Feykir


Feykir - 13.02.2014, Blaðsíða 12

Feykir - 13.02.2014, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 06 TBL 13. febrúar 2014 34. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Aðalskrifstofa – Borgarbraut 24 – 310 Borgarnes Söluskrifstofa – Vesturvör 29 – 200 Kópavogur Netfang – sala@limtrevirnet.is Jónína Ögn Jóhannesdóttir á Hvammstanga Vinnan tefur fyrir afköstunum HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM? UMSJÓN kristin@feykir.is Það er Jónína Ögn Jóhannesdóttir matráður á Heilbrigðisstofn- uninni á Hvammstanga sem gefur lesendum innsýn í fjölbreytta handa- vinnu sína að þessu sinni. Barnapeysur.Jónína Ögn. „Ég hef mikinn áhuga á allri handavinnu, líka vélsaum, enda hef ég saumað allskyns fatnað t.d upphlut á börn og fullorðna. Ég hef farið á námskeið í knippli, keramik og allskyns útsaum,“ segir Jónína um helstu hannyrðir sem hún stundar. „Sem barn saumaði ég mikið á dúkkurnar mínar og prjónaði, en á unglinsárunum lá handavinnan hjá mér á hillunni. Eftir að ég hóf búskap tók ég til við þá iðju aftur og hef haldið því.“ „Um þessar mundir er peysa á prjónunum og jólalöber í vinnslu, en vinnan tefur fyrir afköstum,“ segir Jónína. Vilja yfirtaka rekstur HS Á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 30. janúar sl. ítrekuðu byggðarráðsfulltrúar ósk sína til heilbrigðisráðherra um svör við erindum sem send voru 11. október 2013 og 9. janúar 2014, að því er fram kom á heimasíðu sveitarfélagsins á föstudag. Í umræddum erindum mótmælti sveitarfélagið fram- komnum hugmyndum um sameiningar heilbrigðisstofn- ana og óskaði eftir viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um að sveitarfélagið yfirtæki rekstur stofnunarinnar með samningi við ríkið. „Með öllu er ólíðandi að erindum sé ekki svarað og skorar byggðarráð á heilbrigðisráðuneytið að svara erindi sveitarfélagsins og koma á samráðs- vettvangi til lausnar málsins hið fyrsta. Heilbrigðisstofn- unin á Sauðárkróki er Skagfirðingum hjartfólgin og ein af grunnstoðum samfélagsins í Skagafirði,“ segir m.a. í bókun fundar byggðarráðs. /KSE Ítrekar ósk um svör við erindum til ráðherra

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.