Feykir


Feykir - 13.02.2014, Blaðsíða 8

Feykir - 13.02.2014, Blaðsíða 8
8 Feykir 06/2014 Heilir og sælir lesendur góðir. Þrátt fyrir að nú sé daginn sem betur fer farið að lengja, langar mig að byrja þáttinn að þessu sinni með skammdegisvísu, sem er vel gerð hringhenda, eftir Jón Guðmundsson frá Hólmakoti. Svört nú hanga svipill ský sól á vanga grætur. Dapurt angur drýpur því dimmar langar nætur. Veðurútliti að vetri til lýsir Jón svo. Vestan bylur grettinn, grár galdra þylur sína. Eftir skilur fanna fár fólkið til að pína. Ein hringhend vísa kemur hér í viðbót eftir Jón og mun hann þar vera að ávarpa duglega samferðakonu. Jóna fljót í ferðum má frá sér róta glaumnum. Hyggin snót með hýra brá heldur móti straumnum. Þorsteinn Guðmundsson mun vera höfundur að þessari. Vísan hefur verið mér vinur daga og nætur. Stuðlafallið straumur ber drengurinn hlær og grætur. Mig minnir að það hafi verið Sveinbjörn Beinteinsson sem orti svo til vinkonu. Ef hún verður óskin mín annað og meira en draumur, burt frá sorgum beint til þín ber mig hennar straumur. Fullmikil hógværð finnst mér yfir Allsherjargoðanum, þegar hann yrkir þessa. Hversu langt sem leitað var ljóðs að aflaföngum. Ég að mínum brögum bar bagga smáa löngum. Alltaf finnst mér nú gaman að rifja upp vísur eftir snillinginn Jón S. Bergmann. Hér koma nokkrar sem ég held örugglega að séu eftir hann. Tíminn vinnur aldrei á elstu kynningunni. Ellin finnur ylinn frá æsku-minningunni. Þeim er lífið frétta fátt frægð er létt til sagna, sem að hafa aldrei átt öðru en láni að fagna. Það er skýr og sjálfráð sýn sönnuð einkamálum, Að ég lesi örlög mín í annarra manna sálum. Verkin huldu síðar sjást sálarkulda sprottin. Hver, sem duldi alla ást er í skuld við drottinn. Vísnaþáttur 611 Klónni slaka ég aldrei á undan blaki af hrinu, þótt mig hrakið hafi frá hæðsta takmarkinu. Nú er að koma sá tími er skattmann fer að krefja fólk um svör við gróða eða tapi síðasta árs. Held að það hafi verið Emil Petersen sem þá bjó á Akureyri um 1930 sem sendi eftirfarandi vísu með er hann skilaði skattaskýrslu sinni. Ef að það er fyrsta fremd flestir að því keppi. Það að skipta skattanefnd Í Skuggabæjarhreppi. Þeim mun verða þyngsta hefnd þegar þeir deyja á Kleppi. Hvernig skrattinn skattanefnd skipar í sínum hreppi. Held það hafi verið í kringum 1975 sem sá kvittur komst á kreik að einn framfararflokks þingmaður hefði gleymt smá skattagreiðslu. Að því tilefni orti Jón Hansson svo. Leyndar tekjur liggja flatt lækka skyldugjöldin. Líkt og Glitstrup greiða skatt og glepja stjórnarvöldin. Löngum brjóta lögin bert lágt svo bera kattinn. En betur hefði Glitstrup gert að greiða tekjuskattinn. Sá mikli meistari orðins listar Heine mun hafa átt það til að yrkja vísur. Minnir að Magnús Ásgeirsson hafi komið þessari ferskeytlu hans á íslenska málið. Freistinganna fári í heim fékk ég oft og tíðum hnekkt. En þegar féll ég fyrir þeim fannst mér það líka skemmtilegt. Finnst við hæfi að fá á eftir Heine vísur eftir snillinginn Hofdala Jónas. Aldrei var mér unnt að dá óhlutkennda guði. Snemma fékk ég óbeit á öllu bæna suði. Átti vors og vöku þrá var þó efans sonur. Þrennt ég trúði og treysti á tóbak, vín og konur. Stytti þessi þrenning mér þrauta-langan vetur. Rauna-bróðir, reyndist þér róðan nokkuð betur. Gott á eftir þessu ágæti að enda með vísu Skagfirðingsins Bjarna Gíslasonar. Ég hef kynnst við trega og tál trúin finnst mér lygi. Ljósblik innst í eigin sál er mitt hinsta vígi. