Feykir


Feykir - 27.03.2014, Side 11

Feykir - 27.03.2014, Side 11
12/2014 Feykir 11 Við hvað starfar þú? -Ég starfa við tamningar á Sauðárkróki. Hefurðu tekið þátt í KS deildinni áður? -Já. Hvernig hefur það gengið? -Það hefur gengið upp og niður, en oftast ágætlega. Mig hefur oftast vantað góða hesta í allar greinarnar. Hvernig líst þér á KS deildina í ár? -Ég held að þetta stefni vel, verði bara mjög gaman að hafa svona liðakeppni. Þetta gæti aukið spennuna á meðal keppenda. Varstu sáttur við sæti þitt í fimmganginum? -Já, já, en það er alltaf hægt að gera betur. Hvaða hrossum teflir þú fram í vetur? -Þeir hestar sem ég kem nokkuð örugglega með eru Fífill frá Minni-Reykjum og Hreinn frá Vatnsleysu og svo eru einhverjar fleiri pælingar. Hverjir eru aðalkostir þeirra? -Fífill er með nokkuð jafnar og góðar gangtegundir og gæti þ.a.l. skorað ágætlega í fjórgang ef allt gengur eftir. Hreinn er með gott tölt og frábært skeið og það telur tvöfalt í fimmgangi. Ætlar þú eða hefur þú tekið þátt í öðrum keppnum í vetur? -Já, ég mun taka þátt í fleirum keppnum í vetur. Ég reikna með að fara með eitthvað í Skagfirsku mótaröðina og svo verða einhver fleiri mót í Reiðhöllinni og einnig einhver fleiri ísmót. Einhver sérviska eða hjátrú hjá þér fyrir keppni? -Að hafa allt eins og venjulega, breyta engu. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? -Hrímnisliðið er besta liðið. Breytir engu fyrir keppni Hörður Óli Sæmundarson er sá síðasti í röð fjögurra nýrra knapa í KS-deildinni sem við kynnum til leiks hér í Feyki. Þessi Grundfirðingur sem nú starfar við tamningar á Sauðárkróki er í Hrímnisliðinu og teflir m.a. fram gæðingunum Fífli frá Minni-Reykjum og Hreini frá Vatnsleysu. KS-deildin / Hörður Óli Sæmundarson ( KNAPAKYNNING ) kristin@feykir.is M yn d: K oll a Gr . SIGURÐUR HANSENKLAUSUR M.E.H. 2 Steinninn skvetti dropanum þar til dropinn holar steininn þannig vinnur þrautseigjan á ofureflinu því ofureflið sigrar ekki þrautseigjuna sem vinnur í tímaleysinu og tímaleysið setur sér ekki mörk. Fermingar forðum daga Gamlar fermingarmyndir frá Norðurlandi vestra Fermingarbörn á Hvammtanga árið 1953. Úr myndasafni Björns Þóris Sigurðssonar (Bangsa). Nöfn á börnunum eru frá vinstri: Drengir; Ólafur Höskuldsson, Jón Þórhallsson, Sigurgeir Ögmundsson, Eggert Jóhannesson og Eggert Hjartarson. Stúlkur; Bryndís Maggý Sigurðardóttir, María Björnsdóttir og Guðrún Pétursdóttir. Sömu drengir eru á myndinni hér fyrir neðan. Myndina í bakgrunni tók Pétur Hannesson af fermingu í Sauðárkrókskirkju. Myndin er tekin á árunum 1954-1958.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.