Feykir


Feykir - 13.02.2014, Blaðsíða 10

Feykir - 13.02.2014, Blaðsíða 10
10 Feykir 06/2014 Heltekinn af því að fanga augnablikið Davíð Már Sigurðsson sigraði Ljósmynda- keppni sjómanna á Norðurlöndum á dögunum sem fór fram í Johannesborg sjómannaklúbbnum í Norköping í Svíþjóð en þar var ljósmynd hans valin besta myndin af 75 sem voru í úrslitum. Feykir hafði samband við þrítuga sjómanninn frá Sauðárkróki sem er mjög áhugasamur „ljósmyndari“, eins og hann lýsir sér sjálfur. „Ég geri mikið af því að taka myndir útá sjó, en ég er háseti á Klakk SK5. Ef trollið er híft fljótlega eftir vaktaskiptið fer ég oftar en ekki með strákunum á hinni vaktinni upp á dekk og mynda hama- ganginn,“ segir Davíð. Áhugi Davíðs á ljósmyndun kviknaði þegar hann var gutti og vann við vefsmíðar hjá Pétri Inga Björnssyni ljósmyndara og Óla Arnari Brynjarssyni þúsundþjalasmið. Þar segist hann líklega hafa smitast af þessum líka brennandi áhuga fyrir ljósmyndun. „Það var svo frændi minn, hann Sveinn Brynjar Pálmason sem prangaði upp á mig Canon EOS 350D myndavél árið 2007. Þá var ekki aftur snúið,“ segir hann. Í kjölfarið sótti hann vefnámskeið hjá Scott Kelby, Phlearn, Karl Taylor, lynda.com og fleiri. „Í dag, þó nokkrum klukkutímum fyrir framan kennsluefni og nokkrum myndavélum seinna, er ég alveg heltekinn. Bæði af því að fanga augnablikið og því að búa til augnablik til þess að fanga.“ Minnir mig á að taka þátt ár hvert Davíð Már tekur þátt í Ljósmyndakeppni sjómannablaðsins Víkings á hverju ári en það var þaðan sem sigurmyndin rataði í Ljósmyndakeppni sjómanna á Norður- löndum. „Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnarskóla Sjómanna hafði sam- band við mig árið 2011 og kynnti mig fyrir keppninni. Hann reyndar sendir mér skeyti á hverju ári og minnir mig á að taka þátt.“ Tvennar myndir frá Davíð höfðu áður lent í verðlaunasæti hjá Ljósmyndakeppni Víkings, og einhverjar fleiri verið birtar í blaðinu, en aldrei hafði hann áður verið valinn í eitt af þremur efstu sætunum á Norðurlöndunum. „Keppnin hérna heima er reyndar þannig að hver aðili má senda 15 myndir inn og frá Íslandi fara svo sigurmynd- irnar úr heimakeppninni og tólf aðrar áfram í Norðurlandakeppnina. Myndin sem lenti í 2. sæti hjá Sjómannablaðinu Víking var ekki sú sem vann Norður- landakeppnina en þar átti ég þrjár af 15 myndum í þetta skiptið,“ útskýrir hann. Í úrslitum voru 75 myndir frá Íslandi, Noregi, Danmörk, Svíþjóð og Finnlandi. „Ég hef ekki séð tölur frá þessu ári en árið 2012 tóku 165 ljósmyndarar þátt og Davíð Már Sigurðsson sigrar Ljósmyndakeppni sjómanna á Norðurlöndum Verðlaunamynd Davíðs af Bjarna Jóhannessyni um borð í Klakki. sendu inn meira en 1000 myndir,“ tekur hann fram. Aðspurður um tilurð sigurmyndar- innar segir hann að hún hafi einmitt verið tekin í eitt af þeim skiptum þegar Davíð var að mynda hamaganginn á dekki Klakks SK5 þann 18. september 2013. Hún er af Bjarna Jóhannessyni þar sem hann stendur uppá trollinu og bíður eftir því að slakað sé í gils sem hann þarf að koma aftur til hleramannana. Myndin er tekin á Canon EOS 7D & Canon ES 70-200 f2,8L IS USM Linsu. Þess má geta að af fimm verðlaunum komu þrír vinningar í hlut íslenskra sjómanna en aldrei áður hafa svo margar myndir íslenskra sjómanna unnið til verðlauna í keppninni. Þeir sem vilja skoða fleiri ljósmyndir frá Davíð Má geta heimsótt síður hans vefslóðunum: www.flickr.com/davidmarsigurdsson, www. facebook.com/davidmarsigurdsson og www.facebook.com/davidmar.net VIÐTAL berglind@feykir.is Davíð Már Sigurðsson. Blótað vítt og breitt Síðasta helgi var sú þriðja og næst síðasta í þorra. Meðal þorrablóta á Norðurlandi vestra voru Króksblótið á Sauðárkróki, þorrablót fyrrum Hóla-og Viðvíkurhrepps var haldið á Hofsós og þorrablót á Skagaströnd. Að þessu sinni birtum við fáeinar myndir frá Skagaströnd, en þær eru teknar af James Kennedy./KSE Þriðja helgin í þorra

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.