Feykir


Feykir - 22.05.2014, Qupperneq 12

Feykir - 22.05.2014, Qupperneq 12
12 Feykir 19/2014 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2014x 14 Hvað höfum við verið að gera Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar, tókst margt af ætlunarverkum sínum á síðasta kjörtímabili. Meðal annars getur sveitarstjórnin verið stolt af stærsta verkefninu sem var að koma á hitaveitu í byggðinni í samstarfi við RARIK. Samhliða var lagður ljósleiðari í öll hús sem tóku inn hitaveitu. Þar með er Skagaströnd eitt fárra sveitarfélaga á landinu sem getur boðið íbúum sínum upp á þessa þjónustu. Talsverðar umbætur voru gerðar á höfninni þar sem nýtt vigtarhús var byggt, athafna- svæði malbikað og ný tré- bryggja er í smíðum. Í félags- heimilinu voru gerðar stórfelldar endurbætur á neðstu hæð sem hafa stækkað og bætt aðstöðu fyrir bókasafnið og skapað félagsstarfi eldri borgara nýtt og betra umhverfi. Í umhverfismálum voru stigin mikilvæg skref í átt til hins betra. Nokkur árangur náðist en þar eins og svo víða má gera betur með góðu samstarfi við íbúana. Endur- bætur á félagslegum eignum tókust vel. En talsvert verk er enn óunnið í viðhaldi eigna sveitarfélagsins. Skóla- og fræðslumál voru sett undir mæliker með það að markmiði að gera gott starf enn betra. Niðurstaða þeirrar um- ræðu varð meðal annars sú að teknar voru upp viðræður við Hjallastefnu um aðkomu að rekstri leikskólans. Í þessu máli hefur tekist gott samstarf við H-LISTI SKAGASTRANDARLISTINN Adolf Berndsen oddviti listans skrifar foreldra og starfsmenn leik- skóla. Hjallastefnan og sveitar- stjórn hafa tekið þá afstöðu að ákvörðun um innleiðingu Hjallastefnu í leikskólanum verði tekin af nýrri sveitarstjórn. Traust fjárhagsstaða Fjárhagsleg staða sveitarfélags- ins er góð þar sem það er skuld- laust, utan þess sem bundið er við félagslegar íbúðir. Auk þess á sveitarfélagið nokkurn sjóð sem ætlaður er til samfélagslegra verkefna og til þess að hafa möguleika á að koma af stað nýjum atvinnutækifærum, ef þau bjóðast, sem og að bæta þjónustu og grunngerð sveitar- félagsins. Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hefur sveitarstjórn haft það að markmiði að hækka sem minnst álögur á íbúana, ekki síst á barnafjölskyldur. Sveitar- stjórn hefur, ólíkt mörgum öðrum sveitarfélögum, forðast niðurskurðaraðgerðir sem bitnað hefðu á störfum og þjónustu við íbúana. Þetta hefur verið mögulegt vegna góðrar rekstrar- og fjárhagsstöðu. Horft til framtíðar Næstu sveitarstjórnar bíður það mikilvæga verkefni að sækja fram en ekki síður að verja það sem fyrir er. Á síðustu árum hafa átt sér stað umfangsmiklar breytingar á atvinnulífi, margar neikvæðar en aðrar jákvæðar. Nægir þar að nefna starfsemi Vinnumálastofnunar og BioPol. Á tímum samdráttar hjá hinu opinbera höfum við þurft og þurfum áfram að berjast af alefli fyrir þeim störfum sem kostuð eru af ríkisvaldinu. Á sama tíma leitum við nýrra tækifæra í samstarfi við einkaaðila sem og stjórnvöld. Nú hefur sveitarfélögunum í A-Hún. tekist að leggja drög að samstarfi við stjórnvöld um atvinnuuppbyggingu í sýslunni meðal annars með nýtingu orku úr héraði. Áætlað er að því verkefni verði ýtt úr vör í sumar. Með hitaveitu opnast mögu- leikar á að byggja og reka nýja sundlaug sem lengi hefur verið til umræðu. Í fráveitumálum erum við orðin á eftir, því þarf að taka á. Í ferðaþjónustu er mikill óplægður akur. Þar hefur stefnan verið tekin á að leysa úr skorti á gistingu. Sveitarfélagið