Feykir


Feykir - 13.02.2014, Blaðsíða 7

Feykir - 13.02.2014, Blaðsíða 7
06/2014 Feykir 7 leikur um landið. Þannig að ég hafði kynnt mér margt sem tengdist landinu þegar ég kom hingað í byrjun september.“ Tas kann vel við land og þjóð og segist hafa séð margt sem er ólíkt því sem hún á að venjast í sínu heimalandi. „Ég er mjög víðsýn og hugsa bara með mér, „ókei, svona gera þau hlutina hér. Til dæmis að geyma börnin í barnavögn- unum fyrir utan búðirnar meðan maður fer inn. Ég hafði heldur aldrei heyrt um að fólk borðaði hákarl. Svo haldið þið ekki upp á Valentínusardaginn og jólin voru líka öðruvísi. Þið eruð með þrettán jólasveina, það var áhugavert. Það er margt öðruvísi en það er bara skemmtilegt að spá í það.“ Tas segir trúarbrögðin nokkuð áþekk en sjálf kveðst hún ekki vera mjög trúuð en hefur þó hug á að fara í kirkju og sjá hvernig íslensk messa fer fram. „Svo er það íslenski hestur- inn, ég hef aldrei haft áhuga á hestum en svo heyrði ég að íslenski hesturinn hefði sérstaka gangtegund og nú langar mig að prófa að fara á hestbak, það verður örugglega fljótlega. Mig langar til að fara og sjá Gullfoss og Geysir og m a r g t annað sem ég hef ekki séð áður. Ég hef ekki haft tækifæri til að ferðast mikið, á meðan keppnistíma-bilið stendur yfir, en þegar það er á enda koma vinir mínir í heimsókn og þá ætlum við að ferðast um landið og skoða hvað það hefur upp á bjóða.“ Þessari ólíku menningu langar Tas að deila með öðru fólki þegar hún kemur heim, enda ekki allir sem hafa tæki- færi til að ferðast til framandi landa. „Allir halda til dæmis að á Íslandi sé svo kalt, en það er ekki eins kalt eins og heima, þar er snjór og 15 stiga frost en hérna get ég farið út á peys- unni ef mér sýnist svo.“ Hún segir ganga sæmilega að ná tungumálinu en það sé frekar erfitt, sérstaklega málfræðin. Á æfingum fær hún hinar stelp- urnar til að þýða ef það er eitthvað sem ein- hverjar þeirra ekki skilja. E i n n i g k o m a handahreyfingar og bendingar að góðum notum í samskipt- unum. „Hér kunna líka lang- flestir ensku.“ Mikið efni í liðinu Tas segir mikið efni í liðinu sem hún þjálfar. „Við erum með tvær stúlkur sem spila í landsliðinu. Ég sé einnig mikla möguleika í hinum, þær leggja hart að sér og eru að öðlast trú á sjálfa sig, þær geta klárlega náð langt. Þeim hefur farið mikið fram, tvær þeirra höfðu t.d. aldrei spilað körfubolta áður og það er ótrúlegt hvað þeim hefur farið fram. Hraðinn hefur aukist mikið og þær eru farnar að sjá að þær geta náð langt. Fyrir mig er frábært að sjá þennan árangur.“ Stelp- unum í meistaraflokki hefur gengið vel á tímabilinu og þegar þetta er ritað er Tinda- stóll efst í deildinni, með jafn mörg stig og Breiðablik og Stjarnan en Blikar eiga leik til góða. Segir Tas þetta vera mjög góðan árangur hjá svo nýju liði, en þegar þetta keppnistímabil hófst hafði Tindastóll ekki verið með lið í keppni í meistaraflokki kvenna í sex ár og er árangurinn því framar öllum væntingum og gefur góð fyrirheit Tas talar um að stúlkurnar í liðinu leggi hart að sér. Hún nefnir að stelpurnar í 10. flokki hafi velgt Keflavíkurliðinu undir uggum á dögunum og hafi þær keflvísku ekki átt von á svona erfiðum leik, enda hafi þær unnið Tindastól með 30- 40 stigum fram til þessa, en í þetta sinn var munurinn aðeins 14 stig. Þar með hafi Stólastúlkur sannað að þær gætu keppti við slík lið og átt möguleika á að vinna. Tas segir að Tas ásamt systrum sínum (til vinstri), vinkonu sinni og frænku. yngri flokkarnir sem hún þjálfar sé einnig að gera góða hluti og er mjög bjartsýn á árangur allra þriggja flokkanna sem hún þjálfar. „Þær hafa allt til að bera til að taka þetta alla leið. Þetta snýst allt um að trúa og setja inn ennþá meiri styrk.