Feykir


Feykir - 08.05.2014, Page 6

Feykir - 08.05.2014, Page 6
6 Feykir 17/2014 Linda Björk ásamt Andreu Björk, dóttur sinni en hún stundar einnig Zumba af krafti. Það var fjör í Zumbatíma í Ljósheimum sl. þriðjudag. samkvæmisdans og fengu ég og frænka mín, dóttir hennar, oft að vera með henni í tímunum.“ Linda var 12 ára gömul þegar hún flutti á Blönduós og þangað kom Danslína Huldu í tvær vikur á ári og kenndi dans á Blönduósi og á Skagaströnd. „Foreldrar mínir voru ekki efnamiklir og man ég eftir að hafa fengið að sitja og horfa á vinkonur mínar í danstímunum vegna þess að þau áttu ekki pening til að geta leyft mér að fara á námskeiðið,“ rifjar Linda upp og bætir svo við: „En það var ekki nema eitt ár sem það var því ég réð mig í að bera út blöðin og passa börn til að geta eignast pening og verið með.“ Þegar Linda var 16 ára gömul veiktist aðstoðardanskennarinn sem var með Huldu fyrsta daginn og námskeiðið átti að byrja og var Linda þá fengin til að fylla í skarðið. „Það fannst mér eitt það skemmtilegasta sem ég hafði tekið mér fyrir hendur.“ Linda segist hafa sinnt dansáhugamálinu eftir fremsta megni í gengnum árin en hún var mikið í línudans á Skagaströnd frá árinu 1998. „Við hópurinn brölluðum ýmislegt saman. Við fórum í keppnir, sýndum fyrir ferðamenn og fleiri og fórum á Linda Björk og Kristján hófu búskap árið 1991 á æskuslóðum Kristjáns, Steinnýjarstöðum, sem eru 12 km norður af Skagaströnd. Saman eiga þau fjögur börn; Kristján Heiðmar (f. 1991) nú bifvélavirki á Sauðárkróki, Andreu Björk (f. 1993) stúdent frá Fjölbrauta- skólanum á Akranesi, Gunnþór Inga (f. 1997) nema í FNV og Freydísi Ósk (f. 2002). Ásamt því að reka kúabú á bænum eru þau með um 100 kindur og nokkra hesta. „Sveitin er ekki þéttbýl og frekar fámenn en afskaplega gott mannlíf þar. Þetta er yndisleg og mjög Ótrúleg orka leysist úr læðingi festival í Glasgow svo eitthvað sé talið.“ Dans og fitness við sjóðheita suður- ameríska tónlist Linda Björk kynntist Zumba Fitness fyrst á netinu og segist í kjölfarið hafa skellt sér til Reykjavíkur í tíma til þess að prófa. „Ég fór svona aðeins að viða að mér upplýsingum út á hvað Zumba Fitness gekk. Síðan fór ég í tíma á Skagaströnd en þá var Jóga og pilateskennari með Zumbatíma þar og stundaði ég Zumba Fitness í eitt ár. Hún var m.a. sú sem hvatti mig til að fylgja hjarta mínu,“ útskýrir Linda og heldur áfram: „Ég tók þá ákvörðun að skella mér út til Kaupmannahafnar í nóvember 2012 og tók kennararéttindi til að kenna Zumba fitness, og Zumba toning (með lóðum) og er svo búin að bæta við mig Zumba Kids sem er sérsniðið fyrir börn frá 4-12 ára.“ Fljótlega eftir að hafa aflað sér kennararéttindi ákvað hún að vera með lokuð Zumba námskeið á Blönduósi og í Víðihlíð í Húnaþingi vestra. „Þetta var í byrjun janúar 2013 og ég er bara búin að vera óstöðvandi síðan,“ segir hún og hlær. „Ég bætti svo Skagaströnd við sl. haust. Stundum hittumst við með laugardags Zumba- partý og eru þá allir velkomnir, en það var einmitt í einu slíku á Skagaströnd sem ung kona kom frá Sauðárkróki og spurði mig eftir tímann hvort ég gæti ekki verið með námskeið á Sauðárkróki því henni þætti þetta svo skemmtilegt. Eftir smá umhugsun og athugun á húsakosti með góðum hátölurum skelltum við okkur bara af stað í að auglýsa vornámskeið og er ég með tíma tvisvar í viku í Ljósheimum.“ Hún segir ágæta mætingu vera á námskeiðið en enn sé hægt að bæta við og vera með í fjörinu. „Zumba er sérlega skemmtileg hreyfing sem hentar öllum aldri og báðum kynjum en þar er blandað saman dansi og fitness við sjóðheita suður-ameríska tónlist. Kenndir eru dansar eins og salsa, merengue, reggateon, cumbia, samba, quebredita, soca, calypso og fl. Í Zumba nýtur maður tónlistarinnar í botn og er ótrúleg orka sem leysist úr læðingi við að dansa, maður bókstaflega gleymir öllu öðru um stund,“ segir Linda að endingu. VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir friðsæl sveit,“ segir Linda Björk. Fyrir rétt rúmu ári festu hjónin kaup á mjalta róbót og segir Linda Björk ýmislegt hafa breyst við tilkomu hans. „Maður er ekki eins bundinn við ákveðinn tíma við fjósverkin og hægt að hagræða því eftir öðrum verkum,“ segir hún en nú gefst henni tækifæri til að sinna áhugamáli sínu af meiri krafti - dansinum. „Ég hef alveg ofsalega gaman af öllu sem viðkemur dansi en mín fyrstu kynni af samkvæmisdansi voru í Nýja dansskólanum í Reykjavík þar sem kona frænda míns kenndi Linda Björk Ævarsdóttir hefur alltaf haft unun af dansi en hún hefur verið að kenna Zumba á Blönduósi, Skagaströnd, Hvammstanga og í Víðihlíð í Húnaþingi vestra og nú í Ljósheimum í Skagafirði. Feykir spjallaði við Lindu Björk og spurði hana út í dansinn og búskapinn en hún og Kristján Steinar Kristjánsson, eiginmaður hennar, reka kúabú á Steinnýjarstöðum í Skagabyggð. Rætt við Lindu Björk Zumba danskennara

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.