Feykir


Feykir - 22.05.2014, Side 8

Feykir - 22.05.2014, Side 8
8 Feykir 19/2014 Norðan við hrun – sunnan við siðbót Áttunda ráðstefnan um íslenska þjóðfélagið Á fimmtudag og föstudag í síðustu viku var haldin í Háskólanum á Hólum ráðstefnan „Norðan við hrun, sunnan við siðbót,“ sem er áttunda ráðstefnan um íslenska þjóðfélagið. Um er að ræða árlega ráðstefnu sem fjórir háskólar og háskólasetur á landsbyggðinni skiptast á að halda. Blaðamenn Feykis brugðu sér heim að Hólum og fylgdust með málstofu um fjölmiðla og hittu skipuleggjendur ráðstefnunnar. Dagskrá og skipulag ráðstefn- unnar var í höndum starfsfólks Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum; Georgette Leah Burns, Guðrúnar Þóru Gunnarsdóttur og Guðrúnar Helgadóttur og nutu þær góðrar aðstoðar Önnu Margrétar Jakobsdóttur, sem er verknemi í viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum. Umsjón með veitingum og gistingu var í höndum Þórhildar Maríu Jónsdóttur og starfsfólks Ferða- þjónustunnar á Hólum. „Þetta var áttunda ráðstefnan um íslenska þjóðfélagið, en þessi ráðstefna er haldin að vorlagi til skiptis af Háskólanum á Akur- eyri, Háskólasetri Vestfjarða, Háskólanum á Bifröst og Háskólanum á Hólum. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni var Norðan við hrun - sunnan við siðbót? Óhætt er að segja að yfirskriftin hafi vakið áhuga og um fimmtíu stórfróðleg erindi voru flutt um hinar ýmsu hliðar hruna og siðbóta - eða skulum við segja siðaskipta? Níunda ráðstefnan verður haldin að ári hjá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði,“ sagði Guðrún Helga- dóttir, prófessor við Háskólann á Hólum í samtali við Feyki að ráðstefnunni lokinni. Fjölbreytt efnistök Að sögn Guðrúnar voru milli 60 og 70 manns á ráðstefnunni og voru ráðstefnugestir mjög virkir í umræðum, áhugasamir og létu mjög vel af skipulagi og framkvæmd ráðstefnunnar. 3 UMFJÖLLUN Kristín Sigurrós Einarsdóttir Áhugaverðir staðir séðir með augum barnanna Bæklingur um Skagafjörð austan Vatna Börn og unglingar í leikskólanum Tröllaborg og Grunnskólanum austan Vatna í Skagafirði unnu á dögunum skemmtilegt samstarfsverkefni sem er bæklingurinn Heima- byggðin okkar – Áhugaverð- ir staðir séðir með augum barnanna. Hvert aldursstig tók að sér ákveðinn verkþátt í útgáfunni og mun afraksturinn liggja frammi á helstu ferða- mannastöðum í sumar. Verkefnið var á dögunum tilnefnt til foreldraverð- launa Heimila og skóla. Starfsstöðvar skólanna eru á þremur stöðum, Sólgörðum í Fljótum, Hofsósi og Hólum í Hjaltadal. Báðir skólarnir eru grænfána- skólar. Grenndarkennsla er líður í grænfánastarfinu og í tengslum við hana vaknaði sú spurning, hvað börn, sem kæmu sem gestir á þetta svæði, hefðu gaman af því að skoða. Ákveðið var að gefa út ferðamanna- bækling og nemendur skiptu með sér verkum. Elsta deild leikskólans sá um myndatökur fyrir bæklinginn. Í grunnskól- anum sá yngsta stigið um textagerð, miðstig um innslátt í tölvu og ungl- ingastig um að þýða textann yfir á dönsku og ensku. Þýskumælandi nemandi sá um að þýða textann yfir á þýsku með aðstoða kennara í skólanum. Uppsetning var í höndum starfsmanna leik- og grunnskólans. Eftirfarandi staðir og sögufrægar persónur eru til umfjöllunar í bæklingnum: Hólar og nágrenni: Nýibær, Hóladómkirkja, Guðmundur góði, Gvendarskál og Auðunarstofa. Hofsós og nágrenni: Pakkhúsið, Vesturfarasetrið, Sólvík, sundlaugin og Staðarbjargarvík. Fljót: Hrafna-Flóki, KS Ketilási, Sólgarðar, Skeiðsfossvirkjun og Félagsheimilið Ketilási. Guðrún Helgadóttir, prófessor við Háskólann á Hólum, afhendir Albertínu F. Elías- dóttur, verkefnastjóra við Háskólasetur Vestfjarða, keflið en Háskólasetrið mun sjá um næstu ráðstefnu. FRÁSÖGN Kristín Sigurrós Einarsdóttir Ferðaþjónustan á Hólum sá um veitingar og þjónustu af mikilli fagmennsku og var þeim óspart hrósað bæði fyrir matinn og viðmót starfsfólksins. Á fimmtudeginum voru málstofur í gangi allan daginn, þrjár í einu. Var m.a. fjallað um skapandi byggðaþróun, skóla- þróun, samskipti og líðan fólks, hetjur, flögð og minni, hrun, strauma að utan, íslenska þjóðfélagið, hrunið og ferðamál. Lykilfyrirlestur ráðstefnunnar flutti Guðni Jóhannesson og bar hann heitið Saga sögu hrunsins. Boðið var upp á hátíðarkvöld- verð undir Byrðunni og síðan var opið í Bjórsetri Íslands. Á föstudeginum voru mál- stofur um nýfrjálshyggju, skóla án aðgreiningar og einstaklings- miðlun, stjórnun og fjölmiðla. Í ráðstefnulok var keflið afhent og tók Albertína Friðbjörg Elías- dóttir við því fyrir hönd Háskólaseturs Vestfjarða, sem mun bjóða heim á næstu ráðstefnu að ári liðnu. En var það eitthvað sem stóð uppúr á ráðstefnunni, að mati Guðrúnar? „Það voru tvær til þrjár samhliða málstofur þannig að ég gat ekki hlustað á nema Valgerður Jóhannsdóttir, aðjúnkt í blaða- og fréttamennsku við HÍ, fjallaði um stöðu kvenna í fjölmiðlum. Þessi börn ásamt kennara sínum, Heiðu Björk Jóhannsdóttur, kynntu bækl- inginn sinn fyrir gestum ráðstefnu sem haldin var á Hólum í síðustu viku. hluta fyrirlestranna, en það var nýmæli að þessu sinni hve mörg erindi voru flutt um menntun og skólamál. Þar var dregin mjög skýr mynd af afleiðingum hrunsins og aðdraganda þess á hinum ýmsu skólastigum allt frá leikskóla til háskóla. En það sem uppúr stendur er hvernig hrun og endurreisn eða siðbót kallast á, sú gerjun og átök sem fylgja öllum siðaskiptum sögunnar og hversu langt það ferli er og flókið,“ sagði Guðrún að lokum. Birgir Guðmundsson, dósent við HA, og Sigurður Kristinsson, prófessor við HA, fjölluðum um blaðamenn sem fagstétt.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.