Feykir


Feykir - 13.02.2014, Blaðsíða 6

Feykir - 13.02.2014, Blaðsíða 6
6 Feykir 06/2014 Torontó er mjög fjölmenn- ingarleg borg og þar má sjá ólíka menningarheima alla daga, sem Tas segir að sé kannski líkara Reykjavík yfir háferðamannatímann. Tas nefnir að maturinn sé líka ólíkur. Sjálf er hún af karabískum uppruna og segist vera vön karabísku fæði. Og maturinn er raunar það sem hún saknar mest. „Ég kann ekki að matreiða hann sjálf, allt þetta krydd og það, annars myndi ég gera það,“ segir hún og hlær. „Ég held ég sakni matarins mest,“ bætir hún við, „og að sjálfsögðu minna nánustu, fjölskyldunnar og vinanna.“ Tas lætur sér þó alls ekki leiðast og hún kann raunar vel við rólegheitin, sem ekki var að finna í stórborginni. „Eitt af því sem ég kann mjög vel að meta hér er kyrrðin. Mér finnst ég hafa tækifæri til að hugsa. Það er ekki eins mikil erill og heima. Hérna gefst færi á að slaka á inn á milli.“ Tas segist strax hafa náð góðu sambandi við amer- ísku leikmennina sem leika með meistara- flokki karla, og það sé eins og þau hafi alltaf þekkst, lík- Heimaborg Tas, Torontó, er höfuðstaður Ontariofylkis í Kanada og er fjölmennasta borg Kanada, með tæplega 2,5 milljónir íbúa. Staðurinn þar sem borgin stendur var fundarstaður indíána og er í dag miðstöð menningar og efnahagslífs í landinu. Tas segir að Torontó og Sauðárkrókur séu mjög ólíkir staðir. Skemmtilegt í vinnunni Tashawna Higgins hefur verið þjálfari meistaraflokks og 8. og 10. flokks kvenna í körfuknattleik hjá Tindastól í vetur. Hún kemur frá Toranto í Kanada, þar sem hún hafði unnið sem einkaþjálfari frá því hún lauk háskólanámi. En þegar henni bauðst að gerast körfuboltaþjálfari í litlum bæ á Íslandi var hún ekki lengi að slá til. Þar með lét hún gamlan draum um að gerast sjálf þjálfari rætast. Tashawna, eða Tas eins og hún er oftast kölluð, er kát og lífglöð og hefur gaman af því að tileinka sér nýja menningu og segist ætla að deila reynslu sinni af Íslandi með vinum og vandamönnum þegar hún kemur aftur heim til Kanada. við það í fjögur ár og mun halda því starfi áfram eftir að hún kemur aftur heim. Einnig þjálfaði hún kvennalið fyrir eitt mót, en hafði fram að því einkum tekið að sér þjálfun einstaklinga í körfubolta, ásamt einkaþjálfuninni á lík- amsræktarstöð. Þetta er því í raun frumraun hennar sem þjálfari körfuboltaliðs og kann hún vel við nýja starfið. Tas segist fara heim að tímabilinu loknu en allt sé opið með að hún komi aftur og getur hún vel hugsað sér það. Gamall draumur að rætast Ástæðan fyrir því að Ísland varð fyrir valinu var einfald- lega sú að það tækifæri kom upp í hendurnar á henni. Allt frá útskrift úr háskóla hafði Tas langað að reyna fyrir sér sem atvunnumaður í körfu- bolta og hafði samband við umboðsmann sem lét hana síðan vita að þjálfara og leikmann vantaði til Íslands. Hún tók tækifærinu fagnandi, enda opin fyrir öllu og vildi gjarnan kynnast framandi menningu um leið. Tas segist lítið hafa þekkt til landsins en hún hafði tækifæri til að lesa sér til um landið og kynna sér það áður en hún kom. „Við- skiptavinir mínir gáfu mér bækur um Ísland í kveðjugjöf, ég fékk fjórar bækur, gat reyndar ekki tekið þær allar með mér, en í þeim var mikill fróð Tashawna Higgins þjálfari kvennaliðs Tindastóls í körfubolta VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir lega af því þau eiga það sameiginlegt að vera frá öðru landi. Hún segir það líka hafa komið sér vel að hafa verið í tölvusamskiptum við nokkra sem tengjast körfuboltanum áður en hún kom. Hún er félagslynd, en hefur einnig þörf fyrir að vera ein og á auðvelt með að vera sjálfri sér nóg. Hún tekur þó undir að án tölvutækninnar væri þetta mun erfiðara, internetið sé bæði góð afþreying og auðvelt og ódýrt sé að ná sambandi við vini og ættingja. Eftir útskrift frá háskól- anum í Nordfolk State í Virginíu fékk Tas vinnu sem einkaþjálfari og starfaði i 06/2014

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.