Feykir


Feykir - 08.05.2014, Page 11

Feykir - 08.05.2014, Page 11
17/2014 Feykir 11 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar má glaður una Spakmæli vikunnar Óttastu ekki að lífi þínu ljúki; óttastu heldur að það byrji aldrei. –- Grace Hansen Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ...Fullt nafn Los Angeles er "El Pueblo de Nuestra Senora la Reinade los Angeles de Porciuncula" . ...Tígrisdýr hafa röndóttur húð, ekki bara röndóttur feldi. ...Millinafn Andrés Önd er Fauntleroy. ...Trýni á ljóni er eins og fingrafar - engin tvö ljón hafa eins. Forréttur Grafið hreindýr 300/400 gr. Grafið hreindýr Kryddblanda - 1msk af öllu Rósapipar Sykur Salt Pipar (svartur) Sinnepsfræ Rósmarin Timjan Sósa: Hrærið öllu saman 1 ½ msk hunang 125 gr mayones 2 msk franskt sinnep Aðferð: Hyljið kjötið með grófu salti í 4 til 5 klukkustundir, skolið saltið af og þerrið síðan. Hyljið síðan kjötið með kryddblöndunni og setjið í box með loki og geymið í ísskáp í einn sólarhring. Gott er að setja síðan kjötið í frysti í 2 til 3 klukkutíma áður en það er skorið í þunnar sneiðar. Borið fram með ristuðu brauði, ísbergsalati/ spínati. Sósunni er svo dreift yfir eftir smekk. Aðalréttur Gæsabringur 2-4 stk. Marineraðar gæsabringur 1 krukka bláberjasulta ½ flaska rauðvín MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN gudrun@feykir.is FEYKIFÍN AFÞREYING kristin@feykir.is Hahahahahaha Ipadinn Ég bað konuna mína um að rétta mér Morgunblaðið. „Ekki vera svona gamaldags“ svaraði hún, „Þú getur fengið lánaðan iPadinn minn.“ Það má svo sem deila um hvort þessar tækninýjungar séu eitthvað framfaraskref en flugan steindrapst við fyrsta högg! Krossgáta Marjolijn van Dijk og Heiðar Jóhannsson á Blönduósi ætla að bjóða upp á grafið hreindýr og marineraðar gæsabringur þar sem veiði er áhugamál allrar fjölskyldunnar. En þau veiða hreindýr og gæsir á haustin. Þau skora á Bergþór Pálsson og Guðnýju Ragnarsdóttur á Blönduósi að koma með næstu uppskrift. Aðferð: Hrærið saman bláberja- sultunni og rauðvíninu, látið það síðan í eldfastmót og látið standa í 6 til 8 klukkustundir. Strjúkið svo af bringunum og snöggsteikið á heitri pönnu með smjöri eða olíu í 1-2 mínútur á hvorri hlið. Setið bringurnar í lögin aftur og í ofnin á 180°C í 10 til 15 mínútur og látið svo standa í 5 mínútur áður en skorið er í þunnar sneiðar. Aðalmálið er að mæla kjötið í 70°C og taka það þá út. Þá er kjötið nákvæmlega rétt eldað. Sósa: 1 pakki Knorr piparsósa, nota rjóma í staðinn fyrir mjólk. Bæta bláberjasultu og rauðvíni út í eftir smekk. Meðlæti: Rjómasalat með ávaxtablöndu úr dós og gratineraðar kartöflur. Við hjónin eru mikið að “dassa” svo þetta fer eftir smekk hvers og eins. Það sem má alls ekki gleymast er að fá sér eitt rauðvínsglas á meðan maturinn er eldaður. Verði ykkur að góðu! Feykir spyr... [SPURT Á FACEBOOK] Ætlar þú að fylgjast með Júróvisjon ? SANDRA BJÖRK JÓNSDÓTTIR -Ég er ekki búin að ákveða það HULDA BIRNA VIGNISDÓTTIR -Já örugglega með öðru auganu FANNAR ÖRN KOLBEINSSON -Nei ég verð að keppa á Ísafirði, fyrsti leikur okkar Tindastóls- manna á Íslandsmótinu. KATRÍN EVA BJÖRGVINSDÓTTIR - Ég hefði pottþétt gert það undir öllum venjulegum kringum- stæðum, en góðvinur minn Hinrik Gunnarsson er að fagna fertugsafmæli og ég verð þar. Marjolijn og Heiðar matreiða Grafið hreindýr og marineraðar gæsabringur

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.