hefur stofnað hlutafélag um byggingu hótels og hyggst leita samstarfs við hagsmunaaðila í þeirri grein. Sjávarútvegur og þjónusta við hann er og verður mikil- vægasta atvinnugreinin okkar og nauðsynlegt að búa sem best að þeirri grein. Götur og gang- stéttir þarfnast endurbóta sem fara verður í sem fyrst. Í sam- göngumálum héraðsins er end- urnýjun Skagastrandarvegar forgangsmál. Skagastrandarlistinn - H listi - er skipaður jákvæðu fólki með reynslu á ólíkum sviðum sem býður nú sem áður fram krafta sína til að gera gott samfélag enn betra. Adolf H.Berndsen í 1. sæti Skagastrandarlistans, H-listans Áherslur í atvinnumálum Einstaka áherslur í uppbyggingu atvinnu á svæðinu er eitthvað sem Ð-listinn Við Öll setur nokkur spurningarmerki við. Telja frambjóðendur að ekki sé rétt að kasta fram einhverjum hugmyndum sem líta vel út fyrir kjósendur og þegar nánar verði skoðað sé ómögulegt að framkvæma þær svo að þær leiði til virðisauka fyrir sveitarfélagið í heild sinni. Eðli slíkrar atvinnuþróunar sem þarf að fara fram á svæðum eins og Skagaströnd er háð allmörgum óvissuþáttum sem eyða verður með greiningar- vinnu, s.s. á fjárhagslegri afkomu verkefna til lengri og skemmri tíma, greiningum á þörfum verkefnisins, m.a. því þjónustustigi sem er í sveitar- félaginu eða næsta nágrenni, aðbúnaði sem þarf og er til staðar og ekki síst ávinningum sveitarfélagsins í heild sinni. Margt fleira kemur til sem of langt mál er að telja hér. Ð-listinn er afl sem krefst þess að gagnsæ vinnubrögð verði viðhöfð í öllum verkum sveitarfélagsins. Má með nokkru sanni segja að með Ð-LISTI VIÐ ÖLL Á SKAGASTRÖND Inga Rós Sævarsdóttir sem skipar 2. sætið skrifar gagnsæiskröfunni sem fram kemur í Sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 sé verið að setja sveitarstjórnum framtíðarinnar þá kröfu að ástunda fagleg vinnubrögð og skrúfa verði fyrir að einstök verkefni séu tekin fram fyrir önnur á varhugaverðum grunni. Er því stefna Ð-listans í reynd sú þegar kemur að atvinnumálum og uppbyggingu þess að hefja þurfi strax greiningarvinnu á því hvaða atvinnu sé hægt að stunda á Skagaströnd til langframa. Í því felst að spyrja hvaða verkefni sé hægt að byggja upp miðað við núverandi þjónustustig í sveitarfélaginu og hvaða þjónustu þarf að auka við eða koma á fót til að auka val- möguleika í atvinnuuppbygg- ingu á svæðinu. Þá ekki síst þegar síðasta hluta greiningar- innar verður lokið, hvaða verkefni er best að laða að svæðinu eða hefja atvinnu- rekstur í, á því kjörtímabili sem í hönd fer. Margar framúrskarandi hugmyndir eru að ganga manna á milli um atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Margar þeirra eru byggðar á gömlum merg, nýjar hugmyndir um atvinnu- rekstur eru einnig fjölmargar. Þessar hugmyndir allar verður að skoða með gagnrýnu hugarfari, gæta þess að ýta engu út af borðinu en fyrst og fremst þarf að veita aðgengi að sveitarstjórninni sjálfri svo að verkefnin sem nýst geta samfélaginu fari ekki eitthvað annað og megi skrá í sögubækurnar sem tækifærið sem Skagaströnd missti af. Ð-listinn Við Öll, stefnir að því að leyfa öllum sjónarmiðum að koma fram og veita engu brautargengi umfram annað frekar en að hafna einstökum hugmyndum strax úr hendi. Þessa vinnu erum við ekki að hræðast en fögnum öllum sem koma vilja verkefnum af stað sem til hagsbóta verður fyrir sveitarfélagið Skagaströnd. Inga Rós Sævarsdóttir í 2. sæti Ð-lista Við Öll.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.