Feykir


Feykir - 08.05.2014, Page 8

Feykir - 08.05.2014, Page 8
8 Feykir 17/20143 Af blúndum, blásýrum og blessuðu barnaláni VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir stöðu á Hofsósi sem losnaði skyndilega. Upphaflega planið var að vera eitt ár á Hofsósi, „en ég ákvað að vera tvö ár, mest- megnis af því ég vorkenndi krakkagreyjunum sem ég var með í umsjónarbekk því þau höfðu aldrei haft sama umsjónarkennarann tvö ár í röð, þannig að ég ákvað að vera áfram,“ rifjar Fríða upp. Eftir það lá leiðin í Kennara- háskólann og síðan aftur á Hofsós, þar sem hún kenndi áðurnefndum umsjónarbekk síðasta vetur þeirra í skólanum. Þá var planið að vera að minnsta kosti tvö ár, en þau eru farin að nálgast þrjátíu. Fríða gekk strax til liðs við Leikfélagið þegar hún kom á Hofsós og lék fyrst með félaginu árið 1983. Aðspurð Fríða hefur gegnt formennsku í Leikfélaginu síðan það var síðast vakið upp úr dvala árið 2001, en þá hafði starfsemin legið niðri í ein sjö ár. Einnig hafa Kristján Jónsson frá Óslandi og Sigmundur Jóhannesson í Brekkukoti setið í stjórn síðan. Fríða er aðflutt og segir algjörar tilviljanir hafa ráðið því annars vegar að hún ákvað að gerast kennari og hins vegar því að hún settist að á Hofsósi, en þar hefur hún verið meira og minna frá árinu 1982. Fyrir áhrif vinkonu sinnar dreif hún sig í að sækja um kennarastörf haustið eftir stúdentspróf frá Samvinnu- skólanum og fékk fyrir tilviljun Á Hofsósi starfar leikfélag sem hefur vakið athygli fyrir hversu blómleg starfsemi þess er, ekki síst ef miðað er við höfðatölu á svæðinu. Nýjasta uppfærsla leikfélagsins, Blúndur og blásýra, er enn ein rósin í hnappagat þess. Blaðamaður Feykis tók hús á Fríðu Eyjólfsdóttur, formanni Leikfélags Hofsóss, um það leyti sem sýningarferlinu var að ljúka nú í vetrarlok og forvitnaðist um sögu félagsins og starfsemi. Leikfélag Hofsóss lætur ekki deigan síga segir hún að sér þyki fyrsta hlutverkið sitt, hlutverk mömmunnar í Blessað barnalán, einna skemmtilegast. Áður hafði hún tekið þátt í leiklistarstarfi í skóla og var m.a. formaður leik- listarklúbbs á Bifröst og hefur alltaf haft gaman af leiklist. Sjálf segist Fríða hafa verið með flest árin síðan hún kom í Hofsós og er hvergi nærri hætt. Enda veitir ekki af áhugasömu fólki til að halda úti starfsemi af þessu tagi. Kraftaverk að takist að manna uppsetningar Fríða játar því að erfitt sé orðið að manna hlutverk í leikritum og þau störf sem sinna þarf á bakvið tjöldin og það verði alltaf erfiðara eftir því sem árin líða. „Það er í rauninni bara kraftaverk að okkur skuli takast það. Við vorum með ellefu leikara núna,“ segir Fríða og bendir á að í mun stærri bæjar- félögum hafi menn orðið að hætta við leikrit vegna þess að þar næst ekki að manna hlutverk. Það sé alltaf sami kjarninn sem taki þátt ár eftir ár, en það sé góður kjarni sem vilji halda starfseminni gangandi. Fríða segir það líka skipta miklu máli að áhorfendur úr nær- liggjandi byggðarlögum sæki leiksýningar í Hofsós og er ánægð með aðsóknina, hvort sem er í ár eða fyrri ár. Þá hafi borist liðsauki í formi leikara úr næstu byggðarlögum, einkum Hjaltadal og Viðvíkursveit. Þegar leikfélagið var endur- vakið 2002 leikstýrði Fríða „einhverjum gömlum farsa,“ eins og hún orðar það (Landa- brugg og ást). Árið eftir var Bar-par sett upp og gekk við miklar vinsældir. Síðan hafa að öllu jöfnu verið sett upp leikverk annað hvert ár og alltaf fenginn aðkomuleikstjóri. Algengast er að settir séu upp farsar, enda vilja flestir áhorfendur eiga kvöldstund þar sem hægt er að hlæja. Af leikritum sem sett hafa verið upp gegnum tíðina nefnir hún Góðverkin kalla sem skemmtilega uppfærslu. Þegar Fríða er spurð hvað fái fólk til að taka þátt í leikriti ár eftir ár svarar hún „athyglissýki“ og hlær við, en bætir því við að skemmtilegur félagsskapur skipti eflaust mestu, auk þess sem skemmtilegt sé að fá umbunina sem fylgir vel heppnaðri sýningu. Í grein eftir fræðimanninn Kristmund Bjarnason sem birtist í 26. árgangi Skagfirðingabókar árið 1999 segir frá leiklistarstarfsemi austan vatna. Þar segir m.a.: „Fátt er vitað með vissu um leiksýningar í Skagafirði fyrr en kemur fram á áttunda tug 19. aldar. Þó má telja víst að vagga leiklistar í héraðinu hafi staðið austan fjarðar, í Grafarósi og í Hofsósi.“ Til marks um þetta er m.a. að í Akureyrarbaðinu Norðanfara 1859 er minnst á leiklistarstarfsemi í Grafarósi. Heimildir eru um leiksamkomur í Grafarósi á árunum 1860-1890 en næst er vitað að Magnús læknir Jóhannesson á Sauðárkróki hafi sett á svið verk austan vatna, sem hann hafði einnig sett á fjalirnar 1898-1890. Hann var skipaður læknir yfir Hofsósi og austanverðum Skagafirði árið 1900 og var það mikill hvalreki fyrir áhugafólk um leiklist austan vatna. Fyrsta formlega leikfélagið var stofnað á staðnum 1911. Meðal verka sem tekin voru til sýninga á þessum tíma voru krefjandi verk eins og Föðursystir Charleys og Jeppi Fjalli. Síðan hafa komið tímabil þar sem mikil gróska hefur verið í starfseminni og önnur þar sem hún hefur nánast legið niðri. Félagið var endurreist 1950 og stóð í nokkrum blóma um skeið en síðar hallaði aftur undan fæti. Um 1977 var enn lagt af stað, enda hafði þá skapast hin ágætasta aðstaða í hinu nýja félagsheimili Höfðaborg og síðan hefur starfið reynst léttara og flest árin hefur félagið staðið að sýningum og skemmtikvöldum, íbúum staðarins og nærsveita til gleði. (Heimild: Skagfirðingabók, 26. árgangur 1999). Árni Bjarkason, Loftur Guðmundsson og Gísli Einarsson í Húrra krakka 1990. Gísli Kristjánsson, Ebba Jónsdóttir og Jóhann Friðgeirsson í Saklausa svallaranum 1984 Blessað barnalán 1983. Húrra krakki 1990.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.