Feykir


Feykir - 08.05.2014, Qupperneq 1

Feykir - 08.05.2014, Qupperneq 1
 á BLS. 6 BLS. 11 Fertugur bridgeklúbbur á Króknum Gleði og gaman við völd BLS. 7 Rætt við Lindu Björk Zumbakennara Ótrúleg orka leysist úr læðingi Marjolijn van Dijk og Heiðar Jóhannsson matreiða Grafið hreindýr og marineraðar gæsabringur 17 TBL 8. maí 2014 34. árgangur : Stofnað 1981 FERSKUR Á NETINU Hér er laust pláss! Feykir er sterkur auglýsingamiðill á Norðurlandi vestra. Hafðu samband Feykir.is Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. Mynd: Hjalti Árnason Það var mögnuð stemning í menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sl. sunnudag og nutu bæði Karlakórinn Heimir og Kristinn Sigmundsson sín vel í þessu musteri íslenskrar tónlistar. Á annað þúsund manns sóttu þessa stærstu tónleika sem kórinn hefur haldið hérlendis og áhorfendur stóðu upp til heiðurs kórnum og Kristni og klöppuðu upp nokkur aukalög. „Þetta er bara eins og draumur í dós“ sagði Gísli Árnason, formaður karlakórsins, þegar blaðamaður Feykis hitti hann nýkominn af sviði í Hörpu, ásamt kórfélögum sínum og Kristni Sigmundssyni. Raunar var Gísli frekar raddlítill eftir tónleikana, enda búinn að syngja í Miðgarði kvöldið áður á Sæluvikutónleikum þar sem kórinn kom einnig fram með Kristni. /KSE Heimir í Hörpu ásamt Kristni Sigmundssyni Nutu sín vel í musteri íslenskrar tónlistar KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N DELL Inspiron 5521 Intel Core i3 · 4GB vinnsluminni · 500GB harður diskur · 15.6“ HD WLED · Windows 8 Hefði mikla þýðingu fyrir samfélagið Söfnun fyrir sjálfvirku hjartahnoðtæki Sjúkraflutningamenn á Hvammstanga hafa komið af stað söfnun fyrir sjálfvirku hjartahnoðtæki sem nefnist Lucas 2. Að sögn Gunnars Sveinssonar sjúkraflutningamanns mun tækið hafa mikla þýðingu fyrir samfélagið þar sem fáir koma að endurlífgun þegar hún á sér stað. Lucas 2 kemur alveg í staðinn fyrir þann sem hnoðar og viðheldur fullkomnu hnoði í langan tíma svo lengi sem hann hefur rafmagn, sem er mun lengur heldur en venjulegur maður hefði úthald til. „Söfnunin hefur farið ágætlega af stað og höfum við leitað til fyrirtækja og einstaklinga í samfélaginu. Nú þegar hafa safnast 750 þúsund krónur frá tveimur aðilum, en kostnaður við kaup á þessu tæki er 2,5 milljónir. Þetta er í fyrsta sinn sem fer fram almenn söfnun fyrir sjúkrabíla á Hvammstanga frá því ég kom inn í þetta fyrir átta árum,“ segir Gunnar. Það var fyrst byrjað að safna fyrir Lucas 2 á Akranesi og þá gáfu tvö fyrirtæki tæki þangað. Nú eru þau í Búðardal að bíða eftir tækinu sínu sem þau hafa safnað fyrir. „Við töldum að okkar góða samfélag myndi taka vel á móti þessu hér eins og annarsstaðar og það hefur verið virkilega gaman að finna stuðninginn,“ segir Gunnar. Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnun- arinnar á Hvammstanga hafa ákveðið að halda utan um söfnunina og er reikningsnúmerið: 0159-15-200135 og kennitalan: 711006-2140/GSG

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.