð. /KSE Komst ekki áfram úr undanriðli Sævar Birgisson keppti á Vetrarólympíuleikunum Sævar Birgisson, skíðagöngu- maður frá Sauðárkróki, komst ekki áfram úr undanriðli þegar hann keppti sprettskíðagöngu á Vetrarólympíuleikunum í Sochi síðastliðinn þriðjudag. Sævar hefur ekki lokið keppni en hann keppir í 15 km göngu með hefðbundinni aðferð á morgun, föstudaginn 14. febrúar. Sævar keppti í fyrri riðli undankeppninnar í sprettgöngu og er þá gengið 1,4 km. Sævar lauk keppni á tímanum 3:59:50 sem skilaði honum 72. sæti en alls voru 86 keppendur skráðir til leiks í þessum riðli. Viðtal er við Sævar á blaðsíðu 5 í Feyki í dag. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.