“ Tas segir liðheildina hjá stúlkunum vera góða, en það hafi verið eitt af því sem hún hafi þurft að vinna með, því það hafi vantað allan „strúktúr“ í leikinn. Hún þurfti því að taka tíma til að kenna þeim „strúktúr.“ Grunnurinn sé nú kominn, en það sé ennþá nokkuð í land, sem komi með tímanum. „Þetta er ábyggilega dálítið yfirþyrmandi því þær eru að læra allt svo hratt, en þetta kemur smátt og smátt og liðið verður alltaf betra og betra. Aðspurð segir Tas daginn ganga þannig fyrir sig að hún fari frekar seint á fætur, nema mánudaga og föstudaga þegar hún þarf að þjálfa á morgnana. Þá fer hún og æfir í Þreksport, borðar síðan hádegismat, kemur heim og horfir á bíó- mynd, fer í tölvu eða les. Eftir það er kominn tími til að fara og þjálfa stelpurnar og síðan sinnir hún eigin þjálfun, en auk þess að þjálfa leikur Tas með meistaraflokki og þarf því að halda sér í góðu formi. Eftir það fer hún svo heim og borðar kvöldmat með amerísku körfu- boltamönnunum sem spila með Tindastól. Kvöldunum eyðir hún í félagsskap þeirra eða við lestur eða í tölvu. Byrjaði 6 ára gömul Sjálf byrjaði Tas að spila körfu- bolta sex ára gömul og tólf til þrettán ára var hún að spila með full- orðnum karlmönnum þegar hún fór út að leika sér, og segist raunar ekki skilja hvernig þeir nenntu að hafa hana með. En hún þakkar það þeirri reynslu að hafa náð langt í íþróttinni og segir það hafa kennt sér hörkuna og ákveðnina. „Þeir gáfu ekkert eftir þó ég væri stelpa, mér var ýtt til og hrint eins og hinum. Þetta var mín besta reynsla.“ Tas hélt áfram að spila í gagnfræðaskóla og framhaldsskóla og fékk skóla- styrk í háskóla. Mamma hennar spilaði „netball“ sem er nokkuð frábrugðið körfubolta en hún segir pabba sinn ekki hafa stundað íþróttir. „Systir mín spilaði körfubolta og var mjög góður varnarmaður en hún er hætt.“ Tas segist ekki eins önnum kafin eins og í Toronto þar sem hún var komin með fjórtán manns í einkaþjálfun og dagur- inn því ansi þéttskipaður. „Mér líður eiginlega eins og ég sé ekkert að vinna, því mér finnst svo skemmtilegt í vinnunni.“ Aðspurð hvort tími gefist þá fyrir önnur áhugamál hlær Tas og segist einfaldlega ekki vera góð í neinu öðru! Hún segist þó aðeins vera farin að fylgjast með fjárfestingum og slíku, það sé nýja áhugamálið henn- ar. „Ég var einmitt að fylgjast með stelpunum sem ég þjálfa, sumar þeirra syngja eða spila á hljóðfæri, og ég hugsaði með mér, almáttugur, ég kann ekki neitt nema að spila körfubolta. Einhvern tímann langar mig að læra að spila á píanó eða gítar, svo ég kunni eitthvað annað.“ „Ég kann vel að meta það tækifæri að hafa fengið að koma hingað til Íslands, fólkið er vinalegt og allir eru tilbúnir til að segja mér frá landinu sínu. Ég nýt þessa alls og er mjög þakklát og ánægð,“ segir þjálfarinn Tashawna Higgins að lokum. Myndir úr safni Tas af henni með fóstur-móður sinni, kvennahópur sem hún þjáflaði og fyrir neðan stelpurnar í meistaraflokki og 8. flokki hjá Tindastóli. Bakgrunnsmynd: Óli Arnar 06/2014 i Tas ásamt pabba sínum, bræðrum og frændsystkinum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.