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) kristin@feykir.is Mig langar að nota þetta tækifæri og segja frá því hvað Sauðárkrókur þýðir fyrir mig. Bæði mamma mín, Ólöf Ása Þorbergsdóttir og pabbi, Anton Ingimarsson, eru frá Króknum og ég fæddist þar en bjó samt ekki nema mitt fyrsta aldursár þar. Við bjuggum á Víðigrund og þar stendur enn hvíti pallurinn sem pabbi minn smíðaði svo ég gæti sofið þar í vagninum. Þessi pallur hefur í dag ákveðið tilfinningalegt gildi fyrir mig jafnvel þó ég muni í raun ekki eftir honum. Líklegast er það vegna þess að pabbi lést árið 2011 að tilfinningagildið í pallinum er meira en það hefur áður verið, kannski furðulegt en svona er það nú. Þeir sem búa þar núna munu vonandi ekki fjarlægja pallinn í bráð því mig langar virkilega að taka mynd af mér á honum næst þegar ég kem á Krókinn. Ég var þó nokkuð á Króknum sem barn, oftast í styttri ferðum að heimsækja ættingja en ég man vel eftir einu skipti þar sem ég dvaldi þar í einhverjar vikur hjá pabba. Ég man eftir Litla-skógi sem virkaði þá eins og þvílíkur frumskógur fyrir mig að leika í og ég man eftir því að vera að dorga á höfninni og leika við frændsystkini mín. Eitt sinn fann ég ásamt bróður mínum dáinn fugl og bjuggum við um hann i kassa og grófum hann í garðinum með athöfn. Að koma á Krókinn vekur Elva Rut Antonsdóttir, brottfluttur Skagfirðingur skrifar Var staðráðin í að flytja aftur á Krókinn ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is upp ákveðnar tilfinningar hjá mér, einhverja innri ró og öryggi. Veit ekki hvernig ég get lýst því betur en mér finnst ég ná að endurhlaða batteríin í hvert sinn sem ég kem. Þegar ég var lítil var ég staðráðin í því að flytja þangað þegar ég yrði fullorðin og þegar ég var spurð að því hvað ég myndi gera ef maðurinn minn vildi ekki flytja þangað, þá svaraði ég að ég myndi skilja við hann og finna annan sem væri til í það. Í dag er viðhorfið aðeins breytt en ég nýt þess samt sem áður í botn að koma þangað en útiloka samt ekkert í ellinni. - - - - - Elva Rut skorar á bróðir sinn, Ingimar Antonsson, að taka við pennanum. Elva Rut Antonsdóttir. Húnvetnska liðakeppnin 2Good efstir eftir fyrsta mót Fyrsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar fór fram í reiðhöllinni Þytsheimum á Hvammstanga sl. laugar- dag en samkvæmt heimasíðu hestamanna- félagsins Þyts gekk mótið vel. Nokkur missir var af Skagfirðingum sem skráðir voru til leiks en þeir komust ekki yfir Vatns- skarðið vegna veðurs. Liðið 2Good er efst í liðakeppninni að fyrsta móti loknu með 46,73 stig, Draumaliðið er annað með 40,36 stig, Víðidalurinn er þriðji 38,76 stig og Lið Lísu Sveins er í fjórða með 37,06 stig. Nánari úrslit má sjá á Feyki.is. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.